Styttist í að Ten Hag verði tilkynntur sem nýr þjálfari Man United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. apríl 2022 08:00 Ten Hag verður vonandi hressari á hliðarlínunni á Old Trafford. EPA-EFE/MAURICE VAN STEEN Allt bendir til þess að Erik ten Hag, þjálfari Ajax, verði næsti þjálfari Manchester United. Hann hefur verið í umræðunni allt frá því Ole Gunnar Solskjær var látinn taka poka sinn og stefnir í að hann taki við fyrr heldur en síðar. Eftir að Solskjær fékk sparkið fyrr á leiktíðinni var hinn 52 ára gamli Ten Hag með fyrstu nöfnunum sem nefnd voru til sögunnar. Hann hefur náð aðdáunarverðum árangri með Ajax á undanförnum árum og heillar það forráðamenn Man United. Mauricio Pochettino, þjálfari París Saint-Germain, var hitt nafnið sem var hvað mest í umræðunni. Virðist sem allir fyrrverandi – og núverandi – leikmenn Man United vilji fá hann til starfa. Mögulega hefur það haft áhrif á forráðamenn félagsins. Manchester United set to finalise Erik ten Hag appointment. Ajax coach now the chosen candidate after topping four-man shortlist https://t.co/5gjZLGlhQM— Mark Ogden (@MarkOgden_) April 6, 2022 Samkvæmt heimildum breska ríkisútvarpsins telja þeir sem stjórna á Old Trafford að Ten Hag passi betur inn í teymið sem hefur verið búið til eftir að Ed Woodward, fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins, ákvað að róa á önnur mið. Ralf Rangnick, núverandi þjálfari liðsins, yrði í ráðgjafahlutverkinu sem hefur verið svo oft rætt um. Darren Fletcher yrði svo hálfgerður yfirmaður knattspyrnumála ásamt John Murtough. Það virðist sem Ten Hag verði ekki kynntur fyrr en ljóst er hvort Ajax vinni hollenska meistaratitilinn eður ei en félagið er sem stendur með fjögurra stiga forskot á PSV þegar sex umferðir eru eftir. Fari svo að Ajax vinni deildina þá yrði það í þriðja sinn undir stjórn Ten Hag. Manchester United are close to finalising the appointment of their new manager - with Erik ten Hag expected to be announced as their chosen candidate.— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 6, 2022 Liðið hefur einnig unnið bikarkeppnina tvívegis og svo var það hársbreidd frá því að komast í úrslit Meistaradeildar Evrópu vorið 2019 þegar það féll úr leik gegn Tottenham Hotspur í undanúrslitum. Talið er að reynslumikill aðstoðarþjálfari verði einnig ráðinn til að aðstoða Ten Hag. Helst einhver sem þekkir Manchester United. René Meulensteen og Steve McClaren hafa verið nefndir til sögunnar. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Van Gaal segir Ten Hag að fara ekki til United Louis van Gaal, þjálfari hollenska fótboltalandsliðsins, ræður landa sínum, Erik ten Hag, frá því að taka við Manchester United. 28. mars 2022 15:00 Ten Hag steinhissa á Manchester United Erik ten Hag hefur látið Manchester United vita að peningar eru alls ekkert vandamál í tengslum við hugsanlegt samningstilboð félagsins til hans sem næsti knattspyrnustjóri liðsins. 27. mars 2022 09:30 Ten Hag búinn að fara í atvinnuviðtal hjá United Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Ajax, fór í atvinnuviðtal hjá Manchester United í fyrradag. 23. mars 2022 07:30 Ten Hag verið í sambandi við leikmenn United Erik ten Hag virðist vera farinn að búa sig undir að taka við Manchester United en hann hefur sett sig í samband við leikmenn liðsins. 11. mars 2022 12:31 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Sjá meira
Eftir að Solskjær fékk sparkið fyrr á leiktíðinni var hinn 52 ára gamli Ten Hag með fyrstu nöfnunum sem nefnd voru til sögunnar. Hann hefur náð aðdáunarverðum árangri með Ajax á undanförnum árum og heillar það forráðamenn Man United. Mauricio Pochettino, þjálfari París Saint-Germain, var hitt nafnið sem var hvað mest í umræðunni. Virðist sem allir fyrrverandi – og núverandi – leikmenn Man United vilji fá hann til starfa. Mögulega hefur það haft áhrif á forráðamenn félagsins. Manchester United set to finalise Erik ten Hag appointment. Ajax coach now the chosen candidate after topping four-man shortlist https://t.co/5gjZLGlhQM— Mark Ogden (@MarkOgden_) April 6, 2022 Samkvæmt heimildum breska ríkisútvarpsins telja þeir sem stjórna á Old Trafford að Ten Hag passi betur inn í teymið sem hefur verið búið til eftir að Ed Woodward, fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins, ákvað að róa á önnur mið. Ralf Rangnick, núverandi þjálfari liðsins, yrði í ráðgjafahlutverkinu sem hefur verið svo oft rætt um. Darren Fletcher yrði svo hálfgerður yfirmaður knattspyrnumála ásamt John Murtough. Það virðist sem Ten Hag verði ekki kynntur fyrr en ljóst er hvort Ajax vinni hollenska meistaratitilinn eður ei en félagið er sem stendur með fjögurra stiga forskot á PSV þegar sex umferðir eru eftir. Fari svo að Ajax vinni deildina þá yrði það í þriðja sinn undir stjórn Ten Hag. Manchester United are close to finalising the appointment of their new manager - with Erik ten Hag expected to be announced as their chosen candidate.— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 6, 2022 Liðið hefur einnig unnið bikarkeppnina tvívegis og svo var það hársbreidd frá því að komast í úrslit Meistaradeildar Evrópu vorið 2019 þegar það féll úr leik gegn Tottenham Hotspur í undanúrslitum. Talið er að reynslumikill aðstoðarþjálfari verði einnig ráðinn til að aðstoða Ten Hag. Helst einhver sem þekkir Manchester United. René Meulensteen og Steve McClaren hafa verið nefndir til sögunnar.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Van Gaal segir Ten Hag að fara ekki til United Louis van Gaal, þjálfari hollenska fótboltalandsliðsins, ræður landa sínum, Erik ten Hag, frá því að taka við Manchester United. 28. mars 2022 15:00 Ten Hag steinhissa á Manchester United Erik ten Hag hefur látið Manchester United vita að peningar eru alls ekkert vandamál í tengslum við hugsanlegt samningstilboð félagsins til hans sem næsti knattspyrnustjóri liðsins. 27. mars 2022 09:30 Ten Hag búinn að fara í atvinnuviðtal hjá United Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Ajax, fór í atvinnuviðtal hjá Manchester United í fyrradag. 23. mars 2022 07:30 Ten Hag verið í sambandi við leikmenn United Erik ten Hag virðist vera farinn að búa sig undir að taka við Manchester United en hann hefur sett sig í samband við leikmenn liðsins. 11. mars 2022 12:31 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Sjá meira
Van Gaal segir Ten Hag að fara ekki til United Louis van Gaal, þjálfari hollenska fótboltalandsliðsins, ræður landa sínum, Erik ten Hag, frá því að taka við Manchester United. 28. mars 2022 15:00
Ten Hag steinhissa á Manchester United Erik ten Hag hefur látið Manchester United vita að peningar eru alls ekkert vandamál í tengslum við hugsanlegt samningstilboð félagsins til hans sem næsti knattspyrnustjóri liðsins. 27. mars 2022 09:30
Ten Hag búinn að fara í atvinnuviðtal hjá United Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Ajax, fór í atvinnuviðtal hjá Manchester United í fyrradag. 23. mars 2022 07:30
Ten Hag verið í sambandi við leikmenn United Erik ten Hag virðist vera farinn að búa sig undir að taka við Manchester United en hann hefur sett sig í samband við leikmenn liðsins. 11. mars 2022 12:31