HM í Katar byrjar tíu á mánudagsmorgni og gestgjafarnir fá ekki fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2022 10:30 Það verður að sjálfsögðu keppt um þennan bikar á HM í Katar seinna á þessu ári. EPA-EFE/LESZEK SZYMANSKI Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur nú gengið frá leiktímum heimsmeistaramótsins í Katar sem fer fram í nóvember og desember á þessu ári. Þar mun sambandið hætta með eina venju heimsmeistaramótsins. Það er löngu orðið ljóst að þetta heimsmeistaramót verður allt öðruvísi en síðustu mót enda nú haldið um miðjan vetur og inn á miðju tímabili í Evrópufótboltanum í stað þess að fara fram yfir sumartímann. Það sem kemur kannski einhverjum á óvart að FIFA hefur nú sett upp leikjadagskrá mótsins án þess að gefa gestgjöfum Katar fyrsta leikinn í mótinu. England to play before hosts Qatar on opening Monday as FIFA reveal shake up in match schedule #ThreeLions #Qatar2022 https://t.co/ZQr1BlKM0e— talkSPORT (@talkSPORT) April 2, 2022 Það átti að vera eins og vanalega. En til að gera hlutina enn óvenjulegri þá breytti FIFA uppstillingunni eftir að það var búið að draga í riðlana á föstudaginn. Gestgjafarnir hafa spilað fyrsta leikinn á síðustu heimsmeistaramótum en svo verður ekki að þessu sinni. Fyrsti leikur Katarbúa verður þriðji leikurinn á fyrsta keppnisdegi. Það verða því búnir tveir leikir áður en kemur af fyrsta leik heimamanna sem er á móti Ekvador. Fyrsti leikur keppninnar verður aftur á móti leikur Senegal og Hollands sem eru hin tvö liðin í riðli Katar. Enska landsliðið mun einnig spila sinn fyrsta leik, á móti Íran, áður en heimamenn mæta inn á völlinn. Í riðlakeppninni eru fjórir mögulegir leiktímar á hverjum degi og á íslenskum tíma munu leikirnir byrja klukkan tíu um morguninn, klukkan eitt eftir hádegi, klukkan fjögur eftir hádegi og klukkan sjö um kvöldið. Þetta þýðir að opnunarleikur heimsmeistaramótsins mun fara fram klukkan tíu á mánudagsmorgni að íslenskum tíma. Fyrir þá sem eru á staðartíma í Katar þá mun leikurinn aftur á móti hefjast klukkan eitt eftir hádegi. It will be the first time since 2006 that the hosts have not opened the tournament after Fifa confirmed the match schedule for the group stage of the finals. https://t.co/JzZQQnvniQ— The42.ie (@The42_ie) April 2, 2022 Katar spilar ekki fyrsta leikinn kvöldið áður heldur á sama degi og aðrir leikir fyrsta keppnisdagsins fara fram. Leikur þeirra á móti Ekvador er á besta tíma fyrir heimamenn eða klukkan sjö um kvöldið. Hluti af ástæðunni er að heimsmeistaramótið mun bara taka 28 daga en það eru þrír færri dagar en vaninn er. Það þurfti að troða mótinu inn á þessum tíma og það verður því að nýta alla keppnisdagana eins vel og hægt er. Þessar tímasetningar leikjanna þýða líka að lokaleikurinn á hverjum degi í riðlakeppninni hefst klukkan tíu um kvöldið. The #FIFAWorldCup Match Schedule is now available Check it out — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) April 2, 2022 HM 2022 í Katar Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Sjá meira
Það er löngu orðið ljóst að þetta heimsmeistaramót verður allt öðruvísi en síðustu mót enda nú haldið um miðjan vetur og inn á miðju tímabili í Evrópufótboltanum í stað þess að fara fram yfir sumartímann. Það sem kemur kannski einhverjum á óvart að FIFA hefur nú sett upp leikjadagskrá mótsins án þess að gefa gestgjöfum Katar fyrsta leikinn í mótinu. England to play before hosts Qatar on opening Monday as FIFA reveal shake up in match schedule #ThreeLions #Qatar2022 https://t.co/ZQr1BlKM0e— talkSPORT (@talkSPORT) April 2, 2022 Það átti að vera eins og vanalega. En til að gera hlutina enn óvenjulegri þá breytti FIFA uppstillingunni eftir að það var búið að draga í riðlana á föstudaginn. Gestgjafarnir hafa spilað fyrsta leikinn á síðustu heimsmeistaramótum en svo verður ekki að þessu sinni. Fyrsti leikur Katarbúa verður þriðji leikurinn á fyrsta keppnisdegi. Það verða því búnir tveir leikir áður en kemur af fyrsta leik heimamanna sem er á móti Ekvador. Fyrsti leikur keppninnar verður aftur á móti leikur Senegal og Hollands sem eru hin tvö liðin í riðli Katar. Enska landsliðið mun einnig spila sinn fyrsta leik, á móti Íran, áður en heimamenn mæta inn á völlinn. Í riðlakeppninni eru fjórir mögulegir leiktímar á hverjum degi og á íslenskum tíma munu leikirnir byrja klukkan tíu um morguninn, klukkan eitt eftir hádegi, klukkan fjögur eftir hádegi og klukkan sjö um kvöldið. Þetta þýðir að opnunarleikur heimsmeistaramótsins mun fara fram klukkan tíu á mánudagsmorgni að íslenskum tíma. Fyrir þá sem eru á staðartíma í Katar þá mun leikurinn aftur á móti hefjast klukkan eitt eftir hádegi. It will be the first time since 2006 that the hosts have not opened the tournament after Fifa confirmed the match schedule for the group stage of the finals. https://t.co/JzZQQnvniQ— The42.ie (@The42_ie) April 2, 2022 Katar spilar ekki fyrsta leikinn kvöldið áður heldur á sama degi og aðrir leikir fyrsta keppnisdagsins fara fram. Leikur þeirra á móti Ekvador er á besta tíma fyrir heimamenn eða klukkan sjö um kvöldið. Hluti af ástæðunni er að heimsmeistaramótið mun bara taka 28 daga en það eru þrír færri dagar en vaninn er. Það þurfti að troða mótinu inn á þessum tíma og það verður því að nýta alla keppnisdagana eins vel og hægt er. Þessar tímasetningar leikjanna þýða líka að lokaleikurinn á hverjum degi í riðlakeppninni hefst klukkan tíu um kvöldið. The #FIFAWorldCup Match Schedule is now available Check it out — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) April 2, 2022
HM 2022 í Katar Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Sjá meira