Hluthafar Íslandsbanka koma úr ólíkum áttum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2022 10:06 Fannar Ólafsson fjárfestir og fyrrverandi körfuboltakempa, Björn Bragi Arnarson grínisti og Þórður Már Jóhannesson fjárfestir eru á meðal fjölmargra hluthafa í Íslandsbanka og þar með eigenda. Björn Bragi Arnarson, sjónvarpsmaður og grínisti, er á meðal þeirra fjárfesta sem fengu boð um að kaupa í Íslandsbanka. Björn Bragi keypti fyrir sautján og hálfa milljón króna í Íslandsbanka í gegnum félag sitt Bananalýðveldið. Hann er einn af fjölmörgum sem keyptu hlut í bankanum í nýafstöðunu útboði. Af fjárfestunum 209 sem keyptu hlut í bankanum voru 190 innlendir og nítján erlendir. Flestir nýir hluthafar eru einkafjárfestar, eða alls 140 og keyptu þeir samtals fyrir 16,1 milljarð króna í bankanum. Það svarar til 30,6 prósent þeirrar fjárhæðar sem greidd var í útboðinu. Þar á eftir koma lífeyrissjóðir, sem voru 23, og greiddu þeir samtals 19,5 milljarða fyrir hluti í bankanum, eða 37,1 prósent þeirrar fjárhæðar sem greidd var. Íslandsbanki er nú að minnihluta í eigu ríkisins eftir tvö söluferli í ár og í fyrra. Fyrir söluna fór íslenska ríkið með 65 prósent hlut í Íslandsbanka. Í dag fer ríkið með 42,5 prósent hlut í bankanum.vísir/vilhelm Þar á eftir koma aðrir fjárfestar, sem voru fjórtán, sem keyptu fyrir 3,5 milljarða eða 6,7 prósent, og svo verðbréfasjóðir, sem voru þrettán og keyptu fyrir 5,6 milljarða eða 10,6 prósent. Af fjárfestunum 209 sem keyptu hlut í bankanum voru 190 innlendir og nítján erlendir. Guðbjörg, Sigurður Gísli og Halldór Kristmanns Fjölmargir þekktir aðilar úr fjármálaheiminum innanlands voru á meðal kaupenda. Guðbjörg Matthíasdóttir, aðaleigandi Morgunblaðsins, keypti fyrir 486 milljónir í gegnum eignarhaldsfélagið Kristinn ehf. Jakob Valgeir Flosason, framkvæmdastjóri Jakobs Valgeirs ehf.Arnar Halldórsson Einkahlutafélagið Jakob Valgeir ehf. keypti hlut í bankanum fyrir tæpan milljarð króna, eða 936 milljónir, og eignaðist þar með 1,7778 prósenta hlut í Ísandsbanka. Björg Hildur Daðadóttir, eiginkona Jakobs Valgeirs, á tæp 69 prósent í félaginu og bæðurnir Guðbjartur og Brynjólfur Flosasynir, bræður Jakobs útgerðarmanns, hin 30 prósentin. Félagið gerir út þrjú skip og rekur fiskvinnslu í Bolungarvík. Eignarhaldsfélagið Hof, sem er í eigu bræðranna Jóns og Sigurðar Gísla Pálmasona, keypti 0,2016 prósenta hlut í bankanum fyrir rúmar 106 milljónir króna. FÓ Eignarhald, sem er í eigu körfuboltamannsins Fannars Ólafssonar, keypti í bankanum fyrir tæpar 180 milljónir króna. Halldór Kristmannsson, sem var lengi aðstoðarmaður Róberts Wessman forstjóra Alvogen en stendur nú í deilum við, keypti fyrir 69 milljónir króna. Benedikt, Jón Ásgeir og Þórður Már Fjárfestingafélagið Pund, sem er alfarið í eigu Hannesar Hilmarssonar stjórnarformanns Air Atlanta, keypti fyrir tæpar 270 milljónir króna. Félagið Brimgarðar, sem er í eigu Eggerts Árna, Gunnars Þórs, Halldórs Páls og Guðnýjar Eddu Gíslabarna, og Coldrock Investments limited eigenda Mata hf., keypti fyrir rúmar 472 milljónir króna. Þórður Már Jóhannesson fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Straums fjárfestingabanka á hlut í bankanum í gegnum tvö félög, fyrir rúmlega hundrað milljónir króna. Þórður Már steig til hliðar sem forstjóri Straums á dögunum eftir frásögn Vítalíu Lazarevu af samskiptum hennar við fjóra karlmenn í heitum potti, þeirra á meðal Þórð Má. Benedikt Sveinsson, fjárfestir og faðir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, keypti fyrir 55 milljónir króna í gegnum félag sitt Hafsilfur. Jón Sigurðsson fjárfestir, sem var á sínum tíma forstjóri FL Group, keypti fyrir 175 milljónir í gegnum félagið Stoðir. Skel fjárfestingarfélag, áður Skeljungur, fékk að kaupa í Íslandsbanka fyrir 450 milljónir króna. Helmingur félagsins er í eigu eignarhaldsfélagsins Skeljar hvar Jón Ásgeir Jóhannesson er stjórnarmaður og hluthafi. Keyptu fyrir 225 milljónir Þá keypti Lyf og heilsa í útboðinu fyrir 225 milljónir króna. Lyf og heilsa er í eigu Jóns Hilmars Karlssonar í gegnum eignarhaldsfélagið Toska. Jón Hilmar er sonur Karls Wernerssonar sem var sakfelldur í Milestone-málinu og dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi. Héraðssaksóknari hefur haft til rannsóknar tilfærslu á Lyf og heilsu frá Karli til sonar hans daginn eftir að Karl var sakfelldur í Milestone-málinu. Skiptastjóri þrotabús Karls höfðaði mál á hendur Karli og vildi rifta viðskiptunum. Í síðustu viku var samningum um afsal þriggja verðmætra eigna frá Karli til félags í eigu sonar hans rift. Landsréttur staðfesti þá dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um heimild þrotabús Karls til riftunar þriggja afsala til handar Faxa ehf. sem sonur hans, Jón Hilmar Karlsson, eignaðist eftir að Karl var dæmdur í fangelsi. Faxar er hluti af félagasamsteypu sem á Lyf og heilsu. Húsleit var gerð á heimili Karls þann 23. mars, daginn eftir útboðið í Íslandsbanka. Karl sagði sjálfur frá húslseitinni í yfirlýsingu til fjölmiðla en vildi ekki ræða málið nánar þegar eftir því var leitað. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Kauphöllin Tengdar fréttir Bjarna kom í opna skjöldu að pabbi hans væri meðal kaupenda Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að sér hafi komið í opna skjöldu að faðir hans, Benedikt Sveinsson fjárfestir, hafi verið meðal kaupenda í útboði á hlutum Íslandsbanka nú á dögunum. 7. apríl 2022 08:53 Kristrún segir traustið á söluferlinu horfið Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að traustið á söluferli Íslandsbanka sé horfið. Í aðsendri grein á Vísi spyr hún hver eigi að bera ábyrgð á því en í gær var birtur listi þeirra sem fengu að kaupa hlutabréf í bankanum á afslætti, sem vakið hefur mikla athygli. 7. apríl 2022 07:58 Faðir fjármálaráðherra einn fjárfesta sem keypti í Íslandsbanka Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, er einn þeirra sem keypti hlut í Íslandsbanka þann 22. mars síðastliðinn. 6. apríl 2022 17:55 Mest lesið Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sjá meira
Af fjárfestunum 209 sem keyptu hlut í bankanum voru 190 innlendir og nítján erlendir. Flestir nýir hluthafar eru einkafjárfestar, eða alls 140 og keyptu þeir samtals fyrir 16,1 milljarð króna í bankanum. Það svarar til 30,6 prósent þeirrar fjárhæðar sem greidd var í útboðinu. Þar á eftir koma lífeyrissjóðir, sem voru 23, og greiddu þeir samtals 19,5 milljarða fyrir hluti í bankanum, eða 37,1 prósent þeirrar fjárhæðar sem greidd var. Íslandsbanki er nú að minnihluta í eigu ríkisins eftir tvö söluferli í ár og í fyrra. Fyrir söluna fór íslenska ríkið með 65 prósent hlut í Íslandsbanka. Í dag fer ríkið með 42,5 prósent hlut í bankanum.vísir/vilhelm Þar á eftir koma aðrir fjárfestar, sem voru fjórtán, sem keyptu fyrir 3,5 milljarða eða 6,7 prósent, og svo verðbréfasjóðir, sem voru þrettán og keyptu fyrir 5,6 milljarða eða 10,6 prósent. Af fjárfestunum 209 sem keyptu hlut í bankanum voru 190 innlendir og nítján erlendir. Guðbjörg, Sigurður Gísli og Halldór Kristmanns Fjölmargir þekktir aðilar úr fjármálaheiminum innanlands voru á meðal kaupenda. Guðbjörg Matthíasdóttir, aðaleigandi Morgunblaðsins, keypti fyrir 486 milljónir í gegnum eignarhaldsfélagið Kristinn ehf. Jakob Valgeir Flosason, framkvæmdastjóri Jakobs Valgeirs ehf.Arnar Halldórsson Einkahlutafélagið Jakob Valgeir ehf. keypti hlut í bankanum fyrir tæpan milljarð króna, eða 936 milljónir, og eignaðist þar með 1,7778 prósenta hlut í Ísandsbanka. Björg Hildur Daðadóttir, eiginkona Jakobs Valgeirs, á tæp 69 prósent í félaginu og bæðurnir Guðbjartur og Brynjólfur Flosasynir, bræður Jakobs útgerðarmanns, hin 30 prósentin. Félagið gerir út þrjú skip og rekur fiskvinnslu í Bolungarvík. Eignarhaldsfélagið Hof, sem er í eigu bræðranna Jóns og Sigurðar Gísla Pálmasona, keypti 0,2016 prósenta hlut í bankanum fyrir rúmar 106 milljónir króna. FÓ Eignarhald, sem er í eigu körfuboltamannsins Fannars Ólafssonar, keypti í bankanum fyrir tæpar 180 milljónir króna. Halldór Kristmannsson, sem var lengi aðstoðarmaður Róberts Wessman forstjóra Alvogen en stendur nú í deilum við, keypti fyrir 69 milljónir króna. Benedikt, Jón Ásgeir og Þórður Már Fjárfestingafélagið Pund, sem er alfarið í eigu Hannesar Hilmarssonar stjórnarformanns Air Atlanta, keypti fyrir tæpar 270 milljónir króna. Félagið Brimgarðar, sem er í eigu Eggerts Árna, Gunnars Þórs, Halldórs Páls og Guðnýjar Eddu Gíslabarna, og Coldrock Investments limited eigenda Mata hf., keypti fyrir rúmar 472 milljónir króna. Þórður Már Jóhannesson fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Straums fjárfestingabanka á hlut í bankanum í gegnum tvö félög, fyrir rúmlega hundrað milljónir króna. Þórður Már steig til hliðar sem forstjóri Straums á dögunum eftir frásögn Vítalíu Lazarevu af samskiptum hennar við fjóra karlmenn í heitum potti, þeirra á meðal Þórð Má. Benedikt Sveinsson, fjárfestir og faðir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, keypti fyrir 55 milljónir króna í gegnum félag sitt Hafsilfur. Jón Sigurðsson fjárfestir, sem var á sínum tíma forstjóri FL Group, keypti fyrir 175 milljónir í gegnum félagið Stoðir. Skel fjárfestingarfélag, áður Skeljungur, fékk að kaupa í Íslandsbanka fyrir 450 milljónir króna. Helmingur félagsins er í eigu eignarhaldsfélagsins Skeljar hvar Jón Ásgeir Jóhannesson er stjórnarmaður og hluthafi. Keyptu fyrir 225 milljónir Þá keypti Lyf og heilsa í útboðinu fyrir 225 milljónir króna. Lyf og heilsa er í eigu Jóns Hilmars Karlssonar í gegnum eignarhaldsfélagið Toska. Jón Hilmar er sonur Karls Wernerssonar sem var sakfelldur í Milestone-málinu og dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi. Héraðssaksóknari hefur haft til rannsóknar tilfærslu á Lyf og heilsu frá Karli til sonar hans daginn eftir að Karl var sakfelldur í Milestone-málinu. Skiptastjóri þrotabús Karls höfðaði mál á hendur Karli og vildi rifta viðskiptunum. Í síðustu viku var samningum um afsal þriggja verðmætra eigna frá Karli til félags í eigu sonar hans rift. Landsréttur staðfesti þá dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um heimild þrotabús Karls til riftunar þriggja afsala til handar Faxa ehf. sem sonur hans, Jón Hilmar Karlsson, eignaðist eftir að Karl var dæmdur í fangelsi. Faxar er hluti af félagasamsteypu sem á Lyf og heilsu. Húsleit var gerð á heimili Karls þann 23. mars, daginn eftir útboðið í Íslandsbanka. Karl sagði sjálfur frá húslseitinni í yfirlýsingu til fjölmiðla en vildi ekki ræða málið nánar þegar eftir því var leitað.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Kauphöllin Tengdar fréttir Bjarna kom í opna skjöldu að pabbi hans væri meðal kaupenda Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að sér hafi komið í opna skjöldu að faðir hans, Benedikt Sveinsson fjárfestir, hafi verið meðal kaupenda í útboði á hlutum Íslandsbanka nú á dögunum. 7. apríl 2022 08:53 Kristrún segir traustið á söluferlinu horfið Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að traustið á söluferli Íslandsbanka sé horfið. Í aðsendri grein á Vísi spyr hún hver eigi að bera ábyrgð á því en í gær var birtur listi þeirra sem fengu að kaupa hlutabréf í bankanum á afslætti, sem vakið hefur mikla athygli. 7. apríl 2022 07:58 Faðir fjármálaráðherra einn fjárfesta sem keypti í Íslandsbanka Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, er einn þeirra sem keypti hlut í Íslandsbanka þann 22. mars síðastliðinn. 6. apríl 2022 17:55 Mest lesið Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sjá meira
Bjarna kom í opna skjöldu að pabbi hans væri meðal kaupenda Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að sér hafi komið í opna skjöldu að faðir hans, Benedikt Sveinsson fjárfestir, hafi verið meðal kaupenda í útboði á hlutum Íslandsbanka nú á dögunum. 7. apríl 2022 08:53
Kristrún segir traustið á söluferlinu horfið Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að traustið á söluferli Íslandsbanka sé horfið. Í aðsendri grein á Vísi spyr hún hver eigi að bera ábyrgð á því en í gær var birtur listi þeirra sem fengu að kaupa hlutabréf í bankanum á afslætti, sem vakið hefur mikla athygli. 7. apríl 2022 07:58
Faðir fjármálaráðherra einn fjárfesta sem keypti í Íslandsbanka Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, er einn þeirra sem keypti hlut í Íslandsbanka þann 22. mars síðastliðinn. 6. apríl 2022 17:55
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf