Góður skóli – góður vinnustaður Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 12. apríl 2022 07:00 Framundan eru sveitarstjórnarkosningar þar sem skipað verður í þær sveitir sem munu stjórna málefnum borgar, bæja og sveitarfélaga um land allt næstu fjögur árin. Reynsluboltar munu halda áfram sínum störfum en jafnframt munu nýir aðilar bætast í hópinn, taka við keflinu og móta áherslur til framtíðar. Fjölmörg mál brenna á kjósendum og sitt sýnist hverjum um hvað ber hæst. En sama hvar ber niður þá er eitt mál sem á að bera höfuð og herðar yfir önnur mál. Málefni grunnskólanna. Rúmlega aldarfjórðungur er nú liðinn frá því að grunnskólarnir voru fluttir frá ríki til sveitarfélaganna. Á þeim tíma hefur ýmislegt gerst, sumt til batnaðar en annað ekki. Þeir aðilar sem nú bjóða fram krafta sína til að stýra nærþjónustunni hafa bæði mikil völd og bera mikla ábyrgð - og það er þeirra að styðja við umbætur í skólastarfi og hlúa að starfsfólki skólanna. Skólamál eru þverpólitísk og snerta okkur öll, hvort sem við erum foreldrar, forráðamenn, nemendur, starfsmenn eða lýðræðislega kjörnir fulltrúar almennings í landinu. Grunnskólamál eiga alltaf að vera til umræðu og líklega eiga þau aldrei meira erindi við okkur en einmitt í aðdraganda kosninga. Það verður aldrei of oft brýnt fyrir núverandi og verðandi sveitarstjórnarfólki hversu marga og mikilvæga snertifleti skólinn hefur við samfélagið á hverjum stað. Nýgerður kjarasamningur við grunnskólakennara markar ákveðin tímamót. Í honum er tekist á við eina stærstu breytingu á skipulagi vinnutíma sem gerð hefur verið í fimmtíu ár með samkomulagi um styttingu vinnutíma. Markmið þessara breytinga er að stuðla að umbótum í skólastarfi, bæta vinnustaðamenningu og auka samræmingu vinnu og einkalífs, án þess þó að draga úr skilvirkni og gæðum í starfsemi skólanna. Við þurfum að tryggja gagnkvæman sveigjanleika og stuðla þannig að bættum lífskjörum og því að grunnskólar verði eftirsóttir vinnustaðir. Sveitarstjórnir sem taka við keflinu í vor þurfa að taka utan um þetta mikilvæga verkefni, fóstra það og gefa því þá vængi sem duga til að gera grunnskóla landsins enn betri og tryggja velferð kennara til lengri tíma. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Framundan eru sveitarstjórnarkosningar þar sem skipað verður í þær sveitir sem munu stjórna málefnum borgar, bæja og sveitarfélaga um land allt næstu fjögur árin. Reynsluboltar munu halda áfram sínum störfum en jafnframt munu nýir aðilar bætast í hópinn, taka við keflinu og móta áherslur til framtíðar. Fjölmörg mál brenna á kjósendum og sitt sýnist hverjum um hvað ber hæst. En sama hvar ber niður þá er eitt mál sem á að bera höfuð og herðar yfir önnur mál. Málefni grunnskólanna. Rúmlega aldarfjórðungur er nú liðinn frá því að grunnskólarnir voru fluttir frá ríki til sveitarfélaganna. Á þeim tíma hefur ýmislegt gerst, sumt til batnaðar en annað ekki. Þeir aðilar sem nú bjóða fram krafta sína til að stýra nærþjónustunni hafa bæði mikil völd og bera mikla ábyrgð - og það er þeirra að styðja við umbætur í skólastarfi og hlúa að starfsfólki skólanna. Skólamál eru þverpólitísk og snerta okkur öll, hvort sem við erum foreldrar, forráðamenn, nemendur, starfsmenn eða lýðræðislega kjörnir fulltrúar almennings í landinu. Grunnskólamál eiga alltaf að vera til umræðu og líklega eiga þau aldrei meira erindi við okkur en einmitt í aðdraganda kosninga. Það verður aldrei of oft brýnt fyrir núverandi og verðandi sveitarstjórnarfólki hversu marga og mikilvæga snertifleti skólinn hefur við samfélagið á hverjum stað. Nýgerður kjarasamningur við grunnskólakennara markar ákveðin tímamót. Í honum er tekist á við eina stærstu breytingu á skipulagi vinnutíma sem gerð hefur verið í fimmtíu ár með samkomulagi um styttingu vinnutíma. Markmið þessara breytinga er að stuðla að umbótum í skólastarfi, bæta vinnustaðamenningu og auka samræmingu vinnu og einkalífs, án þess þó að draga úr skilvirkni og gæðum í starfsemi skólanna. Við þurfum að tryggja gagnkvæman sveigjanleika og stuðla þannig að bættum lífskjörum og því að grunnskólar verði eftirsóttir vinnustaðir. Sveitarstjórnir sem taka við keflinu í vor þurfa að taka utan um þetta mikilvæga verkefni, fóstra það og gefa því þá vængi sem duga til að gera grunnskóla landsins enn betri og tryggja velferð kennara til lengri tíma. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar