Leikskóli á tímamótum Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 11. apríl 2022 09:31 Mönnunarvandi leikskólanna er ekki nýr af nálinni en staðan þyngist eftir því sem tíminn líður. Tvær lykilbreytur hafa haft mikil áhrif á þá stöðu. Annars vegar lög um eitt leyfisbréf þvert á skólastig sem tóku gildi árið 2020 og hins vegar innleiðing á styttingu vinnuvikunnar. Áhrifin gæta m.a. í því að leikskólakennarar færa sig í meiri mæli yfir í grunnskólann til starfa. Tölurnar tala sínu máli en á sama tíma og 298 leikskólakennarar kusu að færa sig yfir í grunnskóla voru það aðeins 97 grunnskólakennarar sem kusu að færa sig til og starfa í leikskólum. Við lagabreytinguna missti leikskólastigið 201 kennara í einni svipan. Það er þungt högg fyrir skólastig sem þegar berst í bökkum. Stór munur á starfsumhverfi Afleiðingarnar máttu öllum vera ljós, enda hefur starfsumhverfi grunnskólakennara lengi þótt eftirsóknarverðara en það sem leikskólinn býður upp á. Meginástæður þess að skólastigin eru misaðlaðandi fyrir kennara eru fyrst og fremst ólíkar starfsaðstæður og vinnutímafyrirkomulag. Við getum ekki lengur haldið áfram að tala um vandann, við þurfum að sýna ábyrgð og hafa kjark til að breyta kerfi sem er sprungið. Margir leikskólar þurfa að grípa til lokunar deilda vegna manneklu og ástandið kemur niður á öllum sem í hlut eiga. Börnum, starfsfólki og foreldrum. Tími breytinga er núna Við í Viðreisn viljum bæta ástandið og því lagði ég fram tillögu nýverið um alvöru breytingar í bæjarstjórn Garðabæjar. Kerfisbreytingar sem fela í sér endurskoðun á starfsumhverfi leikskólakennara með það að markmiði að samræma starfsumhverfi grunnskólakennara þannig að vinnutími leikskólakennara verði sambærilegur vinnutíma grunnskólakennara. Þetta er hægt að útfæra með ákveðnum skipulagsbreytingum og styttingu vinnuviku leikskólakennara, án mikils kostnaðar. Á móti fáum við fleiri kennara á leikskólastigið. Nýir tímar Vandi leikskólans sem við okkur blasir í dag verður ekki leystur með plástrum hér og þar. Það þarf fólk sem þorir að taka ákvarðanir um alvöru breytingar, kerfisbreytingar í takt við það umhverfi sem við búum við og höfum skapað leikskólum. Við í Viðreisn teljum Garðabæ hafa alla burði til að leiða þær breytingar og tala hátt fyrir þeim meðal allra sveitarfélaga. Tillagan mín verður send til umfjöllunar innan Sambands íslenskra sveitarfélaga sem og til Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, þar sem önnur sveitarfélög munu vonandi líka hafa kjark til að standa með þessum nauðsynlegu breytingum. Það er vor í lofti og ferskir vindar farnir að blása með Viðreisn í Garðabænum. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Garðabær Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Skoðun Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Sjá meira
Mönnunarvandi leikskólanna er ekki nýr af nálinni en staðan þyngist eftir því sem tíminn líður. Tvær lykilbreytur hafa haft mikil áhrif á þá stöðu. Annars vegar lög um eitt leyfisbréf þvert á skólastig sem tóku gildi árið 2020 og hins vegar innleiðing á styttingu vinnuvikunnar. Áhrifin gæta m.a. í því að leikskólakennarar færa sig í meiri mæli yfir í grunnskólann til starfa. Tölurnar tala sínu máli en á sama tíma og 298 leikskólakennarar kusu að færa sig yfir í grunnskóla voru það aðeins 97 grunnskólakennarar sem kusu að færa sig til og starfa í leikskólum. Við lagabreytinguna missti leikskólastigið 201 kennara í einni svipan. Það er þungt högg fyrir skólastig sem þegar berst í bökkum. Stór munur á starfsumhverfi Afleiðingarnar máttu öllum vera ljós, enda hefur starfsumhverfi grunnskólakennara lengi þótt eftirsóknarverðara en það sem leikskólinn býður upp á. Meginástæður þess að skólastigin eru misaðlaðandi fyrir kennara eru fyrst og fremst ólíkar starfsaðstæður og vinnutímafyrirkomulag. Við getum ekki lengur haldið áfram að tala um vandann, við þurfum að sýna ábyrgð og hafa kjark til að breyta kerfi sem er sprungið. Margir leikskólar þurfa að grípa til lokunar deilda vegna manneklu og ástandið kemur niður á öllum sem í hlut eiga. Börnum, starfsfólki og foreldrum. Tími breytinga er núna Við í Viðreisn viljum bæta ástandið og því lagði ég fram tillögu nýverið um alvöru breytingar í bæjarstjórn Garðabæjar. Kerfisbreytingar sem fela í sér endurskoðun á starfsumhverfi leikskólakennara með það að markmiði að samræma starfsumhverfi grunnskólakennara þannig að vinnutími leikskólakennara verði sambærilegur vinnutíma grunnskólakennara. Þetta er hægt að útfæra með ákveðnum skipulagsbreytingum og styttingu vinnuviku leikskólakennara, án mikils kostnaðar. Á móti fáum við fleiri kennara á leikskólastigið. Nýir tímar Vandi leikskólans sem við okkur blasir í dag verður ekki leystur með plástrum hér og þar. Það þarf fólk sem þorir að taka ákvarðanir um alvöru breytingar, kerfisbreytingar í takt við það umhverfi sem við búum við og höfum skapað leikskólum. Við í Viðreisn teljum Garðabæ hafa alla burði til að leiða þær breytingar og tala hátt fyrir þeim meðal allra sveitarfélaga. Tillagan mín verður send til umfjöllunar innan Sambands íslenskra sveitarfélaga sem og til Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, þar sem önnur sveitarfélög munu vonandi líka hafa kjark til að standa með þessum nauðsynlegu breytingum. Það er vor í lofti og ferskir vindar farnir að blása með Viðreisn í Garðabænum. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar