Innlent

Höfuð­borgar­búar gætu orðið varir við um­fangs­mikla æfingu

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Sérsveit ríkislögreglustjóra stendur fyrir æfingunni í samvinnu við ýmsa viðbragðsaðila.
Sérsveit ríkislögreglustjóra stendur fyrir æfingunni í samvinnu við ýmsa viðbragðsaðila. Vísir/Vilhelm

Umfangsmikil æfing sérsveitar rikislögreglustjóra í samvinnu við björgunarsveitina Ársæl, Landhelgisgæsluna, Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu auk Slökkviliðsins fer fram á morgun.

Æfingin fer fram fram á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu milli klukkan 7 til 14 á morgun en upplýsingar um staðsetningar og viðfangsefni æfingarinnar verða ekki veittar fyrr en að henni lokinni.

Ekki stendur til að grípa til lokana  vegna æfingarinnar en almenningur gæti orðið var við nokkurn viðbúnað, segir í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×