Minnst fimm særðust í skotárás í Brooklyn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. apríl 2022 15:50 Fjöldi viðbragðsaðila var kallaður út vegna árásarinnar. AP Photo/John Minchillo Minnst fimm særðust í skotárás í neðanjarðarlest í Brooklyn í New York í morgun. Lögreglan leitar enn árásarmannsins, sem talinn er klæddur í appelsínugult endurskinsvesti. Tilkynning barst til lögreglu klukkan 8:30 í morgun að staðartíma um að skothvellir eða sprengingar hafi heyrst á lestarstöðinni á 36 stræti í Sunset Park hverfi. Þegar lögregla og slökkvilið mætti á staðinn var stöðin uppfull af reyk og var fyrst talið að sprengja hafi sprungið á stöðinni. Samkvæmt nýjustu upplýsingum telja rannsóknaraðilar að árásarmaðurinn hafi sprengt reyksprengju inni í lestinni áður en skothríðin hófst. Sjúkraflutningamenn tilbúnir til að taka á móti mögulegum fórnarlömbum árásarinnar.AP Photo/John Minchillo Eins og áður sagði hæfði maðurinn minnst fimm og minnst ellefu slösuðust í ringulreiðinni sem myndaðist í árásinni. Myndband af vettvangi sýnir mannmergðina hlaupa út úr lestarvagninum, aðra haltra og greinilegur reykur sést á myndskeiðinu. Heyra má einhvern öskra að hringja þurfi í 911, neyðarlínuna. Myndir á vettvangi sýna fólk hlúa að öðrum sem særðust í árásinni á lestarstöðinni og blóðpolla á gólfinu. Brooklyn #Subway Shooting. pic.twitter.com/XeH0DrdD9s— Isaac Abraham (@IsaacAb13111035) April 12, 2022 Fram kemur í frétt AP að samkvæmt upplýsingum frá heimildarmönnum innan lögreglunnar að árásarmaðurinn hafi borið gasgrímu fyrir vitum í árásinni. Svo virðist sem maðurinn hafi sprengt reyksprengju á lestarstöðinni til að valda ringulreið. Þá hefur lögreglan það til rannsóknar hvort sprengju hafi verið komið fyrir á stöðinni en fyrstu fregnir hermdu að ósprengd sprengja hafi fundist á vettvangi. Lögreglan hefur gefið það út á Twitter að engin sprengja hafi fundist við leit lögreglu. Þó hafi nokkrar reyksprengjur fundist að sögn Fabien Levy talsmanns borgarstjórnar. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira
Tilkynning barst til lögreglu klukkan 8:30 í morgun að staðartíma um að skothvellir eða sprengingar hafi heyrst á lestarstöðinni á 36 stræti í Sunset Park hverfi. Þegar lögregla og slökkvilið mætti á staðinn var stöðin uppfull af reyk og var fyrst talið að sprengja hafi sprungið á stöðinni. Samkvæmt nýjustu upplýsingum telja rannsóknaraðilar að árásarmaðurinn hafi sprengt reyksprengju inni í lestinni áður en skothríðin hófst. Sjúkraflutningamenn tilbúnir til að taka á móti mögulegum fórnarlömbum árásarinnar.AP Photo/John Minchillo Eins og áður sagði hæfði maðurinn minnst fimm og minnst ellefu slösuðust í ringulreiðinni sem myndaðist í árásinni. Myndband af vettvangi sýnir mannmergðina hlaupa út úr lestarvagninum, aðra haltra og greinilegur reykur sést á myndskeiðinu. Heyra má einhvern öskra að hringja þurfi í 911, neyðarlínuna. Myndir á vettvangi sýna fólk hlúa að öðrum sem særðust í árásinni á lestarstöðinni og blóðpolla á gólfinu. Brooklyn #Subway Shooting. pic.twitter.com/XeH0DrdD9s— Isaac Abraham (@IsaacAb13111035) April 12, 2022 Fram kemur í frétt AP að samkvæmt upplýsingum frá heimildarmönnum innan lögreglunnar að árásarmaðurinn hafi borið gasgrímu fyrir vitum í árásinni. Svo virðist sem maðurinn hafi sprengt reyksprengju á lestarstöðinni til að valda ringulreið. Þá hefur lögreglan það til rannsóknar hvort sprengju hafi verið komið fyrir á stöðinni en fyrstu fregnir hermdu að ósprengd sprengja hafi fundist á vettvangi. Lögreglan hefur gefið það út á Twitter að engin sprengja hafi fundist við leit lögreglu. Þó hafi nokkrar reyksprengjur fundist að sögn Fabien Levy talsmanns borgarstjórnar.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira