Viðreisn hefur ekki áhyggjur Snorri Másson skrifar 6. apríl 2022 12:04 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Oddviti Viðreisnar í Reykjavík kveðst ekki hafa áhyggjur af löku gengi flokksins í könnun Maskínu fyrir fréttastofu í gær. Öllu heldur sé þetta hvatning til að spila góða sókn í kosningabaráttunni fram undan. Meirihlutinn í Reykjavík er fallinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Við síðustu sveitarstjórnarkosningar féll meirihluti Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna - en reisti sig við með Viðreisn. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar, segir flokkinn skýran með að hann gangi óbundinn til kosninga. „Það hefur gengið mjög vel hjá þessum meirihluta og eins og ég hef sagt áður, ef meirihlutinn heldur er ekki óeðlilegt og kurteisi að byrja að tala saman. En við göngum alveg frjáls og getum unnið bæði til hægri og vinstri - sem við höfum líka gert allt þetta kjörtímabil,“ segir Þórdís Lóa. Síðast náði Viðreisn tveimur fulltrúum inn en nú mælist aðeins oddvitinn inni - á grundvelli 5,7% fylgis. Fylgið mældist 8,6% í mars. Þórdís Lóa segir kosningabarátttuna rétt hafna, og að fylgið sé greinilega á töluverðri hreyfingu. „Svo man ég líka eftir því að vorið 2018 mældumst við með fjögur prósent fylgi á svipuðum tíma en enduðum í tæpum níu. Þannig að þetta er bara sókn fram undan og er bara ágætis áminning um að bretta upp ermar. Ég hef nú trú á að þetta verði mikið fjör. Fljótlega eftir páska fer kosningabaráttan af stað,“ segir Þórdís Lóa. Framsókn er í sókn og mælist með þrjá menn inni. „Ég held að við getum unnið með öllum. Framsókn var með okkur í síðustu kosningabaráttu og það fór vel á með okkur. Mér finnst gaman að sjá að Framsókn er í sókn, það er ekkert óeðlilegt við það. Við eigum hins vegar eftir að sjá hver stefnumálin verða hjá þeim flokki eins og öðrum,“ segir Þórdís Lóa. Rætt var við borgarstjóra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og sýnt frá niðurstöðum skoðanakönnunarinnar: Framsóknarflokkurinn er á miklu flugi og fengi 14 prósent atkvæða nú en Viðreisn tapar 2,5 prósentustigum frá kosningum og fengi 5,7 prósent. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn bæti sig frá síðustu könnun er hann töluvert frá síðustu kosningaúrslitum og fengi 25,5 prósent nú. Flokkur fólksins mælist með 3,8 prósent en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig og mælist nú með 8,4 prósent. Miðflokkurinn er vart mælanlegur með 0,6 prósent og Píratar eru enn yfir kjörfylgi með 11,4 prósent. Samfylkingin sækir á frá síðustu könnun og mælist nú með sama fylgi og íkosningunum 2018 og Vinstri græn eru einnig á svipuðum slóðum og kosningunum 2018 með 4,4 prósent. Ef þetta yrðu úrslitin í maí vantaði núverandi meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar einn borgarfulltrúa til að geta endurnýjað meirihluta sinn. Þeir fengju samanlagt 11 borgarfulltrúa af 23 og núverandi minnihluta flokkar tólf fulltrúa. Viðreisn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Meirihlutinn í Reykjavík er fallinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Við síðustu sveitarstjórnarkosningar féll meirihluti Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna - en reisti sig við með Viðreisn. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar, segir flokkinn skýran með að hann gangi óbundinn til kosninga. „Það hefur gengið mjög vel hjá þessum meirihluta og eins og ég hef sagt áður, ef meirihlutinn heldur er ekki óeðlilegt og kurteisi að byrja að tala saman. En við göngum alveg frjáls og getum unnið bæði til hægri og vinstri - sem við höfum líka gert allt þetta kjörtímabil,“ segir Þórdís Lóa. Síðast náði Viðreisn tveimur fulltrúum inn en nú mælist aðeins oddvitinn inni - á grundvelli 5,7% fylgis. Fylgið mældist 8,6% í mars. Þórdís Lóa segir kosningabarátttuna rétt hafna, og að fylgið sé greinilega á töluverðri hreyfingu. „Svo man ég líka eftir því að vorið 2018 mældumst við með fjögur prósent fylgi á svipuðum tíma en enduðum í tæpum níu. Þannig að þetta er bara sókn fram undan og er bara ágætis áminning um að bretta upp ermar. Ég hef nú trú á að þetta verði mikið fjör. Fljótlega eftir páska fer kosningabaráttan af stað,“ segir Þórdís Lóa. Framsókn er í sókn og mælist með þrjá menn inni. „Ég held að við getum unnið með öllum. Framsókn var með okkur í síðustu kosningabaráttu og það fór vel á með okkur. Mér finnst gaman að sjá að Framsókn er í sókn, það er ekkert óeðlilegt við það. Við eigum hins vegar eftir að sjá hver stefnumálin verða hjá þeim flokki eins og öðrum,“ segir Þórdís Lóa. Rætt var við borgarstjóra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og sýnt frá niðurstöðum skoðanakönnunarinnar: Framsóknarflokkurinn er á miklu flugi og fengi 14 prósent atkvæða nú en Viðreisn tapar 2,5 prósentustigum frá kosningum og fengi 5,7 prósent. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn bæti sig frá síðustu könnun er hann töluvert frá síðustu kosningaúrslitum og fengi 25,5 prósent nú. Flokkur fólksins mælist með 3,8 prósent en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig og mælist nú með 8,4 prósent. Miðflokkurinn er vart mælanlegur með 0,6 prósent og Píratar eru enn yfir kjörfylgi með 11,4 prósent. Samfylkingin sækir á frá síðustu könnun og mælist nú með sama fylgi og íkosningunum 2018 og Vinstri græn eru einnig á svipuðum slóðum og kosningunum 2018 með 4,4 prósent. Ef þetta yrðu úrslitin í maí vantaði núverandi meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar einn borgarfulltrúa til að geta endurnýjað meirihluta sinn. Þeir fengju samanlagt 11 borgarfulltrúa af 23 og núverandi minnihluta flokkar tólf fulltrúa.
Viðreisn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira