Innlent

Níu ára fréttamaður tók bæjarstjórann í viðtal

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Friðrika og Inga Bríet á Barnamenningarhátíð.
Friðrika og Inga Bríet á Barnamenningarhátíð. elísabet inga

Barnamenningarhátíð hófst víða um land í dag þar sem fjölbreyttri menningu barna er fagnað. Hátíðin nær hámarki á laugardag með tónleikum og danspartýi.

Við erum stödd á Barnamenningarhátíðinni í Kópavogi og af því tilefni ætlar Inga Bríet, ungur fréttamaður á vera með þessa frétt.

„Við skulum kíkja á börnin á barnamenningarhátíðinni,“ sagði Inga Bríet Valberg, níu ára.

Í Kópavogi hófst hátíðin með opnun á verkum 120 leikskólabarna en bæjarstjóri Kópavogs opnaði sýninguna svona.

Sýningin byggir á ævintýrum og sköpuðu börnin sínar eigin ævintýrapersónur.

Hvað heitir ævintýrapersónan þín? 

„Svampur Sveinsson. Hún flýgur,“ sagði Svanhvít Marín Róbertsdóttir.

Hvað heitir ævintýrapersónan þín? 

„Það er kall með njósnatré,“ sagði Unnsteinn Kári Vignisson.

Lína í uppáhaldi

Hér er fullt af ævintýrapersónum, átt þú þína uppáhalds? 

„Ég man ég hélt rosalega mikið upp á Línu Langsokk, hún er svo skemmtileg og ótrúleg manneskja,“ sagði Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.

Ástæðan fyrir því að Ármann heldur sérstaklega upp á Línu er sú að hún er með sterkan persónuleika.

Eitt að lokum er gaman að vera bæjarstjóri? 

„Já það er mjög gaman. Það er svo fjölbreytt og skemmtilegt starf.“

Þá verða smásögur eftir börn úr fimmta bekk gefnar út í vikunni og eru til sýnis á bókasafni Kópavogs. Friðrika Eik skrifaði sögu um Mikael og töfraklakann, en heyra má brot úr sögunni í spilaranum að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×