Eftir að hún smitaðist hefur hún aftur byrjað að sinna hluta skyldna sinna.
Í myndbandssamtali við heilbrigðisstarfsmenn í gær ræddi drottningin opnun nýrrar gjörgæsludeildar á konunglega sjúkrahúsinu í London. Deild þessi er skírð í höfuðið á drottningunni.
Í samtalinu, sem birt var á Facebook í gær, ræddi Elísabet við Asef Hussain, mann sem hafði smitast af Covid-19 og orðið alvarlega veikur. Reuters segir fjölskyldumeðlimi hans hafa dáið vegna Covid-19.
Drottningin spurði hvort hann væri búinn að jafna sig en hann svaraði á þá leið að hann hefði ekki náð sér að fullu.
„Hann skilur mann eftir, þreyttan og þreklausan, er það ekki? Þessi faraldur,“ sagði drottningin þá.