Innlent

Boðar miklar breytingar á listamannalaunum

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Lilja vill skipta listamannalaunum upp í þrjá aldurshópa.
Lilja vill skipta listamannalaunum upp í þrjá aldurshópa. vísir/vilhelm

Menningar­mála­ráð­herra ætlar að gera miklar breytingar á öllu kerfi lista­manna­launa. Hún setur sig al­farið á móti nýju frum­varpi Sjálf­stæðis­manna og finnst mál­flutningur þeirra sorg­legur.

Frum­varp Sjálf­stæðis­mannanna snýst ein­fald­lega um að leggja niður heiðurs­laun lista­manna.

Þeir lögðu það fram síðasta föstu­dag. Menningar­mála­ráð­herra er ekki hrifinn af frum­varpinu.

„Ég hafna þessu frum­varpi Sjálf­stæðis­manna al­ger­lega. Ég verð nú að segja eins og er að fyrst hélt ég að þetta væri eitt­hvað apríl­gabb hjá þing­mönnunum þremur. En svo var ekki þegar ég fór á vef­síðu Al­þingis,“ segir Lilja Al­freðs­dóttir, menningar- og við­skipta­ráð­herra.

Sorglegar skoðanir

Í greinar­gerð frum­varpsins segir meðal annars að þing­mennirnir sjái ekki að sam­fé­lags­legur á­vinningur sé af slíku heiðurs­launa­kerfi.

„Ég verð nú bara að segja eins og er að mér finnst þetta sorg­legt að þessir þing­menn hafi slíkt í greinar­gerð. Lista­menn þeir skila sam­fé­laginu gríðar­legum á­bata og á­vinningi. Bæta líf okkar allra,“ segir Lilja.

Í dag eru tvö kerfi við lýði þar sem ríki launar lista­mönnum; al­menn lista­manna­laun og svo heiðurs­launin sem allt að 25 lista­menn geta verið með. Þau eru tryggð til ævi­loka.

Lilja segist vera í miðri vinnu við að breyta þessu kerfi al­ger­lega í sam­starfi við Banda­lag ís­lenskra lista­manna, Sam­tök um skapandi greinar, BHM og fleiri. Hún vill ekki fara ná­kvæm­lega út í breytingarnar sem þar er verið að teikna upp en segir þó að verið sé að horfa á að skipta lista­manna­launum upp í þrjá flokka eftir aldri.

„Við yrðum mögu­lega með flokk fyrir yngri lista­menn, 35 ára og yngri. Við værum svo með hefð­bundin starfs­laun og svo værum við með svona heldri manna lista­manna­laun þar sem þeir sem hafa fengið lista­manna­laun í langan tíma þeir færu á svona hálf­gerð eftir­laun,“ segir Lilja.

Hún býst við að kynna betur drög að frum­varpinu í síðasta lagi í byrjun næsta mánaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×