„Við skorum þessi fimm mörk og klárum þennan leik sannfærandi“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 7. apríl 2022 19:30 Glódís Perla, miðvörður íslenska landsliðsins. Vísir/Vilhelm Glódís Perla Viggósdóttir, sem spilaði sinn 100. landsleik í dag, var sátt með sigur á Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta. Íslensku stelpurnar opnuðu markareikninginn snemma leiks og lögðu jafnt og þétt inn á hann. Lokatölur 5-0. „Þessi leikur var flottur af okkar hálfu finnst mér. Við byrjuðum í smá brasi að ná að spila boltanum á milli okkar og finna taktinn í leiknum. En svo um leið og við skorum fyrsta markið þá fannst mér koma aðeins meiri ró í leikinn okkar og við förum að halda betur í boltann og skapa okkur meira. Við skorum þessi fimm mörk og klárum þennan leik sannfærandi,“ sagði Glódís á blaðamannafundi eftir leikinn. Glódís og Dagný Brynjarsdóttir spiluðu sinn 100. landsleik fyrir Ísland í dag. Glódís sagði það vera mikinn heiður að hafa verið svona lengi í liðinu og að fá traustið svona oft. „Það er ótrúlega gaman og ótrúlega mikill heiður að vera í þessu liði svona lengi og fengið tækifæri á að spila svona marga leiki og traustið svona oft. Ég er ótrúlega stolt af þessu og vonandi verða þeir mjög margir í viðbót,“ sagði Glódís. Sara Björk Gunnarsdóttir snéri aftur á völlinn í dag eftir langa fjarveru en hún spilaði síðasta landsleik 1. desember 2020. Glódís sagði það vera ótrúlega gott að fá hana aftur inn. „Það er bara ótrúlega gott að fá hana aftur inn. Hún kemur inn í liðið með mikla reynslu og hún er frábær leikmaður og það er ótrúlega gaman að fylgjast með henni, hversu hart hún hefur lagt á sig til að vera komin svona hratt til baka.“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins spilaði fyrri hálfleikinn með fyrirliðaband sem var eins og Úkraínski fáninn til stuðnings Úkraínu. „Við erum allar á móti stríði. Það var ekki spurning að hún ætlaði að spila með þetta svo held ég að þetta hafi verið að detta af þannig hún gat ekki haldið áfram með það. Eins og ég segi við vorum allar á því að ef við gætum spilað með eitthvað svona til að sýna stuðning þá myndum við gera það.“ Næsti leikur er á þriðjudaginn á móti Tékklandi og dugir jafntefli til að tryggja sér farmiða á HM. „Framhaldið er leikur á þriðjudaginn á móti Tékklandi sem að við ætlum að vinna, auðvitað. Við verðum að sýna góða frammistöðu á móti Tékkum. Það var gott að koma úr þessum leik og að hafa unnið sannfærandi og koma inn í næsta leik með mikið sjálfstraust. Það verður allt öðruvísi leikur og við þurfum að endurstilla hausinn á milli leikja og vera klárar í hörkuleik. Meiri físík og örugglega hraðari leik en var í dag,“ sagði Glódís að lokum. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Hvíta-Rússland - Ísland 0-5| Ísland með öruggan fimm marka sigur á Hvíta-Rússlandi Ísland mætti Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta í dag. Leikurinn fór fram á Bojan Majic Stadium í Belgrad. Íslensku stelpurnar mættu öflugar til leiks og sigruðu 5-0. Með sigrinum fara þær á topp riðilsins og mæta Tékklandi næsta þriðjudag, þær þurfa jafntefli í þeim leik til þess að tryggja sér sæti á HM. 7. apríl 2022 15:15 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Inter - Bayern | Hve sterkt er þýska stálið? Í beinni: Real Madrid - Arsenal | Sýna meistararnir töfrana sem þarf? Viðar Örn að glíma við meiðsli Í beinni: Valur - FH | Stefna hátt með nýjum stjórnendum Í beinni: Víkingur - Þór/KA | Spennandi slagur í Víkinni Í beinni: Tindastóll - FHL | Sögulegur leikur á Króknum Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Sjá meira
„Þessi leikur var flottur af okkar hálfu finnst mér. Við byrjuðum í smá brasi að ná að spila boltanum á milli okkar og finna taktinn í leiknum. En svo um leið og við skorum fyrsta markið þá fannst mér koma aðeins meiri ró í leikinn okkar og við förum að halda betur í boltann og skapa okkur meira. Við skorum þessi fimm mörk og klárum þennan leik sannfærandi,“ sagði Glódís á blaðamannafundi eftir leikinn. Glódís og Dagný Brynjarsdóttir spiluðu sinn 100. landsleik fyrir Ísland í dag. Glódís sagði það vera mikinn heiður að hafa verið svona lengi í liðinu og að fá traustið svona oft. „Það er ótrúlega gaman og ótrúlega mikill heiður að vera í þessu liði svona lengi og fengið tækifæri á að spila svona marga leiki og traustið svona oft. Ég er ótrúlega stolt af þessu og vonandi verða þeir mjög margir í viðbót,“ sagði Glódís. Sara Björk Gunnarsdóttir snéri aftur á völlinn í dag eftir langa fjarveru en hún spilaði síðasta landsleik 1. desember 2020. Glódís sagði það vera ótrúlega gott að fá hana aftur inn. „Það er bara ótrúlega gott að fá hana aftur inn. Hún kemur inn í liðið með mikla reynslu og hún er frábær leikmaður og það er ótrúlega gaman að fylgjast með henni, hversu hart hún hefur lagt á sig til að vera komin svona hratt til baka.“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins spilaði fyrri hálfleikinn með fyrirliðaband sem var eins og Úkraínski fáninn til stuðnings Úkraínu. „Við erum allar á móti stríði. Það var ekki spurning að hún ætlaði að spila með þetta svo held ég að þetta hafi verið að detta af þannig hún gat ekki haldið áfram með það. Eins og ég segi við vorum allar á því að ef við gætum spilað með eitthvað svona til að sýna stuðning þá myndum við gera það.“ Næsti leikur er á þriðjudaginn á móti Tékklandi og dugir jafntefli til að tryggja sér farmiða á HM. „Framhaldið er leikur á þriðjudaginn á móti Tékklandi sem að við ætlum að vinna, auðvitað. Við verðum að sýna góða frammistöðu á móti Tékkum. Það var gott að koma úr þessum leik og að hafa unnið sannfærandi og koma inn í næsta leik með mikið sjálfstraust. Það verður allt öðruvísi leikur og við þurfum að endurstilla hausinn á milli leikja og vera klárar í hörkuleik. Meiri físík og örugglega hraðari leik en var í dag,“ sagði Glódís að lokum.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Hvíta-Rússland - Ísland 0-5| Ísland með öruggan fimm marka sigur á Hvíta-Rússlandi Ísland mætti Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta í dag. Leikurinn fór fram á Bojan Majic Stadium í Belgrad. Íslensku stelpurnar mættu öflugar til leiks og sigruðu 5-0. Með sigrinum fara þær á topp riðilsins og mæta Tékklandi næsta þriðjudag, þær þurfa jafntefli í þeim leik til þess að tryggja sér sæti á HM. 7. apríl 2022 15:15 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Inter - Bayern | Hve sterkt er þýska stálið? Í beinni: Real Madrid - Arsenal | Sýna meistararnir töfrana sem þarf? Viðar Örn að glíma við meiðsli Í beinni: Valur - FH | Stefna hátt með nýjum stjórnendum Í beinni: Víkingur - Þór/KA | Spennandi slagur í Víkinni Í beinni: Tindastóll - FHL | Sögulegur leikur á Króknum Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Sjá meira
Umfjöllun: Hvíta-Rússland - Ísland 0-5| Ísland með öruggan fimm marka sigur á Hvíta-Rússlandi Ísland mætti Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta í dag. Leikurinn fór fram á Bojan Majic Stadium í Belgrad. Íslensku stelpurnar mættu öflugar til leiks og sigruðu 5-0. Með sigrinum fara þær á topp riðilsins og mæta Tékklandi næsta þriðjudag, þær þurfa jafntefli í þeim leik til þess að tryggja sér sæti á HM. 7. apríl 2022 15:15