Bannaði þjálfaranum að velja Jón Dag Sindri Sverrisson skrifar 4. apríl 2022 13:01 Jón Dagur Þorsteinsson hefur spilað sinn síðasta leik fyrir AGF. Getty/Lars Ronbog „Ekki endirinn sem ég hefði kosið en skítt með það, svona er fótboltinn,“ skrifar Jón Dagur Þorsteinsson á Instagram en hann hefur leikið sinn síðasta leik fyrir danska knattspyrnufélagið AGF í Árósum. Íþróttastjóri AGF, gamli Liverpool-bakvörðurinn Stig Inge Björnebye, hefur tekið þá ákvörðun að Jón Dagur fái ekki að spila fleiri leiki fyrir liðið. Ástæðan er sú að Jón Dagur hefur ákveðið að söðla um og yfirgefa Danmörku í sumar. Þessi 23 ára landsliðsmaður kom til AGF frá Fulham sumarið 2019 en samningur hans við félagið rennur út í sumar og hann ákvað að gera ekki nýjan samning við AGF. Enn níu leikir eftir AGF á hins vegar enn eftir níu deildarleiki fram að sumarfríi sem hefst 22. maí. Liðið hefur þó að litlu að keppa og því taldi Björnebye heillavænlegast að Jón Dagur spilaði ekki meira en að aðrir leikmenn, sem yrðu áfram hjá félaginu, spiluðu í hans stað. Þjálfarinn David Nielsen fær engu um það ráðið og Jón Dagur lék því ekki í 0-0 jafntefli við Vejle í gær. „Þetta er ákvörðun félagsins og þar með ákvörðun sem ég hef tekið. Frá íþróttalegu sjónarmiði þá vildi David gjarnan hafa Jón með en þetta er pólitísk ákvörðun sem ég tók til að þróa félagið áfram,“ sagði Björnebye við bold.dk. „Ég taldi að í ljósi samningsstöðu Jóns þá hefði hann staðið í vegi fyrir yngri leikmönnum okkar á móti Vejle,“ sagði Björnebye. Kvaddi á Instagram Jón Dagur skrifaði svo kveðju á Instagram-síðu sína og undirstrikaði að komið væri að leiðarlokum. View this post on Instagram A post shared by Jo n D Þorsteinsson (@jondagur) „Þetta var nú meira ferðalagið, takk fyrir allt. Ekki endirinn sem ég hefði kosið en skítt með það, svona er fótboltinn. Það var ánægjulegt að spila fyrir ykkur. Stórkostlegir stuðningsmenn. Afsakið nokkur rugluð augnablik hahahaha. Gangi ykkur vel í framtíðinni.“ Danski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Sjá meira
Íþróttastjóri AGF, gamli Liverpool-bakvörðurinn Stig Inge Björnebye, hefur tekið þá ákvörðun að Jón Dagur fái ekki að spila fleiri leiki fyrir liðið. Ástæðan er sú að Jón Dagur hefur ákveðið að söðla um og yfirgefa Danmörku í sumar. Þessi 23 ára landsliðsmaður kom til AGF frá Fulham sumarið 2019 en samningur hans við félagið rennur út í sumar og hann ákvað að gera ekki nýjan samning við AGF. Enn níu leikir eftir AGF á hins vegar enn eftir níu deildarleiki fram að sumarfríi sem hefst 22. maí. Liðið hefur þó að litlu að keppa og því taldi Björnebye heillavænlegast að Jón Dagur spilaði ekki meira en að aðrir leikmenn, sem yrðu áfram hjá félaginu, spiluðu í hans stað. Þjálfarinn David Nielsen fær engu um það ráðið og Jón Dagur lék því ekki í 0-0 jafntefli við Vejle í gær. „Þetta er ákvörðun félagsins og þar með ákvörðun sem ég hef tekið. Frá íþróttalegu sjónarmiði þá vildi David gjarnan hafa Jón með en þetta er pólitísk ákvörðun sem ég tók til að þróa félagið áfram,“ sagði Björnebye við bold.dk. „Ég taldi að í ljósi samningsstöðu Jóns þá hefði hann staðið í vegi fyrir yngri leikmönnum okkar á móti Vejle,“ sagði Björnebye. Kvaddi á Instagram Jón Dagur skrifaði svo kveðju á Instagram-síðu sína og undirstrikaði að komið væri að leiðarlokum. View this post on Instagram A post shared by Jo n D Þorsteinsson (@jondagur) „Þetta var nú meira ferðalagið, takk fyrir allt. Ekki endirinn sem ég hefði kosið en skítt með það, svona er fótboltinn. Það var ánægjulegt að spila fyrir ykkur. Stórkostlegir stuðningsmenn. Afsakið nokkur rugluð augnablik hahahaha. Gangi ykkur vel í framtíðinni.“
Danski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Sjá meira