Birti vændisauglýsingu í nafni fyrrverandi sambýliskonu og hótaði henni lífláti Fanndís Birna Logadóttir skrifar 6. apríl 2022 10:34 Maðurinn stofnaði meðal annars Facebook aðgang í nafni konunnar og dreifði þar vændisauglýsingu í hennar nafni. Getty Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfelldar ærumeiðingar og hótanir í garð fyrrverandi sambýliskonu sinna. Maðurinn útbjó og birti meðal annars vændisauglýsingar í nafni konunnar, þar sem símanúmer og heimilisfang hennar kom fram, auk þess sem hann hótaði henni lífláti og að hann myndi eyðileggja líf hennar. Dómur féll í Héraðsdómi Reykjaness í gær en maðurinn var ákærður í tveimur liðum. Í þeim fyrsta var hann ákærður fyrir stórfelldar ærumeiðingar með því að hafa á tímabilinu nóvember 2019 til desember 2020 útbúið, birt og dreift Facebook aðgang og vændisauglýsingu í nafni konunnar. Var það gert í heimildarleysi og gegn vilja konunnar en í auglýsingunni kom fram mynd af henni, nafn, símanúmer og heimilisfang hennar. Að því er kemur fram í dómi héraðsdóms var þessi háttsæmi móðgandi og smánandi fyrir konuna. Mundu það. ÉG KEM. Ítrekaðar hótanir í skilaboðum og símtölum Í seinni liðnum er fjallað um hótanir mannsins í garð konunnar á sama tímabili þar sem hann hótaði henni meðal annars ítrekað lífláti og að eyðileggja líf hennar og var sú háttsemi fallin til að valda konunni ótta um líf, heilbrigði og velferð sína. Í ákærunni er vísað til skilaboða mannsins til konunnar þar sem hann sagði meðal annars að mynd af henni yrði dreift víða til vændis, uppnefndi hana þjóf, og sagði að hún „fengi það sem hún ætti skilið.“ Einnig var vísað til símtala mannsins við konuna þann 8. desember 2020 þar sem hann lét eftirfarandi ummæli falla: „Þú mátt alveg búast við mér í heimsókn. Það stoppar mig ekkert þegar ég fer í ham. Ég næ þér hafðu engar áhyggjur.“ „...Njóttu þess sem þú átt eftir. Ég mun njóta mín alveg í botn, þegar ég hitti þig. Mundu það. ÉG KEM.“ „Ég er búinn að heita mér því að ég mun ekki una mér hvíldar fyrr en ég er búinn að negla þig. Mundu það. Mundu þessi orð.” „Láttu þér ekki dreyma um að þú haldir jólin. Mundu það. Mundu þessi orð. Þú skalt ekki láta þig dreyma um það og hvað þá áramótin.” Játaði skýlaust Maðurinn játaði skýlaust fyrir dómi og var það því tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu eftir að saksóknari og verjandi mannsins hafði verið gefinn kostur að tjá sig.Þar sem maðurinn hafði ekki áður sætt refsingu var ákveðið að fresta fullnustu refsingarinnar í tvö ár. Engan sakarkostnað leiddi af málinu. Dómsmál Reykjanesbær Vændi Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Dómur féll í Héraðsdómi Reykjaness í gær en maðurinn var ákærður í tveimur liðum. Í þeim fyrsta var hann ákærður fyrir stórfelldar ærumeiðingar með því að hafa á tímabilinu nóvember 2019 til desember 2020 útbúið, birt og dreift Facebook aðgang og vændisauglýsingu í nafni konunnar. Var það gert í heimildarleysi og gegn vilja konunnar en í auglýsingunni kom fram mynd af henni, nafn, símanúmer og heimilisfang hennar. Að því er kemur fram í dómi héraðsdóms var þessi háttsæmi móðgandi og smánandi fyrir konuna. Mundu það. ÉG KEM. Ítrekaðar hótanir í skilaboðum og símtölum Í seinni liðnum er fjallað um hótanir mannsins í garð konunnar á sama tímabili þar sem hann hótaði henni meðal annars ítrekað lífláti og að eyðileggja líf hennar og var sú háttsemi fallin til að valda konunni ótta um líf, heilbrigði og velferð sína. Í ákærunni er vísað til skilaboða mannsins til konunnar þar sem hann sagði meðal annars að mynd af henni yrði dreift víða til vændis, uppnefndi hana þjóf, og sagði að hún „fengi það sem hún ætti skilið.“ Einnig var vísað til símtala mannsins við konuna þann 8. desember 2020 þar sem hann lét eftirfarandi ummæli falla: „Þú mátt alveg búast við mér í heimsókn. Það stoppar mig ekkert þegar ég fer í ham. Ég næ þér hafðu engar áhyggjur.“ „...Njóttu þess sem þú átt eftir. Ég mun njóta mín alveg í botn, þegar ég hitti þig. Mundu það. ÉG KEM.“ „Ég er búinn að heita mér því að ég mun ekki una mér hvíldar fyrr en ég er búinn að negla þig. Mundu það. Mundu þessi orð.” „Láttu þér ekki dreyma um að þú haldir jólin. Mundu það. Mundu þessi orð. Þú skalt ekki láta þig dreyma um það og hvað þá áramótin.” Játaði skýlaust Maðurinn játaði skýlaust fyrir dómi og var það því tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu eftir að saksóknari og verjandi mannsins hafði verið gefinn kostur að tjá sig.Þar sem maðurinn hafði ekki áður sætt refsingu var ákveðið að fresta fullnustu refsingarinnar í tvö ár. Engan sakarkostnað leiddi af málinu.
Dómsmál Reykjanesbær Vændi Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira