„Þegar það er tekið frá þeim er ekkert annað í stöðunni en að taka þátt í baráttunni“ Sindri Sverrisson skrifar 7. apríl 2022 08:31 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir krýpur á hné ásamt liðsfélögum sínum í Orlando Pride á meðan að þjóðsöngur Bandaríkjanna ómar, fyrir leik gegn Washington Spirit 19. mars. Landsliðskonunni Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur rann blóðið til skyldunnar að taka þátt í baráttunni gegn nýsamþykktri lagasetningu í Flórída sem gagnrýnendur hafa kallað „Don‘t say gay“. Nýju lögin fela meðal annars í sér að foreldrum sé gert kleift að höfða mál á hendur skólastjórnendum ef fjallað er um samkynhneigð í kennslu 5 til 11 ára barna. Joe Biden Bandaríkjaforseti er meðal þeirra sem gagnrýndu frumvarpið. Gunnhildur Yrsa og liðsfélagar hennar í liði Orlando Pride hafa einnig tekið þátt í að berjast gegn ákvörðun stjórnvalda í Flórída. Gunnhildur, sem er sjálf samkynhneigð og í sambandi með markverði Pride, Erin McLeod, segist munu halda þeirri baráttu áfram þar til að hún skili árangri. View this post on Instagram A post shared by Gunny Jonsdottir (@gunnhilduryrsa) „Það hvernig þetta er í Flórída finnst mér bara vera mannréttindabrot. Ég mun alltaf taka þátt í baráttunni fyrir því að allir fái að lifa sínu lífi eins og þeir vilja, til að vera hamingjusamir. Þegar það er tekið frá þeim er ekkert annað í stöðunni en að taka þátt í baráttunni,“ sagði Gunnhildur á blaðamannafundi í Belgrad í gær, fyrir landsleik Íslands við Hvíta-Rússland sem fram fer í dag. Leikmenn Orlando Pride mættu til að mynda í bolum með áletruninni GAY í leik gegn North Carolina Courage í síðasta mánuði, og sendu frá sér yfirlýsingu ásamt karlaliðinu Orlando City þar sem frumvarpinu var mótmælt. Arrived. With a purpose. #AdAstra pic.twitter.com/1rjXvdq2eU— Orlando Pride (@ORLPride) March 26, 2022 „Við erum með ákveðið „platform“ til að geta sagt okkar skoðun og ég vil nota það til að tala um það sem ég hef trú á. Ég trúi því að allir eigi að fá að lifa sínu lífi og það er ekki þannig í Flórída. Ég mun taka þátt í þeirri baráttu þangað til ég get það ekki lengur, eða þar til að eitthvað er breytt, því þetta ástand er því miður ekki í lagi,“ sagði Gunnhildur. Orlando Pride hefur lengi tengst baráttunni fyrir réttindum LGBTQ+ fólks og á heimaleikvangi liðsins eru 49 regnbogalituð sæti til að heiðra minningu þeirra sem létust í skotárás á Pulse-skemmtistaðnum árið 2016. „Það er gaman að spila fyrir lið sem stendur fyrir ákveðna hluti eins og þessa. Orlando Pride hefur alltaf verið mjög mikið í baráttunni í þeim málum sem eru í gangi í heiminum og mér finnst mjög gaman að taka þátt í því. Þetta snýst um meira en fótboltann. Við getum gefið fólki rödd sem að getur ekki notað sína rödd,“ sagði Gunnhildur sem mun leiða íslenska landsliðið inn á völlinn í Belgrad sem fyrirliði í dag klukkan 16. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Bandaríkin Hinsegin Íslendingar erlendis Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Sjá meira
Nýju lögin fela meðal annars í sér að foreldrum sé gert kleift að höfða mál á hendur skólastjórnendum ef fjallað er um samkynhneigð í kennslu 5 til 11 ára barna. Joe Biden Bandaríkjaforseti er meðal þeirra sem gagnrýndu frumvarpið. Gunnhildur Yrsa og liðsfélagar hennar í liði Orlando Pride hafa einnig tekið þátt í að berjast gegn ákvörðun stjórnvalda í Flórída. Gunnhildur, sem er sjálf samkynhneigð og í sambandi með markverði Pride, Erin McLeod, segist munu halda þeirri baráttu áfram þar til að hún skili árangri. View this post on Instagram A post shared by Gunny Jonsdottir (@gunnhilduryrsa) „Það hvernig þetta er í Flórída finnst mér bara vera mannréttindabrot. Ég mun alltaf taka þátt í baráttunni fyrir því að allir fái að lifa sínu lífi eins og þeir vilja, til að vera hamingjusamir. Þegar það er tekið frá þeim er ekkert annað í stöðunni en að taka þátt í baráttunni,“ sagði Gunnhildur á blaðamannafundi í Belgrad í gær, fyrir landsleik Íslands við Hvíta-Rússland sem fram fer í dag. Leikmenn Orlando Pride mættu til að mynda í bolum með áletruninni GAY í leik gegn North Carolina Courage í síðasta mánuði, og sendu frá sér yfirlýsingu ásamt karlaliðinu Orlando City þar sem frumvarpinu var mótmælt. Arrived. With a purpose. #AdAstra pic.twitter.com/1rjXvdq2eU— Orlando Pride (@ORLPride) March 26, 2022 „Við erum með ákveðið „platform“ til að geta sagt okkar skoðun og ég vil nota það til að tala um það sem ég hef trú á. Ég trúi því að allir eigi að fá að lifa sínu lífi og það er ekki þannig í Flórída. Ég mun taka þátt í þeirri baráttu þangað til ég get það ekki lengur, eða þar til að eitthvað er breytt, því þetta ástand er því miður ekki í lagi,“ sagði Gunnhildur. Orlando Pride hefur lengi tengst baráttunni fyrir réttindum LGBTQ+ fólks og á heimaleikvangi liðsins eru 49 regnbogalituð sæti til að heiðra minningu þeirra sem létust í skotárás á Pulse-skemmtistaðnum árið 2016. „Það er gaman að spila fyrir lið sem stendur fyrir ákveðna hluti eins og þessa. Orlando Pride hefur alltaf verið mjög mikið í baráttunni í þeim málum sem eru í gangi í heiminum og mér finnst mjög gaman að taka þátt í því. Þetta snýst um meira en fótboltann. Við getum gefið fólki rödd sem að getur ekki notað sína rödd,“ sagði Gunnhildur sem mun leiða íslenska landsliðið inn á völlinn í Belgrad sem fyrirliði í dag klukkan 16.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Bandaríkin Hinsegin Íslendingar erlendis Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti