HM í Katar byrjar tíu á mánudagsmorgni og gestgjafarnir fá ekki fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2022 10:30 Það verður að sjálfsögðu keppt um þennan bikar á HM í Katar seinna á þessu ári. EPA-EFE/LESZEK SZYMANSKI Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur nú gengið frá leiktímum heimsmeistaramótsins í Katar sem fer fram í nóvember og desember á þessu ári. Þar mun sambandið hætta með eina venju heimsmeistaramótsins. Það er löngu orðið ljóst að þetta heimsmeistaramót verður allt öðruvísi en síðustu mót enda nú haldið um miðjan vetur og inn á miðju tímabili í Evrópufótboltanum í stað þess að fara fram yfir sumartímann. Það sem kemur kannski einhverjum á óvart að FIFA hefur nú sett upp leikjadagskrá mótsins án þess að gefa gestgjöfum Katar fyrsta leikinn í mótinu. England to play before hosts Qatar on opening Monday as FIFA reveal shake up in match schedule #ThreeLions #Qatar2022 https://t.co/ZQr1BlKM0e— talkSPORT (@talkSPORT) April 2, 2022 Það átti að vera eins og vanalega. En til að gera hlutina enn óvenjulegri þá breytti FIFA uppstillingunni eftir að það var búið að draga í riðlana á föstudaginn. Gestgjafarnir hafa spilað fyrsta leikinn á síðustu heimsmeistaramótum en svo verður ekki að þessu sinni. Fyrsti leikur Katarbúa verður þriðji leikurinn á fyrsta keppnisdegi. Það verða því búnir tveir leikir áður en kemur af fyrsta leik heimamanna sem er á móti Ekvador. Fyrsti leikur keppninnar verður aftur á móti leikur Senegal og Hollands sem eru hin tvö liðin í riðli Katar. Enska landsliðið mun einnig spila sinn fyrsta leik, á móti Íran, áður en heimamenn mæta inn á völlinn. Í riðlakeppninni eru fjórir mögulegir leiktímar á hverjum degi og á íslenskum tíma munu leikirnir byrja klukkan tíu um morguninn, klukkan eitt eftir hádegi, klukkan fjögur eftir hádegi og klukkan sjö um kvöldið. Þetta þýðir að opnunarleikur heimsmeistaramótsins mun fara fram klukkan tíu á mánudagsmorgni að íslenskum tíma. Fyrir þá sem eru á staðartíma í Katar þá mun leikurinn aftur á móti hefjast klukkan eitt eftir hádegi. It will be the first time since 2006 that the hosts have not opened the tournament after Fifa confirmed the match schedule for the group stage of the finals. https://t.co/JzZQQnvniQ— The42.ie (@The42_ie) April 2, 2022 Katar spilar ekki fyrsta leikinn kvöldið áður heldur á sama degi og aðrir leikir fyrsta keppnisdagsins fara fram. Leikur þeirra á móti Ekvador er á besta tíma fyrir heimamenn eða klukkan sjö um kvöldið. Hluti af ástæðunni er að heimsmeistaramótið mun bara taka 28 daga en það eru þrír færri dagar en vaninn er. Það þurfti að troða mótinu inn á þessum tíma og það verður því að nýta alla keppnisdagana eins vel og hægt er. Þessar tímasetningar leikjanna þýða líka að lokaleikurinn á hverjum degi í riðlakeppninni hefst klukkan tíu um kvöldið. The #FIFAWorldCup Match Schedule is now available Check it out — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) April 2, 2022 HM 2022 í Katar Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Inter - Bayern | Hve sterkt er þýska stálið? Í beinni: Real Madrid - Arsenal | Sýna meistararnir töfrana sem þarf? Viðar Örn að glíma við meiðsli Í beinni: Valur - FH | Stefna hátt með nýjum stjórnendum Í beinni: Víkingur - Þór/KA | Spennandi slagur í Víkinni Í beinni: Tindastóll - FHL | Sögulegur leikur á Króknum Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Sjá meira
Það er löngu orðið ljóst að þetta heimsmeistaramót verður allt öðruvísi en síðustu mót enda nú haldið um miðjan vetur og inn á miðju tímabili í Evrópufótboltanum í stað þess að fara fram yfir sumartímann. Það sem kemur kannski einhverjum á óvart að FIFA hefur nú sett upp leikjadagskrá mótsins án þess að gefa gestgjöfum Katar fyrsta leikinn í mótinu. England to play before hosts Qatar on opening Monday as FIFA reveal shake up in match schedule #ThreeLions #Qatar2022 https://t.co/ZQr1BlKM0e— talkSPORT (@talkSPORT) April 2, 2022 Það átti að vera eins og vanalega. En til að gera hlutina enn óvenjulegri þá breytti FIFA uppstillingunni eftir að það var búið að draga í riðlana á föstudaginn. Gestgjafarnir hafa spilað fyrsta leikinn á síðustu heimsmeistaramótum en svo verður ekki að þessu sinni. Fyrsti leikur Katarbúa verður þriðji leikurinn á fyrsta keppnisdegi. Það verða því búnir tveir leikir áður en kemur af fyrsta leik heimamanna sem er á móti Ekvador. Fyrsti leikur keppninnar verður aftur á móti leikur Senegal og Hollands sem eru hin tvö liðin í riðli Katar. Enska landsliðið mun einnig spila sinn fyrsta leik, á móti Íran, áður en heimamenn mæta inn á völlinn. Í riðlakeppninni eru fjórir mögulegir leiktímar á hverjum degi og á íslenskum tíma munu leikirnir byrja klukkan tíu um morguninn, klukkan eitt eftir hádegi, klukkan fjögur eftir hádegi og klukkan sjö um kvöldið. Þetta þýðir að opnunarleikur heimsmeistaramótsins mun fara fram klukkan tíu á mánudagsmorgni að íslenskum tíma. Fyrir þá sem eru á staðartíma í Katar þá mun leikurinn aftur á móti hefjast klukkan eitt eftir hádegi. It will be the first time since 2006 that the hosts have not opened the tournament after Fifa confirmed the match schedule for the group stage of the finals. https://t.co/JzZQQnvniQ— The42.ie (@The42_ie) April 2, 2022 Katar spilar ekki fyrsta leikinn kvöldið áður heldur á sama degi og aðrir leikir fyrsta keppnisdagsins fara fram. Leikur þeirra á móti Ekvador er á besta tíma fyrir heimamenn eða klukkan sjö um kvöldið. Hluti af ástæðunni er að heimsmeistaramótið mun bara taka 28 daga en það eru þrír færri dagar en vaninn er. Það þurfti að troða mótinu inn á þessum tíma og það verður því að nýta alla keppnisdagana eins vel og hægt er. Þessar tímasetningar leikjanna þýða líka að lokaleikurinn á hverjum degi í riðlakeppninni hefst klukkan tíu um kvöldið. The #FIFAWorldCup Match Schedule is now available Check it out — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) April 2, 2022
HM 2022 í Katar Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Inter - Bayern | Hve sterkt er þýska stálið? Í beinni: Real Madrid - Arsenal | Sýna meistararnir töfrana sem þarf? Viðar Örn að glíma við meiðsli Í beinni: Valur - FH | Stefna hátt með nýjum stjórnendum Í beinni: Víkingur - Þór/KA | Spennandi slagur í Víkinni Í beinni: Tindastóll - FHL | Sögulegur leikur á Króknum Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Sjá meira