Heimamenn í Elverum áttu reyndar í stökustu vandræðum með gestina í fyrri hálfleik og þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 19-16, Kristiansund í vil.
Norsku meistararnir snéru taflinu við í síðari hálfleik og léku á alls oddi. Þeir skoruðu 22 mörk á seinni 30 mínútum leiksins og unnu að lokum fimm marka sigur, 38-33.
Orri Freyr or Aron Dagur skoruðu tvö mörk hvor fyrir Elverum í dag, en liðið er fyrir löngu búið að tryggja sér norska deildarmeistaratitilinn. Elverum mætir Drammen, sem situr í öðru sæti deildarinnar, í lokaumferðinni eftir fimm daga og með sigri endar liðið með 52 stig af 52 mögulegum.