Klopp segir að illa hafi verið komið fram við kvennalið Liverpool Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. apríl 2022 23:30 Klopp er mjög ánægður að kvennalið Liverpool sé komið aftur upp í deild þeirra bestu. EPA-EFE/ANDREW YATES Jürgen Klopp, þjálfari karlaliðs Liverpool, hrósaði kvennaliði félagsins fyrir að vinna sér sæti í efstu deild. Hann segir þó góða ástæðu fyrir því að þetta sigursæla félag hafi fallið um deild, það var einfaldlega ekki komið nægilega vel fram við liðið. Segja má að knattspyrnulið Liverpool hafi átt góðu gengi að fagna, bæði í karla- og kvennaflokki, á leiktíðinni. Kvennaliðið er komið aftur í deild þeirra bestu eftir tveggja ára dvöl í B-deildinni. Eftir að verða Englandsmeistari 2013 og 2014 hefur Liverpool horft á önnur félög setja meira púður í kvennalið sín og taka yfir. Á sama tíma og Klopp stýrði sínu liðu til sigurs í ensku úrvalsdeildinni þá féll kvennalið félagsins niður í B-deild. Í kjölfarið voru eigendur félagsins gagnrýndir fyrir að setja ekki nægilega mikið fjármagn í kvennaliðið. Aðstaða liðsins var gagnrýnd en þeir æfðu ekki á sama stað og karlaliðið, þá var – Trenton Park, heimavöllur Tranmere Rovers, einnig gagnrýndur. Klopp ræddi þetta á blaðamannafundi í vikunni. Hann segist fylgjast eins vel með kvennaliðinu og hann geti en eðlilega fari tími hans mestmegnis hans eigið lið. Thank you, Jürgen pic.twitter.com/0cR8HtTudn— Liverpool FC Women (@LiverpoolFCW) April 4, 2022 Hann hafi þó vitað að stig um liðna helgi myndi tryggja liðinu sæti í deild þeirra bestu á næstu leiktíð og að hann hafi sent Matt Beard, þjálfara liðsins, skilaboð eftir 4-2 sigur helgarinnar. Einnig ræddi Klopp framkomu félagsins í garð kvennaliðsins. „Undanfarin ár hefur Liverpool ekki verið frægt fyrir að koma vel fram við kvennafótbolta. Það er ástæða fyrir að þær féllu í Championship-deildina. En nú eru þær komnar aftur upp og við þurfum að sjá til þess að við nýtm okkur það. Ég hef rætt við mikið af stelpunum undanfarna tvo til þrjá mánuði út af hinu og þessu. Þetta er frábært lið með góðan þjálfara og ég er mjög glaður fyrir þeirra hönd.“ The unbeaten run that has taken us to the title INC IBLE pic.twitter.com/bfrikkjAMa— Liverpool FC Women (@LiverpoolFCW) April 4, 2022 Svo virðist sem Liverpool stefni á að byggja á árangur ársins en Beard sagði eftir sigur helgarinnar að félagið sé með þriggja og fimm ára plön sem unnið verði að. Má reikna með að planið sé að félagið verði jafn sigursælt í kvennaflokki og það hefur verið í karlaflokki undanfarin ár. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Sjá meira
Segja má að knattspyrnulið Liverpool hafi átt góðu gengi að fagna, bæði í karla- og kvennaflokki, á leiktíðinni. Kvennaliðið er komið aftur í deild þeirra bestu eftir tveggja ára dvöl í B-deildinni. Eftir að verða Englandsmeistari 2013 og 2014 hefur Liverpool horft á önnur félög setja meira púður í kvennalið sín og taka yfir. Á sama tíma og Klopp stýrði sínu liðu til sigurs í ensku úrvalsdeildinni þá féll kvennalið félagsins niður í B-deild. Í kjölfarið voru eigendur félagsins gagnrýndir fyrir að setja ekki nægilega mikið fjármagn í kvennaliðið. Aðstaða liðsins var gagnrýnd en þeir æfðu ekki á sama stað og karlaliðið, þá var – Trenton Park, heimavöllur Tranmere Rovers, einnig gagnrýndur. Klopp ræddi þetta á blaðamannafundi í vikunni. Hann segist fylgjast eins vel með kvennaliðinu og hann geti en eðlilega fari tími hans mestmegnis hans eigið lið. Thank you, Jürgen pic.twitter.com/0cR8HtTudn— Liverpool FC Women (@LiverpoolFCW) April 4, 2022 Hann hafi þó vitað að stig um liðna helgi myndi tryggja liðinu sæti í deild þeirra bestu á næstu leiktíð og að hann hafi sent Matt Beard, þjálfara liðsins, skilaboð eftir 4-2 sigur helgarinnar. Einnig ræddi Klopp framkomu félagsins í garð kvennaliðsins. „Undanfarin ár hefur Liverpool ekki verið frægt fyrir að koma vel fram við kvennafótbolta. Það er ástæða fyrir að þær féllu í Championship-deildina. En nú eru þær komnar aftur upp og við þurfum að sjá til þess að við nýtm okkur það. Ég hef rætt við mikið af stelpunum undanfarna tvo til þrjá mánuði út af hinu og þessu. Þetta er frábært lið með góðan þjálfara og ég er mjög glaður fyrir þeirra hönd.“ The unbeaten run that has taken us to the title INC IBLE pic.twitter.com/bfrikkjAMa— Liverpool FC Women (@LiverpoolFCW) April 4, 2022 Svo virðist sem Liverpool stefni á að byggja á árangur ársins en Beard sagði eftir sigur helgarinnar að félagið sé með þriggja og fimm ára plön sem unnið verði að. Má reikna með að planið sé að félagið verði jafn sigursælt í kvennaflokki og það hefur verið í karlaflokki undanfarin ár.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Sjá meira