Innlent

Elín Pálma­dóttir er látin

Atli Ísleifsson skrifar
Elín Pálmadóttir starfaði á Morgunblaðinu um margra ára skeið.
Elín Pálmadóttir starfaði á Morgunblaðinu um margra ára skeið. Blaðamannafélagið

Elín Pálma­dótt­ir blaðamaður er lát­in, 95 ára að aldri. Hún hóf störf sem blaðamaður á Vikunni en var svo ráðin til starfa á Morgunblaðinu árið 1958 þar sem hún starfaði til 1997 þegar hún lét af störfum fyrir aldurs sakir.

Greint er frá andláti Elínar í Morgunblaðinu í dag, en Elín var handhafi blaðamannaskírteinis númer 1 þegar hún lést.

Áður en hún hóf störf sem blaðamaður hafði Elín lokið stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1947 og stundaði svo nám í ensku og frönsku bæði í Háskóla Íslands og síðar erlendis. Starfaði hún í utanríkisþjónustunni, meðal annars hjá Sameinuðu þjóðunum og í sendiráðinu í frönsku höfuðborginni París.

Um Elínu segir að hún hafi verið bæði kven­rétt­inda­kona og borg­ara­leg í sinni og tekið dygg­an þátt í flokks­starfi Sjálf­stæðis­flokks­ins. Hún hafi setið í í borg­ar­stjórn fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn á árunum 1970 til 1978, verið varaþingmaður á árunum 1978 til 1984, og stofnað og verið fyrsti formaður Um­hverf­is­málaráðs Reykja­vík­ur.

Elín skrifaði mikið um umhverfismál og var á meðal frumkvöðla að stofnun Bláfjalla­fólkvangs og Reykja­nes­fólkvangs.

Hún var heiðruð af öll­um helstu nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­um lands­ins árið 2004, hlaut heiðursviðkenn­ingu Blaðamanna­fé­lags­ins 1992, ridd­ara­kross fálka­orðunn­ar 1995 og var sæmd æðstu heiðursorðu Frakk­lands, Lé­gi­on d'honn­e­ur, árið 2015.

Eftir Elínu liggja einnig nokkrar bækur, meðan annars um Gerði Helgadóttur myndhöggvara og bókin Fransí biskví sem tilnefnd var til íslensku bókmennaraverðlaunanna árið 1990 og fjallaði um franska Íslandssjómenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×