Grænar og ábyrgar fjárfestingar til framtíðar Sara Dögg Svanhildardóttir og Ásta Leonhards skrifa 5. apríl 2022 07:31 Garðabær hefur verið í örum vexti undanfarin ár svo eftir hefur verið tekið. Vexti sem hefur laðað að sér fjölbreytta flóru af nýjum íbúum, ungu fólki á öllum aldri og af ólíkri fjölskyldustærð og samsetningu. Ímynd Garðabæjar er að vera fjárhagslega sterkt og fjölskylduvænt bæjarfélag. Ímynd sem dýrmætt er að viðhalda og standa undir í þágu allra íbúa. Fjárhagsstaða bæjarsjóðs Garðabæjar er sterk, einkum þegar litið er til skuldahlutfalls bæjarins. Um það er ekki deilt. Bæjarfélagið er í örum vexti. Um það er heldur ekki deilt. Slagkraftur hefur verið settur í uppbyggingu innviða án þess þó að það hafi dugað til. Uppbygging innviða hefur ekki náð að fylgja eftir örri íbúafjölgun, einkum í nýjasta hverfi bæjarins, Urriðaholtinu sem er fyrsta vistvottaða hverfi Garðabæjar. Gleymum því heldur ekki að íbúafjölgun undangenginna ára hefur skilað sér í auknum tekjum bæjarfélagsins. Þegar er búið að áætla fyrir næsta kjörtímabil miklar fjárfestingar í innviðum Garðabæjar. Gert er ráð fyrir að bæjarsjóður Garðabæjar fjárfesti alls 15 ma.kr., í fjárhagsáætlun 2022 – 2025. Þar af verður 10 ma.kr. varið til nýbygginga í skólahúsnæði, annars vegar áframhaldandi uppbyggingu á Urriðaholtsskóla og hins vegar nýs leikskóla í sama hverfi auk 850 m.kr. til viðhalds skólahúsnæðis og lóða. Mikilvægt er að ráðist verði í allra fjárfestingar með upplýstri og gegnsærri nálgun og ákvarðanatöku. Við í Viðreisn, viljum að Garðabær verði leiðandi í grænum vexti, uppbyggingu innviða og annarra framkvæmda þar sem vistvænar framkvæmdir eru fjármagnaðar með grænni lántöku, þeirri hagstæðustu hverju sinni. Garðabær hefur alla burði til að verða fyrirmyndar bæjarfélag þegar kemur að sjálfbærni í efnahagslegum, samfélagslegum og umhverfislegum samhengi. Það er ákvörðun sem er allt að því sjálftekin. Ferskir vindar með Viðreisn Þegar eru blikur á lofti um að þessi áætlun dugi ekki til að sinna brýnustu verkefnunum sem nefndar hafa verið hér að ofan og því skiptir fjármögnun og forgangsröðun öllu máli. Við í Viðreisn viljum taka ábyrgð og horfa til þess hvernig við getum hraðað uppbyggingu samhliða því að viðhalda sterkri fjárhagsstöðu. Lykilatriðið hér eru fjármögnunarkjörin. Þess vegna viljum við horfa til grænna fjárfestinga. Taka stór skref og horfa til framtíðar með ábyrgri fjárfestingarleið og um leið gæta umhverfisvænna sjónarmiða sem eru samfélaginu okkar afar dýrmæt. Ein af mikilvægu aðgerðunum í þessu samhengi eru ábyrg kaup á vöru og þjónustu þar sem miklir eru fjármunir undir og því skiptir máli að haga innkaupum með faglegum og gagnsæjum hætti. Lög um opinber innkaup eru til þess fallin að styðja við hagkvæmustu innkaupin hverju sinni og eftir þeim ber sveitarfélögum að starfa í sínum innkaupum. Ábyrg og fagleg fjármálastjórn Við vitum að hægt er að spara umtalsverða fjármuni með því einu að beita miðlægri og upplýstri stýringu í innkaupum bæjarins eða allt að 2 milljarða króna á næstu fjórum árum miðað við lægstu mögulegu áætlun. Fjármuni sem munar verulega um. Samfélagsleg ábyrgð Garðabæjar er mikil. Gnótt er af landi í bæjarfélaginu, staða sem önnur bæjarfélög búa ekki við. Skortur á lóðaúthlutunum síðastliðinn áratug á höfuðborgarsvæðinu hefur leitt af sér hátt íbúðaverð og skort á íbúðum fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Bæjarfélagið okkar hefur alla burði að geta lagt sitt af mörkum við að sporna við frekari þróun í sömu átt með því hraða uppbyggingu bæjarfélagsins. Það gerum við á grænan hátt. Sú vegferð skilar sér í auknum ávinningi til allra Garðbæinga. Sara Dögg Svanhildardóttir oddviti Viðreisnar og bæjarfulltrúi í Garðabæ Ásta Leonhards viðskiptafræðingur og skipar 7. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Viðreisn Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Sjá meira
Garðabær hefur verið í örum vexti undanfarin ár svo eftir hefur verið tekið. Vexti sem hefur laðað að sér fjölbreytta flóru af nýjum íbúum, ungu fólki á öllum aldri og af ólíkri fjölskyldustærð og samsetningu. Ímynd Garðabæjar er að vera fjárhagslega sterkt og fjölskylduvænt bæjarfélag. Ímynd sem dýrmætt er að viðhalda og standa undir í þágu allra íbúa. Fjárhagsstaða bæjarsjóðs Garðabæjar er sterk, einkum þegar litið er til skuldahlutfalls bæjarins. Um það er ekki deilt. Bæjarfélagið er í örum vexti. Um það er heldur ekki deilt. Slagkraftur hefur verið settur í uppbyggingu innviða án þess þó að það hafi dugað til. Uppbygging innviða hefur ekki náð að fylgja eftir örri íbúafjölgun, einkum í nýjasta hverfi bæjarins, Urriðaholtinu sem er fyrsta vistvottaða hverfi Garðabæjar. Gleymum því heldur ekki að íbúafjölgun undangenginna ára hefur skilað sér í auknum tekjum bæjarfélagsins. Þegar er búið að áætla fyrir næsta kjörtímabil miklar fjárfestingar í innviðum Garðabæjar. Gert er ráð fyrir að bæjarsjóður Garðabæjar fjárfesti alls 15 ma.kr., í fjárhagsáætlun 2022 – 2025. Þar af verður 10 ma.kr. varið til nýbygginga í skólahúsnæði, annars vegar áframhaldandi uppbyggingu á Urriðaholtsskóla og hins vegar nýs leikskóla í sama hverfi auk 850 m.kr. til viðhalds skólahúsnæðis og lóða. Mikilvægt er að ráðist verði í allra fjárfestingar með upplýstri og gegnsærri nálgun og ákvarðanatöku. Við í Viðreisn, viljum að Garðabær verði leiðandi í grænum vexti, uppbyggingu innviða og annarra framkvæmda þar sem vistvænar framkvæmdir eru fjármagnaðar með grænni lántöku, þeirri hagstæðustu hverju sinni. Garðabær hefur alla burði til að verða fyrirmyndar bæjarfélag þegar kemur að sjálfbærni í efnahagslegum, samfélagslegum og umhverfislegum samhengi. Það er ákvörðun sem er allt að því sjálftekin. Ferskir vindar með Viðreisn Þegar eru blikur á lofti um að þessi áætlun dugi ekki til að sinna brýnustu verkefnunum sem nefndar hafa verið hér að ofan og því skiptir fjármögnun og forgangsröðun öllu máli. Við í Viðreisn viljum taka ábyrgð og horfa til þess hvernig við getum hraðað uppbyggingu samhliða því að viðhalda sterkri fjárhagsstöðu. Lykilatriðið hér eru fjármögnunarkjörin. Þess vegna viljum við horfa til grænna fjárfestinga. Taka stór skref og horfa til framtíðar með ábyrgri fjárfestingarleið og um leið gæta umhverfisvænna sjónarmiða sem eru samfélaginu okkar afar dýrmæt. Ein af mikilvægu aðgerðunum í þessu samhengi eru ábyrg kaup á vöru og þjónustu þar sem miklir eru fjármunir undir og því skiptir máli að haga innkaupum með faglegum og gagnsæjum hætti. Lög um opinber innkaup eru til þess fallin að styðja við hagkvæmustu innkaupin hverju sinni og eftir þeim ber sveitarfélögum að starfa í sínum innkaupum. Ábyrg og fagleg fjármálastjórn Við vitum að hægt er að spara umtalsverða fjármuni með því einu að beita miðlægri og upplýstri stýringu í innkaupum bæjarins eða allt að 2 milljarða króna á næstu fjórum árum miðað við lægstu mögulegu áætlun. Fjármuni sem munar verulega um. Samfélagsleg ábyrgð Garðabæjar er mikil. Gnótt er af landi í bæjarfélaginu, staða sem önnur bæjarfélög búa ekki við. Skortur á lóðaúthlutunum síðastliðinn áratug á höfuðborgarsvæðinu hefur leitt af sér hátt íbúðaverð og skort á íbúðum fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Bæjarfélagið okkar hefur alla burði að geta lagt sitt af mörkum við að sporna við frekari þróun í sömu átt með því hraða uppbyggingu bæjarfélagsins. Það gerum við á grænan hátt. Sú vegferð skilar sér í auknum ávinningi til allra Garðbæinga. Sara Dögg Svanhildardóttir oddviti Viðreisnar og bæjarfulltrúi í Garðabæ Ásta Leonhards viðskiptafræðingur og skipar 7. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar