Umfjöllun og viðtöl: Haukar – Valur 72-70 | Haukakonur einum sigri frá úrslitum Hjörvar Ólafsson skrifar 7. apríl 2022 20:32 Haukar þurfa nú aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér sæti í úrslitum. Vísir/Bára Haukar unnu nauman tveggja stiga sigur gegn Valskonum í öðrum leik liðanna í undanúrslitaeinvígi Subway-deildar kvenna í kvöld. Haukar leiða því einvígið 2-0 og eru einum sigri frá úrslitum. Það má í raun segja að um ræða sömu uppskrift og niðurstöðu fyrstu rimmu liðanna í einvíginu. Aftur var jafnræði með liðunum og Haukar fóru með tveggja stiga sigur af hólmi. Valur byrjaði leikinn betur og hafði tíu stiga forskot þegar fyrsta leikhluta lauk. Haukar settu hins vegar upp þriggja sitga skotsýningu með Sólrúnu Ingu Gísladóttur fremsta í flokki í öðrum leikhluta og í hálfleik voru heimakonur tveimur stigum yfir. Jafnvægi komst á leikinn í þriðja og fjórða leikhluta og ljóst var um miðbik fjórða leikhluta að litlu myndi muna á liðunum þegar yfir lyki. Að lokum voru það Haukar sem voru yfir á ögurstundu og eru nú einum sigri frá sæti í úrslitaviðureigninni um Íslandsmeistaratitilinn. Af hverju unnu Haukar? Þriggja stiga körfur frá Sólrúnu Ingu, Helenu og Bríeti Sif í öðrum leikhluta kveiktu í Haukaliðinu sem voru svo sterkari þegar mest á reyndi. Helena Sverrisdóttir tók svo einkar mikilvægt sóknarfrákast og var öflug í lokasóknum leiksins. Hverjar stóðu upp úr? Sólrún Inga skoraði úr fimm af þeim sex þriggja stiga skotum sem hún tók í leiknum og var stigahæst hjá Haukum með 15 stig. Lovísa Björt, Helena og Haiden Denise Palmer voru einnig drjúgar fyrir heimakonur. Hildur Björg Kjartansdóttir og Almeryst Alston voru aftur á móti í sérflokki hjá Valsliðinu. Hvað gerist næst? Liðin eignast við í þriðja skipti í Origo-höllinni að Hlíðarenda á sunnudaginn kemur. Þar geta Haukar tryggt sér farseðilinn í úrslitaeinvígið með sigri. Bjarni: Ekki hræddur við værukærð Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka.Vísir/Bára „Það er frábært að hafa náð að landa þessum sigri eftir mikla baráttu og mikinn hasar. Við byrjuðum leikinn ekki vel og töluðum um það eftir fyrsta leikhluta að við þyrftum að sýna aðeins meiri töffaraskap," sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, eftir leikinn í kvöld. „Sólrún Inga setti niður stór skot og eftir það losnuðu leikmenn við mesta skrekkinn. Þetta var jafn leikur tveggja góðra liða og ánægjulegt að hafa náð að vera yfir þegar máli skiptir," sagði Bjarni enn fremur. „Þekkjandi mína leikmenn hef ég engar áhyggjur af því að það verði eitthvað kæruleysi þegar við mætum Val á útivelli. Það er vissulega hættuleg staða upp á einbeitingu að ræða að vera 2-0 yfir í svona einvígi en ég er viss um að við mætum gíraðar til leiks á Hlíðarenda," sagði þjálfari Hauka um framhaldið. Ólafur Jónas: Mistök í varnarleiknum dýrkeypt Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals. „Vissulega er lokasóknin þar sem við komum ekki skoti á körfuna fersk í minni eftir leikinn en mér fannst mistök í varnarleiknum í seinni hálfleik verða okkur að falli í þessum leik. Það er mjög svekkjandi að eftir tvo jafna og spennandi leiki að vera 2-0 undir," sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, svekktur að leik loknum. „Mögulega hefðum við átt að hlaupa annað kerfi í lokasókninni, en ekkert endilega. Það þýðir ekkert að pæla í því núna og við lærum bara af þessu. Það var vitað fyrir einvígið að þetta myndi ráðast á smáatriðum og þau féllu með Haukum að þessu sinni," sagði hann. „Nú er hins vegar ekkert annað að gera en að setja hausinn upp, einbeita okkur að næsta leik og ná í sigur þar til að halda okkur á lífi í einvíginu. Það er ekki mikið sem skilur liðin að og ef við lögum það sem gekk illa í varnarleiknum í kvöld þá er ég viss um að við vinnum í næsta leik," sagði Ólafur Jónas um næsta leik. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna Haukar Valur
Haukar unnu nauman tveggja stiga sigur gegn Valskonum í öðrum leik liðanna í undanúrslitaeinvígi Subway-deildar kvenna í kvöld. Haukar leiða því einvígið 2-0 og eru einum sigri frá úrslitum. Það má í raun segja að um ræða sömu uppskrift og niðurstöðu fyrstu rimmu liðanna í einvíginu. Aftur var jafnræði með liðunum og Haukar fóru með tveggja stiga sigur af hólmi. Valur byrjaði leikinn betur og hafði tíu stiga forskot þegar fyrsta leikhluta lauk. Haukar settu hins vegar upp þriggja sitga skotsýningu með Sólrúnu Ingu Gísladóttur fremsta í flokki í öðrum leikhluta og í hálfleik voru heimakonur tveimur stigum yfir. Jafnvægi komst á leikinn í þriðja og fjórða leikhluta og ljóst var um miðbik fjórða leikhluta að litlu myndi muna á liðunum þegar yfir lyki. Að lokum voru það Haukar sem voru yfir á ögurstundu og eru nú einum sigri frá sæti í úrslitaviðureigninni um Íslandsmeistaratitilinn. Af hverju unnu Haukar? Þriggja stiga körfur frá Sólrúnu Ingu, Helenu og Bríeti Sif í öðrum leikhluta kveiktu í Haukaliðinu sem voru svo sterkari þegar mest á reyndi. Helena Sverrisdóttir tók svo einkar mikilvægt sóknarfrákast og var öflug í lokasóknum leiksins. Hverjar stóðu upp úr? Sólrún Inga skoraði úr fimm af þeim sex þriggja stiga skotum sem hún tók í leiknum og var stigahæst hjá Haukum með 15 stig. Lovísa Björt, Helena og Haiden Denise Palmer voru einnig drjúgar fyrir heimakonur. Hildur Björg Kjartansdóttir og Almeryst Alston voru aftur á móti í sérflokki hjá Valsliðinu. Hvað gerist næst? Liðin eignast við í þriðja skipti í Origo-höllinni að Hlíðarenda á sunnudaginn kemur. Þar geta Haukar tryggt sér farseðilinn í úrslitaeinvígið með sigri. Bjarni: Ekki hræddur við værukærð Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka.Vísir/Bára „Það er frábært að hafa náð að landa þessum sigri eftir mikla baráttu og mikinn hasar. Við byrjuðum leikinn ekki vel og töluðum um það eftir fyrsta leikhluta að við þyrftum að sýna aðeins meiri töffaraskap," sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, eftir leikinn í kvöld. „Sólrún Inga setti niður stór skot og eftir það losnuðu leikmenn við mesta skrekkinn. Þetta var jafn leikur tveggja góðra liða og ánægjulegt að hafa náð að vera yfir þegar máli skiptir," sagði Bjarni enn fremur. „Þekkjandi mína leikmenn hef ég engar áhyggjur af því að það verði eitthvað kæruleysi þegar við mætum Val á útivelli. Það er vissulega hættuleg staða upp á einbeitingu að ræða að vera 2-0 yfir í svona einvígi en ég er viss um að við mætum gíraðar til leiks á Hlíðarenda," sagði þjálfari Hauka um framhaldið. Ólafur Jónas: Mistök í varnarleiknum dýrkeypt Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals. „Vissulega er lokasóknin þar sem við komum ekki skoti á körfuna fersk í minni eftir leikinn en mér fannst mistök í varnarleiknum í seinni hálfleik verða okkur að falli í þessum leik. Það er mjög svekkjandi að eftir tvo jafna og spennandi leiki að vera 2-0 undir," sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, svekktur að leik loknum. „Mögulega hefðum við átt að hlaupa annað kerfi í lokasókninni, en ekkert endilega. Það þýðir ekkert að pæla í því núna og við lærum bara af þessu. Það var vitað fyrir einvígið að þetta myndi ráðast á smáatriðum og þau féllu með Haukum að þessu sinni," sagði hann. „Nú er hins vegar ekkert annað að gera en að setja hausinn upp, einbeita okkur að næsta leik og ná í sigur þar til að halda okkur á lífi í einvíginu. Það er ekki mikið sem skilur liðin að og ef við lögum það sem gekk illa í varnarleiknum í kvöld þá er ég viss um að við vinnum í næsta leik," sagði Ólafur Jónas um næsta leik. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum