„Leikur sem getur sett okkur í lykilstöðu fyrir haustið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. apríl 2022 15:16 Þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára nálgast Agla María Albertsdóttir fimmtíu landsleiki fyrir Íslands hönd. stöð 2 sport Agla María Albertsdóttir segir að íslenska kvennalandsliðið gangi sátt frá borði eftir 0-5 sigurinn á Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM í fyrradag. „Mér fannst við gera þetta mjög fagmannlega, að klára þetta svona sannfærandi. Við erum ánægðar með að hafa unnið og stefnum á sigur í næsta leik líka,“ sagði Agla María í samtali við blaðamann á hóteli íslenska liðsins í Prag í dag. Næsti leikur Íslands er gegn Tékklandi í Teplice á þriðjudaginn. Með sigri í þeim leik er ljóst að íslenska liðið verður á toppi riðilsins fyrir síðustu tvo leikina í undankeppninni. „Það verður klárlega miklu erfiðari leikur og allt öðruvísi. Þær eru með hörkugott varnarlið myndi ég segja en á sama tíma þurfa þær að sækja sem hentar okkur vel. Þetta verður hörkuleikur. Þetta eru jöfn lið,“ sagði Agla María. Klippa: Viðtal við Öglu Maríu Þetta verður þriðji leikur Íslands og Tékklands á hálfu ári. Íslendingar unnu Tékka, 4-0, á Laugardalsvellinum í fyrri leiknum í undankeppni HM í október á síðasta ári og unnu svo 1-2 sigur á SheBelieves mótinu í Bandaríkjunum í febrúar. Þótt Ísland hafi unnið stórsigur á Tékklandi síðasta haust gáfu úrslitin ekki alveg rétta mynd af leiknum. „Þetta er mjög sterkt lið og þrátt fyrir að við höfum unnið þennan leik voru þær mjög öflugar í honum. En ef maður horfir nokkur ár aftur í tímann gerðum við tvisvar jafntefli við þær og það voru tveir hörkuleikir. Þær eru með mjög svipað lið og þá,“ sagði Agla María. „Þetta er leikur sem getur sett okkur í lykilstöðu fyrir haustið og við stefnum klárlega á að koma okkur í hana.“ Allt viðtalið við Öglu Maríu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þar ræðir hún einnig um fyrstu mánuðina í atvinnumennsku en hún gekk í raðir Häcken í Svíþjóð í vetur. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
„Mér fannst við gera þetta mjög fagmannlega, að klára þetta svona sannfærandi. Við erum ánægðar með að hafa unnið og stefnum á sigur í næsta leik líka,“ sagði Agla María í samtali við blaðamann á hóteli íslenska liðsins í Prag í dag. Næsti leikur Íslands er gegn Tékklandi í Teplice á þriðjudaginn. Með sigri í þeim leik er ljóst að íslenska liðið verður á toppi riðilsins fyrir síðustu tvo leikina í undankeppninni. „Það verður klárlega miklu erfiðari leikur og allt öðruvísi. Þær eru með hörkugott varnarlið myndi ég segja en á sama tíma þurfa þær að sækja sem hentar okkur vel. Þetta verður hörkuleikur. Þetta eru jöfn lið,“ sagði Agla María. Klippa: Viðtal við Öglu Maríu Þetta verður þriðji leikur Íslands og Tékklands á hálfu ári. Íslendingar unnu Tékka, 4-0, á Laugardalsvellinum í fyrri leiknum í undankeppni HM í október á síðasta ári og unnu svo 1-2 sigur á SheBelieves mótinu í Bandaríkjunum í febrúar. Þótt Ísland hafi unnið stórsigur á Tékklandi síðasta haust gáfu úrslitin ekki alveg rétta mynd af leiknum. „Þetta er mjög sterkt lið og þrátt fyrir að við höfum unnið þennan leik voru þær mjög öflugar í honum. En ef maður horfir nokkur ár aftur í tímann gerðum við tvisvar jafntefli við þær og það voru tveir hörkuleikir. Þær eru með mjög svipað lið og þá,“ sagði Agla María. „Þetta er leikur sem getur sett okkur í lykilstöðu fyrir haustið og við stefnum klárlega á að koma okkur í hana.“ Allt viðtalið við Öglu Maríu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þar ræðir hún einnig um fyrstu mánuðina í atvinnumennsku en hún gekk í raðir Häcken í Svíþjóð í vetur.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira