Fyrst sendir í leyfi og nú sagt upp störfum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 7. apríl 2022 12:14 Jóni Ingvari Pálssyni hefur verið sagt upp störfum hjá Innheimtustofnun. Jóni Ingvari Pálssyni, forstjóra Innheimtustofnunar sveitarfélaga, og Braga Axelssyni, forstöðumanni stofnunarinnar á Ísafirði, hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar koma í kjölfar þess að þeir voru sendir í leyfi en Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar síðastliðið haust. Aldís Hilmarsdóttir, sem skipuð var nýr formaður stjórnar í desember þegar allri stjórninni var skipt út, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. „Við höfum verið með málið til skoðunar frá því að þeir voru sendir í leyfi og stjórnin tók þá ákvörðun fyrir helgi að vísa þeim úr starfi,“ segir Aldís. Ómar Valdimarsson, forstjóri Samkaupa til 26 ára, hefur nú tekið við sem forstjóri Innheimtustofnunar. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um stöðu forstöðumanns stofnunarinnar á Ísafirði. „Nú þarf nýr forstjóri að meta stöðuna og hvað þarf að ráða af fólki,“ segir Aldís en tekur fram að útibúið verði enn starfrækt á Ísafirði. Innheimtustofnun kærði ákveðin tilvik til lögreglu en ekkert hefur komið út úr þeirri rannsókn enn sem komið er að sögn Aldísar. Þá þá tekur hún fram að brottrekstur Braga og Jóns Ingvars tengist ekki lögreglurannsókninni með beinum hætti. Sendir í leyfi í desember í kjölfar rannsóknar Ríkisendurskoðunar Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar sveitarfélaga í september að ósk samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Það var gert vegna fyrirhugaðrar tilfærslu verkefna Innheimtustofnunar til ríkisins. Úttektinni er ætlað að greina núverandi skipulag, rekstur og kostnað við verkefni Innheimtustofnunar og hins vegar að greina með hvaða hætti verkefnum stofnunarinnar verði best komið fyrir hjá ríkinu. Ríkisendurskoðun upplýsti ráðuneytið í byrjun desember meðal annars um að svör Innheimtustofnunar sveitarfélaga við úttektarspurningum væru óviðunandi. Bragi Axelsson. Bæjarins besta á Ísafirði hafði heimildir fyrir því í desember að í úttekt Ríkisendurskoðunar hafi komið upp að stjórnendurnir hafi ráðstafað innheimtuverkefnum meðal annars til fyrirtækis í eigu Braga Axelssonar, forstöðumanns útibúsins á Ísafirði. Málið væri litið alvarlegum augum og yrði rannsakað til fulls. Ný stjórn Innheimtustofnunar ákvað á fyrsta fundi sínum í desember að senda þá Jón Ingvar og Braga í leyfi frá störfum. Þeim hefur nú verið sagt upp. Innheimtustofnun sveitarfélaga er sameign allra sveitarfélaga í landinu og er hlutverk hennar að innheimta meðlög hjá meðlagsskyldum foreldrum sem Tryggingastofnun ríkisins hefur þegar greitt forráðamönnum barna þeirra á grundvelli laga um almannatryggingar. Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Rannsókn á Innheimtustofnun sveitarfélaga Tengdar fréttir Forstjóri Innheimtustofnunar í leyfi og stjórninni skipt út Jón Ingvar Pálsson, forstjóri Innheimtustofnunar, og Bragi Axelsson, forstöðumaður stofnunarinnar á Ísafirði, hafa verið sendir í leyfi frá störfum. Þá hefur ný stjórn verið skipuð eftir að fráfarandi stjórn óskaði eftir því að stíga til hliðar. Breytingarnar eru gerðar í kjölfar þess að Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar í september. 15. desember 2021 10:54 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Aldís Hilmarsdóttir, sem skipuð var nýr formaður stjórnar í desember þegar allri stjórninni var skipt út, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. „Við höfum verið með málið til skoðunar frá því að þeir voru sendir í leyfi og stjórnin tók þá ákvörðun fyrir helgi að vísa þeim úr starfi,“ segir Aldís. Ómar Valdimarsson, forstjóri Samkaupa til 26 ára, hefur nú tekið við sem forstjóri Innheimtustofnunar. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um stöðu forstöðumanns stofnunarinnar á Ísafirði. „Nú þarf nýr forstjóri að meta stöðuna og hvað þarf að ráða af fólki,“ segir Aldís en tekur fram að útibúið verði enn starfrækt á Ísafirði. Innheimtustofnun kærði ákveðin tilvik til lögreglu en ekkert hefur komið út úr þeirri rannsókn enn sem komið er að sögn Aldísar. Þá þá tekur hún fram að brottrekstur Braga og Jóns Ingvars tengist ekki lögreglurannsókninni með beinum hætti. Sendir í leyfi í desember í kjölfar rannsóknar Ríkisendurskoðunar Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar sveitarfélaga í september að ósk samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Það var gert vegna fyrirhugaðrar tilfærslu verkefna Innheimtustofnunar til ríkisins. Úttektinni er ætlað að greina núverandi skipulag, rekstur og kostnað við verkefni Innheimtustofnunar og hins vegar að greina með hvaða hætti verkefnum stofnunarinnar verði best komið fyrir hjá ríkinu. Ríkisendurskoðun upplýsti ráðuneytið í byrjun desember meðal annars um að svör Innheimtustofnunar sveitarfélaga við úttektarspurningum væru óviðunandi. Bragi Axelsson. Bæjarins besta á Ísafirði hafði heimildir fyrir því í desember að í úttekt Ríkisendurskoðunar hafi komið upp að stjórnendurnir hafi ráðstafað innheimtuverkefnum meðal annars til fyrirtækis í eigu Braga Axelssonar, forstöðumanns útibúsins á Ísafirði. Málið væri litið alvarlegum augum og yrði rannsakað til fulls. Ný stjórn Innheimtustofnunar ákvað á fyrsta fundi sínum í desember að senda þá Jón Ingvar og Braga í leyfi frá störfum. Þeim hefur nú verið sagt upp. Innheimtustofnun sveitarfélaga er sameign allra sveitarfélaga í landinu og er hlutverk hennar að innheimta meðlög hjá meðlagsskyldum foreldrum sem Tryggingastofnun ríkisins hefur þegar greitt forráðamönnum barna þeirra á grundvelli laga um almannatryggingar.
Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Rannsókn á Innheimtustofnun sveitarfélaga Tengdar fréttir Forstjóri Innheimtustofnunar í leyfi og stjórninni skipt út Jón Ingvar Pálsson, forstjóri Innheimtustofnunar, og Bragi Axelsson, forstöðumaður stofnunarinnar á Ísafirði, hafa verið sendir í leyfi frá störfum. Þá hefur ný stjórn verið skipuð eftir að fráfarandi stjórn óskaði eftir því að stíga til hliðar. Breytingarnar eru gerðar í kjölfar þess að Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar í september. 15. desember 2021 10:54 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Forstjóri Innheimtustofnunar í leyfi og stjórninni skipt út Jón Ingvar Pálsson, forstjóri Innheimtustofnunar, og Bragi Axelsson, forstöðumaður stofnunarinnar á Ísafirði, hafa verið sendir í leyfi frá störfum. Þá hefur ný stjórn verið skipuð eftir að fráfarandi stjórn óskaði eftir því að stíga til hliðar. Breytingarnar eru gerðar í kjölfar þess að Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar í september. 15. desember 2021 10:54