Fyrir okkur og komandi kynslóðir Jóna Bjarnadóttir skrifar 17. apríl 2022 10:00 Græna orkan okkar er grundvöllur þeirra lífsgæða sem við búum við í dag og hún mun gera okkur Íslendingum kleift að ná loftslagsmarkmiðum stjórnvalda og verða orkusjálfstæð. Til mikils er að vinna fyrir loftslagið, náttúruna og samfélagið. En munum að flýta okkur hægt og vanda til verka. Við höfum áralanga reynslu af farsælli uppbyggingu og rekstri virkjana sem skila fjölbreyttum ávinningi til samfélagsins. Á sama tíma erum við meðvituð um að virkjun náttúruauðlinda hefur áhrif á náttúru landsins. Við hjá Landsvirkjun tökum umhverfis- og loftslagsmálin alvarlega og þau eru samþætt allri okkar starfsemi. Endurnýjanlega orkan okkar losar mjög lítið í samanburði við aðra orkukosti. Græn orka telst sú sem losar ekki meira en 100g af gróðurhúsalofttegundum á kílówattstund, en okkar starfsemi losaði í fyrra aðeins 3,6g og hafði þá lækkað um 65% á 15 árum. Ný grænbók um stöðu og áskoranir Íslands í orkumálum leggur áherslu á mikilvægi þess að aðgerðir í loftslagsmálum miði að raunverulegum samdrætti innanlands en ekki að flytja losunina úr landi. Við erum stolt af því að árleg losun vegna raforkuvinnslu á heimsvísu er um þrem milljónum tonna lægri en ella af því að viðskiptavinir velja að kaupa hana af okkur frekar en á meginlandi Evrópu. Þrátt fyrir litla losun ætlum við gera enn betur og vinnum markvisst að því að draga enn úr henni. Stærsta verkefnið er 60% samdráttur í losun frá jarðvarmanum sem við munum ná eftir 3 ár. Ábyrg nýting og náttúruvernd Aukin vinnsla endurnýjanlegrar orku er lykilþáttur í baráttunni við loftslagsvána á heimsvísu og fyrir orkuskipti í samgöngum á Íslandi. En ekki má gleyma því að hún hefur áhrif á náttúrufar. Því er mikilvægt að huga að náttúruvernd samhliða virkjun og nýtingu auðlinda. Landsvirkjun hefur alltaf lagt ríka áherslu á að rannsaka fjölmarga þætti til að geta spáð fyrir um möguleg áhrif, áður en ákvarðanir eru teknar um nýjar virkjanir. Má þar nefna rennsli og lífríki í ám, góður og dýralíf á landi, farleiðir fugla þar sem góð skilyrði eru fyrir vindorku og svo mætti lengi telja. Niðurstöður hafa hjálpað við að draga úr áhrifum á náttúru landsins á sama tíma og við höfum byggt upp sterka orkuinnviði sem nýtast okkur öllum í dag. Rannsóknir hefjast mörgum árum áður en sjálfar virkjanaframkvæmdirnar verða að veruleika. Og þeim lýkur ekki þegar virkjun er fullbyggð, þá tekur við ítarleg vöktun til framtíðar. Ferðamenn jákvæðir Við höfum að leiðarljósi að nærsamfélag njóti ávinnings af starfsemi okkar allt frá undirbúningi verkefna til reksturs virkjana. Og leggjum mikið upp úr góðu samstarfi við heimamenn eins og góðum granna sæmir. Það er okkar reynsla og reynsla víða í öðrum löndum að orkuvinnsla og fjölbreytt önnur landnýting fari vel saman, hvort sem er landgræðsla, rekstur þjóðgarða eða ferðaþjónusta. Viðhorf erlendra ferðamenna til orkuvinnslu á Íslandi er almennt jákvætt. Niðurstöður kannana í Leifsstöð sýna að 97% ferðafólks eru jákvæð gagnvart endurnýjanlegum orkugjöfum á Íslandi. Þrír af hverjum fjórum segja að græna orkan hafi haft jákvæð áhrif á upplifun þeirra af náttúru landsins og eingöngu 1% að hún hafi neikvæð áhrif. Ferðamenn sem sækja starfsvæði okkar heim segjast upplifa náttúrufegurð, víðáttumikið landslag, kyrrð og ró, hvað sem virkjanamannvirkjum og orkuvinnslu líður. Græna orkan skapar tækifæri til framtíðar Við stöndum á tímamótum, við ætlum að hætta að nota bensín og olíu og því er óumflýjanlegt að reisa nýjar virkjanir. Græna orkan skapar tækifæri til framtíðar. Við hjá Landsvirkjun ætlum áfram að vanda vel til verka og huga að áhrifum á náttúru samhliða ávinningi til samfélagsins. Græna orkan okkar er grundvöllur fyrir þeim lífsgæðum sem við búum við í dag og verður það áfram fyrir komandi kynslóðir. Hún er lykilþáttur í að við Íslendingar og heimurinn allur nái að vinna gegn loftslagsbreytingum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Græna orkan okkar er grundvöllur þeirra lífsgæða sem við búum við í dag og hún mun gera okkur Íslendingum kleift að ná loftslagsmarkmiðum stjórnvalda og verða orkusjálfstæð. Til mikils er að vinna fyrir loftslagið, náttúruna og samfélagið. En munum að flýta okkur hægt og vanda til verka. Við höfum áralanga reynslu af farsælli uppbyggingu og rekstri virkjana sem skila fjölbreyttum ávinningi til samfélagsins. Á sama tíma erum við meðvituð um að virkjun náttúruauðlinda hefur áhrif á náttúru landsins. Við hjá Landsvirkjun tökum umhverfis- og loftslagsmálin alvarlega og þau eru samþætt allri okkar starfsemi. Endurnýjanlega orkan okkar losar mjög lítið í samanburði við aðra orkukosti. Græn orka telst sú sem losar ekki meira en 100g af gróðurhúsalofttegundum á kílówattstund, en okkar starfsemi losaði í fyrra aðeins 3,6g og hafði þá lækkað um 65% á 15 árum. Ný grænbók um stöðu og áskoranir Íslands í orkumálum leggur áherslu á mikilvægi þess að aðgerðir í loftslagsmálum miði að raunverulegum samdrætti innanlands en ekki að flytja losunina úr landi. Við erum stolt af því að árleg losun vegna raforkuvinnslu á heimsvísu er um þrem milljónum tonna lægri en ella af því að viðskiptavinir velja að kaupa hana af okkur frekar en á meginlandi Evrópu. Þrátt fyrir litla losun ætlum við gera enn betur og vinnum markvisst að því að draga enn úr henni. Stærsta verkefnið er 60% samdráttur í losun frá jarðvarmanum sem við munum ná eftir 3 ár. Ábyrg nýting og náttúruvernd Aukin vinnsla endurnýjanlegrar orku er lykilþáttur í baráttunni við loftslagsvána á heimsvísu og fyrir orkuskipti í samgöngum á Íslandi. En ekki má gleyma því að hún hefur áhrif á náttúrufar. Því er mikilvægt að huga að náttúruvernd samhliða virkjun og nýtingu auðlinda. Landsvirkjun hefur alltaf lagt ríka áherslu á að rannsaka fjölmarga þætti til að geta spáð fyrir um möguleg áhrif, áður en ákvarðanir eru teknar um nýjar virkjanir. Má þar nefna rennsli og lífríki í ám, góður og dýralíf á landi, farleiðir fugla þar sem góð skilyrði eru fyrir vindorku og svo mætti lengi telja. Niðurstöður hafa hjálpað við að draga úr áhrifum á náttúru landsins á sama tíma og við höfum byggt upp sterka orkuinnviði sem nýtast okkur öllum í dag. Rannsóknir hefjast mörgum árum áður en sjálfar virkjanaframkvæmdirnar verða að veruleika. Og þeim lýkur ekki þegar virkjun er fullbyggð, þá tekur við ítarleg vöktun til framtíðar. Ferðamenn jákvæðir Við höfum að leiðarljósi að nærsamfélag njóti ávinnings af starfsemi okkar allt frá undirbúningi verkefna til reksturs virkjana. Og leggjum mikið upp úr góðu samstarfi við heimamenn eins og góðum granna sæmir. Það er okkar reynsla og reynsla víða í öðrum löndum að orkuvinnsla og fjölbreytt önnur landnýting fari vel saman, hvort sem er landgræðsla, rekstur þjóðgarða eða ferðaþjónusta. Viðhorf erlendra ferðamenna til orkuvinnslu á Íslandi er almennt jákvætt. Niðurstöður kannana í Leifsstöð sýna að 97% ferðafólks eru jákvæð gagnvart endurnýjanlegum orkugjöfum á Íslandi. Þrír af hverjum fjórum segja að græna orkan hafi haft jákvæð áhrif á upplifun þeirra af náttúru landsins og eingöngu 1% að hún hafi neikvæð áhrif. Ferðamenn sem sækja starfsvæði okkar heim segjast upplifa náttúrufegurð, víðáttumikið landslag, kyrrð og ró, hvað sem virkjanamannvirkjum og orkuvinnslu líður. Græna orkan skapar tækifæri til framtíðar Við stöndum á tímamótum, við ætlum að hætta að nota bensín og olíu og því er óumflýjanlegt að reisa nýjar virkjanir. Græna orkan skapar tækifæri til framtíðar. Við hjá Landsvirkjun ætlum áfram að vanda vel til verka og huga að áhrifum á náttúru samhliða ávinningi til samfélagsins. Græna orkan okkar er grundvöllur fyrir þeim lífsgæðum sem við búum við í dag og verður það áfram fyrir komandi kynslóðir. Hún er lykilþáttur í að við Íslendingar og heimurinn allur nái að vinna gegn loftslagsbreytingum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar