Hryllingur í Bucha: Fullyrðir að rússneskir hermenn séu verri en íslamska ríkið Kristín Ólafsdóttir og Árni Sæberg skrifa 4. apríl 2022 00:00 Dmytro Kuleba er utanríkisráðherra Úkraínu. Attila Husejnow/Getty Utanríkisráðherra Úkraínu segir Rússa hafa framið fjöldamorð á almennum borgurum í bænum Bucha, þar sem lík liggja eins og hráviði á götum eftir brotthvarf Rússa. Vestrænir leiðtogar fordæma Rússa fyrir voðaverk á svæðinu og saka þá sumir um stríðsglæpi. Snemma í morgun gerðu Rússar sprengjuárás á hafnarborgina Odessa í suður-Úkraínu. Rússar segjast hafa beint spjótum sínum að olíuvinnslustöð í bænum en sprengjum var þó varpað víðar í borginni. Farið var yfir helstu vendingar dagsins í stríðinu í Úkraínu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Rétt er að vara við myndefni í fréttinni. Rússar hafa allra síðustu daga horfið frá svæðum í grennd við Kænugarð. Hryllingur blasti við úkraínskum hermönnum í þorpinu Bucha í útjaðri Kænugarðs; götur stráðar líkum almennra borgara. Utanríkisráðherra Úkraínu, Dmytro Kuleba, lýsir framgöngu Rússa í Bucha sem fjöldamorði; svívirðilegasta grimmdarverki 21. aldar. „Miðað við það sem við höfum séð í Bucha og nágrenni getum við fullyrt að Rússar eru verri en ISIS hvað varðar miskunnarleysið að baki glæpanna sem framdir voru,“ segir hann. Kallað eftir rannsókn og hertum refsiaðgerðum Fjöldi vestrænna leiðtoga hefur fordæmt voðaverk Rússa; Robert Habeck varakanslari Þýskalands sagði drápin „hryllilegan stríðsglæp“ og kallaði eftir því að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu hertar. Þjóðverjar hafa jafnvel kallað eftir því að bann verði sett á gasviðskipti við Rússa, eitthvað sem þeir hafa hingað til viljað forðast. Þá kallaði Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins eftir sjálfstæðri rannsókn á meintum stríðsglæpum Rússa. Sjálfir kenna Rússar Úkraínumönnum um drápin og segja þá hafa falsað myndefni frá svæðunum. Þeir hafa óskað eftir því að öryggisráð sameinuðu þjóðanna komi saman á neyðarfundi á morgun til að ræða ögrun meintra úkraínskra öfgamanna. Hafa vart undan að grafa almenna borgara Fimmtíu og sjö voru jarðsettir í fjöldagröf í Bucha í dag. Úkraínskar hersveitir eru nýbúnar að ná aftur yfirráðum yfir bænum af Rússum, sem virðast hafa tekið fjölda almenna borgara af lífi í bænum. Alþjóðlegu mannréttindasamtökin Human rights watch segja herinn hafa skilið eftir sig slóð hörmunga og greinilegra dæma um stríðsglæpi. Þannig hafi samtökin rætt við íbúa í norðrinu sem lýsi nokkrir því að hafa orðið vitni tilhæfulausum aftökum á almennum borgurum, nauðgunum og jafnvel drápum á börnum og mæðrum þeirra. „Þeir tóku sex karlmenn úr mismunandi fjölskyldum, sögðu fjölskyldum þeirra að bíða við hús sín og leiddu mennina að þorpsmörkunum þar sem þeir skutu þá,“ er haft eftir einum þeirra. Hreinsun og hjálparstarf standa nú yfir á þessum svæðum sem Úkraínumenn hafa náð aftur á sitt vald. Selenskí segir ímynd Rússa skemmda til frambúðar Vólódómír Selenskí Úkraínuforseti ávarpaði þjóð sína í dag og fór hörðum orðum um framgöngu Rússa á svæðum í kringum Kænugarð. „Hrein illska er komin inn í landið okkar. Morðingjar, kvalarar, nauðgarar, þjófar. Sem kalla sjálfa sig her og eiga ekkert skilið nema dauðann eftir það sem þeir hafa gert,“ sagði hann. Hann bað rússneskar mæður hermanna að skoða myndefni frá Bucha, Irpin og Hostomel og sjá voðaverkin sem synir þeirra hafa framið þar. Þá spyr hann þær hvað saklausir almennir borgarar hafi gert til að eiga skilið að vera pyndaðir til dauða. „Af hverju voru konur kyrktar til bana eftir að eyrnalokkar höfðu verið rifnir úr eyrum þeirra? Hvernig gat konum verið nauðgað og þær myrtar fyrir framan börn þeirra?“ spurði forsetinn. Hann segir rússneska ráðamenn vera samábyrga þeim hermönnum sem framið hafa voðaverkin. „Svona verður litið á rússneska ríkið. Þetta er ímynd ykkar. Menning ykkar og mennska fórst með þeim úkraínsku mönnum og konum sem þið réðust á,“ sagði hann. Hluta ávarps Selenskís má sjá textað á ensku í spilaranum hér að neðan: This is how the Russian state will now be perceived. This is your image .pic.twitter.com/gzeQOZJ6Dn— Thorsten Benner (@thorstenbenner) April 3, 2022 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Snemma í morgun gerðu Rússar sprengjuárás á hafnarborgina Odessa í suður-Úkraínu. Rússar segjast hafa beint spjótum sínum að olíuvinnslustöð í bænum en sprengjum var þó varpað víðar í borginni. Farið var yfir helstu vendingar dagsins í stríðinu í Úkraínu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Rétt er að vara við myndefni í fréttinni. Rússar hafa allra síðustu daga horfið frá svæðum í grennd við Kænugarð. Hryllingur blasti við úkraínskum hermönnum í þorpinu Bucha í útjaðri Kænugarðs; götur stráðar líkum almennra borgara. Utanríkisráðherra Úkraínu, Dmytro Kuleba, lýsir framgöngu Rússa í Bucha sem fjöldamorði; svívirðilegasta grimmdarverki 21. aldar. „Miðað við það sem við höfum séð í Bucha og nágrenni getum við fullyrt að Rússar eru verri en ISIS hvað varðar miskunnarleysið að baki glæpanna sem framdir voru,“ segir hann. Kallað eftir rannsókn og hertum refsiaðgerðum Fjöldi vestrænna leiðtoga hefur fordæmt voðaverk Rússa; Robert Habeck varakanslari Þýskalands sagði drápin „hryllilegan stríðsglæp“ og kallaði eftir því að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu hertar. Þjóðverjar hafa jafnvel kallað eftir því að bann verði sett á gasviðskipti við Rússa, eitthvað sem þeir hafa hingað til viljað forðast. Þá kallaði Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins eftir sjálfstæðri rannsókn á meintum stríðsglæpum Rússa. Sjálfir kenna Rússar Úkraínumönnum um drápin og segja þá hafa falsað myndefni frá svæðunum. Þeir hafa óskað eftir því að öryggisráð sameinuðu þjóðanna komi saman á neyðarfundi á morgun til að ræða ögrun meintra úkraínskra öfgamanna. Hafa vart undan að grafa almenna borgara Fimmtíu og sjö voru jarðsettir í fjöldagröf í Bucha í dag. Úkraínskar hersveitir eru nýbúnar að ná aftur yfirráðum yfir bænum af Rússum, sem virðast hafa tekið fjölda almenna borgara af lífi í bænum. Alþjóðlegu mannréttindasamtökin Human rights watch segja herinn hafa skilið eftir sig slóð hörmunga og greinilegra dæma um stríðsglæpi. Þannig hafi samtökin rætt við íbúa í norðrinu sem lýsi nokkrir því að hafa orðið vitni tilhæfulausum aftökum á almennum borgurum, nauðgunum og jafnvel drápum á börnum og mæðrum þeirra. „Þeir tóku sex karlmenn úr mismunandi fjölskyldum, sögðu fjölskyldum þeirra að bíða við hús sín og leiddu mennina að þorpsmörkunum þar sem þeir skutu þá,“ er haft eftir einum þeirra. Hreinsun og hjálparstarf standa nú yfir á þessum svæðum sem Úkraínumenn hafa náð aftur á sitt vald. Selenskí segir ímynd Rússa skemmda til frambúðar Vólódómír Selenskí Úkraínuforseti ávarpaði þjóð sína í dag og fór hörðum orðum um framgöngu Rússa á svæðum í kringum Kænugarð. „Hrein illska er komin inn í landið okkar. Morðingjar, kvalarar, nauðgarar, þjófar. Sem kalla sjálfa sig her og eiga ekkert skilið nema dauðann eftir það sem þeir hafa gert,“ sagði hann. Hann bað rússneskar mæður hermanna að skoða myndefni frá Bucha, Irpin og Hostomel og sjá voðaverkin sem synir þeirra hafa framið þar. Þá spyr hann þær hvað saklausir almennir borgarar hafi gert til að eiga skilið að vera pyndaðir til dauða. „Af hverju voru konur kyrktar til bana eftir að eyrnalokkar höfðu verið rifnir úr eyrum þeirra? Hvernig gat konum verið nauðgað og þær myrtar fyrir framan börn þeirra?“ spurði forsetinn. Hann segir rússneska ráðamenn vera samábyrga þeim hermönnum sem framið hafa voðaverkin. „Svona verður litið á rússneska ríkið. Þetta er ímynd ykkar. Menning ykkar og mennska fórst með þeim úkraínsku mönnum og konum sem þið réðust á,“ sagði hann. Hluta ávarps Selenskís má sjá textað á ensku í spilaranum hér að neðan: This is how the Russian state will now be perceived. This is your image .pic.twitter.com/gzeQOZJ6Dn— Thorsten Benner (@thorstenbenner) April 3, 2022
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira