Einn höfunda Rannsóknarskýrslu Alþingis vill að fjármálaráðherra víki Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. apríl 2022 18:31 Guðrún Johnsen lektor við viðskiptaháskóla Kaupmannahafnar (CBS) og einn höfunda rannsóknarskýrslu Alþingis segir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka afar misheppnaða. Einn höfunda Rannsóknarskýrslu Alþingis um fjármálahrunið telur að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna útboða á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Of mikill afsláttur hafi verið gefinn bæði í fyrra og nú og þá hafi komið fram of miklir vankantar til að honum sé treystandi. Guðrún Johnsen lektor við viðskiptaháskóla Kaupmannahafnar (CBS) og einn höfunda rannsóknarskýrslu Alþingis segir sölur á hlut ríkisins í Íslandsbanka afar misheppnaðar. „Þarna kemur á óvart að Bankasýslan hafi ákveðið að selja bankann til svokallaðra fagfjárfesta í stað þess að einskorða sig við stofnanafjárfesta. En stofnfjárfestar eru þeir sem geta stutt við bankann ef að illa fer og eru langtímafjárfestar eins og lífeyrissjóðir. En Bankasýslan opnar fyrir fagfjárfesta sem reynast svo, eftir að listi er birtur yfir þá, vera að megninu til minni fjárfestar sem kaupa niður í allt að milljón. Slíkir fjárfestar ættu ekki að njóta sérkjara eins og í þessu útboði heldur kaupa á markaði eins og allur annar almenningur,“ segir Guðrún. „Það er ekkert afrek að selja þessa hluti í bankanum á lægra verði en gengur og gerist á markaði heldur er það algjörlega viðbúið að það sé hægt að losa eignina með slíkum afslætti. Þannig að þegar á heildina er seljandinn að veita afslátt af eigninni þannig að eigandinn verður fyrir tjóni,“ segir Guðrún. Óviðunandi að veita afslátt Hún segir alveg óviðunandi að Íslandsbanki hafi verið seldur með afslætti bæði nú og í fyrra. „Það var algjör óþarfi að veita afslátt á hlut ríksins í bankanum. Það var lagt upp með það að selja með miklum hvelli í heimsfaraldri í fyrra og rökin voru þau að það ætti að ná upp markaðsverði sem að tókst þó að óþarflega mikill afsláttur hafi verið gefinn á þeim tíma sem ég varaði við. Þá var ljóst að Bankasýslan var á villigötum og sá ráðherra sem bar ábyrgð á Bankasýslunni. Og aftur er gefinn afsláttur sem er aftur algjör óþarfi,“ segir hún. Guðrún segir gagnrýni á að einhverjir starfsmenn og eigendur söluaðila hafi líka keypti í útboðinu réttmæta. Þá sé skiljanlegt að fólk sé reitt yfir því að faðir fjármálaráðherra hafi keypt í útboðinu. „Það er náttúrulega almenningur, ríkissjóður sem er að selja verðmæta eign sem hefur skapað ríkinu miklar tekjur á lægra verði en ástæða er til, það er náttúrulega grafalvarlegt og almenningur hlýtur þá að hafa heimtingu á því að þeir sem hafa haldið svona á spöðunum, ekki einu sinni heldur í tvígang, að þeir víki hreinlega. Ég get ekki séð að fjármálaráðherra sé treystandi til að selja eignir ríkisins á eðlilegu verði. Hann hlýtur að finna að almenningur treystir honum ekki eða óháðir fagmenn,“ segir hún. Guðrún segir kostnaðinn við útboðið einnig óeðlilegan en átta sölu- og ráðgjafafyrirtæki fá 700 milljónir króna fyrir sölu á bankanum í síðasta útboði. „Það er alvarlegt að skattborgarar og Íslendingar þurfi að sitja undir því ítrekað að eignir þeirra séu seldar á undirverði með þessum hætti. Það er verið að selja ríkiseigur og ef að það á að vanda til verka getur fylgt því kostnaður en hann er alltof hár. Bankasýslan hefur haft mikinn tíma til að vanda til verka við söluna og það var ekki gert,“ segir Guðrún að lokum. Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Hlé gert á þingfundi til að ræða kröfu um rannsóknarnefnd Forseti Alþingis hefur gert hlé á störfum þingsins og hefur boðað þingflokksformenn til fundar. 8. apríl 2022 16:21 Sigríður telur að lög hafi verið brotin við útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka Sigríður Benediktsdóttir, sem er hagfræðingur við Yale háskóla og fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, telur lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafi verið brotin við umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 8. apríl 2022 13:58 Segir föður sinn hafa keypt í trássi við sína ósk Fjármála- og efnahagsráðherra kveðst hafa beðið sitt nánasta fólk um að taka ekki þátt í útboðinu á Íslandsbanka á síðasta ári. Það hafi ekki hvarflað að sér að faðir sinn myndi samt gera það. 8. apríl 2022 12:31 Ítreka kröfu um sérstaka rannsóknarnefnd af mikilli hörku Heit umræða fór fram um útboð á stórum hlut í Íslandbanka á þinginu nú í morgun þar sem salan var harðlega gagnrýnd. Stjórnarandstaðan sækir fast að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir ferlið. 8. apríl 2022 12:14 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Guðrún Johnsen lektor við viðskiptaháskóla Kaupmannahafnar (CBS) og einn höfunda rannsóknarskýrslu Alþingis segir sölur á hlut ríkisins í Íslandsbanka afar misheppnaðar. „Þarna kemur á óvart að Bankasýslan hafi ákveðið að selja bankann til svokallaðra fagfjárfesta í stað þess að einskorða sig við stofnanafjárfesta. En stofnfjárfestar eru þeir sem geta stutt við bankann ef að illa fer og eru langtímafjárfestar eins og lífeyrissjóðir. En Bankasýslan opnar fyrir fagfjárfesta sem reynast svo, eftir að listi er birtur yfir þá, vera að megninu til minni fjárfestar sem kaupa niður í allt að milljón. Slíkir fjárfestar ættu ekki að njóta sérkjara eins og í þessu útboði heldur kaupa á markaði eins og allur annar almenningur,“ segir Guðrún. „Það er ekkert afrek að selja þessa hluti í bankanum á lægra verði en gengur og gerist á markaði heldur er það algjörlega viðbúið að það sé hægt að losa eignina með slíkum afslætti. Þannig að þegar á heildina er seljandinn að veita afslátt af eigninni þannig að eigandinn verður fyrir tjóni,“ segir Guðrún. Óviðunandi að veita afslátt Hún segir alveg óviðunandi að Íslandsbanki hafi verið seldur með afslætti bæði nú og í fyrra. „Það var algjör óþarfi að veita afslátt á hlut ríksins í bankanum. Það var lagt upp með það að selja með miklum hvelli í heimsfaraldri í fyrra og rökin voru þau að það ætti að ná upp markaðsverði sem að tókst þó að óþarflega mikill afsláttur hafi verið gefinn á þeim tíma sem ég varaði við. Þá var ljóst að Bankasýslan var á villigötum og sá ráðherra sem bar ábyrgð á Bankasýslunni. Og aftur er gefinn afsláttur sem er aftur algjör óþarfi,“ segir hún. Guðrún segir gagnrýni á að einhverjir starfsmenn og eigendur söluaðila hafi líka keypti í útboðinu réttmæta. Þá sé skiljanlegt að fólk sé reitt yfir því að faðir fjármálaráðherra hafi keypt í útboðinu. „Það er náttúrulega almenningur, ríkissjóður sem er að selja verðmæta eign sem hefur skapað ríkinu miklar tekjur á lægra verði en ástæða er til, það er náttúrulega grafalvarlegt og almenningur hlýtur þá að hafa heimtingu á því að þeir sem hafa haldið svona á spöðunum, ekki einu sinni heldur í tvígang, að þeir víki hreinlega. Ég get ekki séð að fjármálaráðherra sé treystandi til að selja eignir ríkisins á eðlilegu verði. Hann hlýtur að finna að almenningur treystir honum ekki eða óháðir fagmenn,“ segir hún. Guðrún segir kostnaðinn við útboðið einnig óeðlilegan en átta sölu- og ráðgjafafyrirtæki fá 700 milljónir króna fyrir sölu á bankanum í síðasta útboði. „Það er alvarlegt að skattborgarar og Íslendingar þurfi að sitja undir því ítrekað að eignir þeirra séu seldar á undirverði með þessum hætti. Það er verið að selja ríkiseigur og ef að það á að vanda til verka getur fylgt því kostnaður en hann er alltof hár. Bankasýslan hefur haft mikinn tíma til að vanda til verka við söluna og það var ekki gert,“ segir Guðrún að lokum.
Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Hlé gert á þingfundi til að ræða kröfu um rannsóknarnefnd Forseti Alþingis hefur gert hlé á störfum þingsins og hefur boðað þingflokksformenn til fundar. 8. apríl 2022 16:21 Sigríður telur að lög hafi verið brotin við útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka Sigríður Benediktsdóttir, sem er hagfræðingur við Yale háskóla og fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, telur lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafi verið brotin við umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 8. apríl 2022 13:58 Segir föður sinn hafa keypt í trássi við sína ósk Fjármála- og efnahagsráðherra kveðst hafa beðið sitt nánasta fólk um að taka ekki þátt í útboðinu á Íslandsbanka á síðasta ári. Það hafi ekki hvarflað að sér að faðir sinn myndi samt gera það. 8. apríl 2022 12:31 Ítreka kröfu um sérstaka rannsóknarnefnd af mikilli hörku Heit umræða fór fram um útboð á stórum hlut í Íslandbanka á þinginu nú í morgun þar sem salan var harðlega gagnrýnd. Stjórnarandstaðan sækir fast að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir ferlið. 8. apríl 2022 12:14 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Hlé gert á þingfundi til að ræða kröfu um rannsóknarnefnd Forseti Alþingis hefur gert hlé á störfum þingsins og hefur boðað þingflokksformenn til fundar. 8. apríl 2022 16:21
Sigríður telur að lög hafi verið brotin við útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka Sigríður Benediktsdóttir, sem er hagfræðingur við Yale háskóla og fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, telur lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafi verið brotin við umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 8. apríl 2022 13:58
Segir föður sinn hafa keypt í trássi við sína ósk Fjármála- og efnahagsráðherra kveðst hafa beðið sitt nánasta fólk um að taka ekki þátt í útboðinu á Íslandsbanka á síðasta ári. Það hafi ekki hvarflað að sér að faðir sinn myndi samt gera það. 8. apríl 2022 12:31
Ítreka kröfu um sérstaka rannsóknarnefnd af mikilli hörku Heit umræða fór fram um útboð á stórum hlut í Íslandbanka á þinginu nú í morgun þar sem salan var harðlega gagnrýnd. Stjórnarandstaðan sækir fast að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir ferlið. 8. apríl 2022 12:14
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent