Stórleikurinn á Ítalíu gerði útslagið: „Hann var mjög hrifinn af mér eftir það“ Sindri Sverrisson skrifar 6. apríl 2022 13:31 Elvar Már Friðriksson og félagar í íslenska landsliðinu unnu Ítalíu á heimavelli og Elvar skoraði svo 30 stig í útileiknum í Bologna þar sem verðandi vinnuveitandi fylgdist með. vísir/bára Landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson heldur áfram að taka skref upp á við á sínum ferli og tekst nú á við sína stærstu áskorun til þessa eftir að hafa samið við eitt af betri körfuknattleiksliðum Ítalíu. Elvar, sem er 27 ára gamall, var á sunnudag kynntur sem nýr leikmaður ítalska félagsins Tortona frá samnefndum bæ. Liðið er í 6. sæti deildarinnar, í harðri baráttu um að tryggja sig inn í átta liða úrslitakeppnina nú þegar sex umferðir eru eftir. Baráttu sem Elvar mun nú taka þátt í. Marco Ramondino, þjálfari Tortona, var á meðal áhorfenda í Bologna í lok febrúar þegar Elvar átti sannkallaðan stórleik og skoraði 30 stig í naumu tapi gegn ítalska landsliðinu í undankeppni HM. Ramondino þurfti ekki frekari sannfæringu og tryggði sér krafta Elvars frá belgíska félaginu Antwerp. „Þetta gerðist mjög hratt“ „Þjálfarinn var byrjaður að fylgjast með mér eitthvað í fyrra, hafði fylgst með mér áfram í ár og kom svo á landsleikinn í Bologna til að horfa á mig. Hann var mjög hrifinn af mér eftir það og ætlaði klárlega að reyna að ná mér fyrir næstu leiktíð. Svo sá hann tækifæri núna til að geta bætt mér við strax og vildi gera það,“ sagði Elvar. „Þetta gerðist mjög hratt. Ég var með Antwerp í síðustu viku að undirbúa mig fyrir leik og spilaði meira að segja með liðinu á laugardaginn, og svo á sunnudeginum þurfti ég að fljúga út því Antwerp og Tortona höfðu komist að samkomulagi um að kaupa samninginn minn upp. Ég sá gott tækifæri til að taka skref upp á við og flaug á sunnudaginn, fór í gegnum læknisskoðun og tók tvær æfingar í gær, svo þetta er allt búið að gerast frekar hratt. Miklar breytingar á skömmum tíma,“ sagði Njarðvíkingurinn. View this post on Instagram A post shared by (@derthonabasket) Eftir misheppnaða fyrstu dvöl í atvinnumennsku, hjá franska félaginu Denain Voltaire, hefur atvinnumennskan gengið eins og í sögu hjá Elvari á síðustu árum. Blómstrað á hverjum stað síðustu ár Hann hefur náð því að vera stoðsendingahæstur í Svíþjóð, Litháen og nú síðast Belgíu, og var auk þess til að mynda valinn verðmætasti leikmaðurinn í litáensku deildinni í fyrra. Nú er komið að enn einu skrefinu upp á við: „Þetta er ein af toppdeildunum í Evrópu. Það að fá samning áfram út næstu leiktíð fékk mig líka til að taka þessa ákvörðun. Það eru 5-6 leikir eftir núna og svo úrslitakeppnin en ég veit ekki hversu mikið ég fæ að spila í ár. Það eru leyfðir sex útlendingar en ég er sá sjöundi sem bætist við svo við verðum að sjá til. Það er alla vega gott að komast inn í hlutina og vera búinn að aðlagast fyrir næstu leiktíð.“ Elvar Már Friðriksson verður vonandi í eldlínunni með íslenska landsliðinu í sumar í undankeppni HM, gegn Hollandi en sennilega ekki Rússlandi vegna stríðsins í Úkraínu.vísir/bára „Ég byrjaði atvinnumannaferilinn ekkert svakalega vel og skipti um umboðsmann. Hann kom mér ár eftir ár í góða aðstöðu til að fá að blómstra og þannig hefur maður öðlast sjálfstraust og lært inn á hvernig hlutirnir virka í Evrópuboltanum. Þar af leiðandi hefur maður tekið framförum, skref fyrir skref, og núna tek ég stórt skref fram á við og vonandi heldur þetta svona áfram. Á þessu stigi held ég að samkeppnin sé alltaf gríðarlega hörð. Ég vildi fá að taka þetta skref til að þroskast sem leikmaður, í þessum aðstæðum þar sem ég verð í mikilli samkeppni og þarf virkilega að vinna fyrir hverri einustu mínútu,“ segir Elvar. Stefnan sett á Evrópukeppni Hann er rétt að byrja að koma sér fyrir en segir Tortona rólegan og vinalegan bæ. Fjölskylda hans er væntanleg í næstu viku en Elvar einbeitir sér að því að láta til sín taka á nýjum vígstöðvum: „Liðið sjálft er búið að vera mjög flott í vetur og fór í úrslitaleik bikarsins á móti Milan. Árangurinn hefur verið svolítið framar vonum en stefnan er sett hátt næstu ár, í Evrópukeppnir og slíkt, og samkeppnin hérna er mjög hörð. Ég get vonandi farið í úrslitakeppni með þeim og gert einhvern usla þar.“ Körfubolti Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Elvar, sem er 27 ára gamall, var á sunnudag kynntur sem nýr leikmaður ítalska félagsins Tortona frá samnefndum bæ. Liðið er í 6. sæti deildarinnar, í harðri baráttu um að tryggja sig inn í átta liða úrslitakeppnina nú þegar sex umferðir eru eftir. Baráttu sem Elvar mun nú taka þátt í. Marco Ramondino, þjálfari Tortona, var á meðal áhorfenda í Bologna í lok febrúar þegar Elvar átti sannkallaðan stórleik og skoraði 30 stig í naumu tapi gegn ítalska landsliðinu í undankeppni HM. Ramondino þurfti ekki frekari sannfæringu og tryggði sér krafta Elvars frá belgíska félaginu Antwerp. „Þetta gerðist mjög hratt“ „Þjálfarinn var byrjaður að fylgjast með mér eitthvað í fyrra, hafði fylgst með mér áfram í ár og kom svo á landsleikinn í Bologna til að horfa á mig. Hann var mjög hrifinn af mér eftir það og ætlaði klárlega að reyna að ná mér fyrir næstu leiktíð. Svo sá hann tækifæri núna til að geta bætt mér við strax og vildi gera það,“ sagði Elvar. „Þetta gerðist mjög hratt. Ég var með Antwerp í síðustu viku að undirbúa mig fyrir leik og spilaði meira að segja með liðinu á laugardaginn, og svo á sunnudeginum þurfti ég að fljúga út því Antwerp og Tortona höfðu komist að samkomulagi um að kaupa samninginn minn upp. Ég sá gott tækifæri til að taka skref upp á við og flaug á sunnudaginn, fór í gegnum læknisskoðun og tók tvær æfingar í gær, svo þetta er allt búið að gerast frekar hratt. Miklar breytingar á skömmum tíma,“ sagði Njarðvíkingurinn. View this post on Instagram A post shared by (@derthonabasket) Eftir misheppnaða fyrstu dvöl í atvinnumennsku, hjá franska félaginu Denain Voltaire, hefur atvinnumennskan gengið eins og í sögu hjá Elvari á síðustu árum. Blómstrað á hverjum stað síðustu ár Hann hefur náð því að vera stoðsendingahæstur í Svíþjóð, Litháen og nú síðast Belgíu, og var auk þess til að mynda valinn verðmætasti leikmaðurinn í litáensku deildinni í fyrra. Nú er komið að enn einu skrefinu upp á við: „Þetta er ein af toppdeildunum í Evrópu. Það að fá samning áfram út næstu leiktíð fékk mig líka til að taka þessa ákvörðun. Það eru 5-6 leikir eftir núna og svo úrslitakeppnin en ég veit ekki hversu mikið ég fæ að spila í ár. Það eru leyfðir sex útlendingar en ég er sá sjöundi sem bætist við svo við verðum að sjá til. Það er alla vega gott að komast inn í hlutina og vera búinn að aðlagast fyrir næstu leiktíð.“ Elvar Már Friðriksson verður vonandi í eldlínunni með íslenska landsliðinu í sumar í undankeppni HM, gegn Hollandi en sennilega ekki Rússlandi vegna stríðsins í Úkraínu.vísir/bára „Ég byrjaði atvinnumannaferilinn ekkert svakalega vel og skipti um umboðsmann. Hann kom mér ár eftir ár í góða aðstöðu til að fá að blómstra og þannig hefur maður öðlast sjálfstraust og lært inn á hvernig hlutirnir virka í Evrópuboltanum. Þar af leiðandi hefur maður tekið framförum, skref fyrir skref, og núna tek ég stórt skref fram á við og vonandi heldur þetta svona áfram. Á þessu stigi held ég að samkeppnin sé alltaf gríðarlega hörð. Ég vildi fá að taka þetta skref til að þroskast sem leikmaður, í þessum aðstæðum þar sem ég verð í mikilli samkeppni og þarf virkilega að vinna fyrir hverri einustu mínútu,“ segir Elvar. Stefnan sett á Evrópukeppni Hann er rétt að byrja að koma sér fyrir en segir Tortona rólegan og vinalegan bæ. Fjölskylda hans er væntanleg í næstu viku en Elvar einbeitir sér að því að láta til sín taka á nýjum vígstöðvum: „Liðið sjálft er búið að vera mjög flott í vetur og fór í úrslitaleik bikarsins á móti Milan. Árangurinn hefur verið svolítið framar vonum en stefnan er sett hátt næstu ár, í Evrópukeppnir og slíkt, og samkeppnin hérna er mjög hörð. Ég get vonandi farið í úrslitakeppni með þeim og gert einhvern usla þar.“
Körfubolti Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti