Neytendur

Inn­kalla súkku­laði­egg korter í páska vegna salmonellu

Árni Sæberg skrifar
Grunur er um að Kinder eggin innihaldi ekki aðeins glaðning heldur einnig vágestinn salmonellu.
Grunur er um að Kinder eggin innihaldi ekki aðeins glaðning heldur einnig vágestinn salmonellu. Victoria Jones/Getty

Ákveðið hefur verið að innkalla öll tuttugu gramma Kinder súkkulaðiegg vegna gruns um sýkingar af völdum salmonellu hjá fólki. Einungis sex dagar eru síðan sams konar egg í afmarkaðri framleiðslulotu voru innkölluð.

ÓJK-ÍSAM, innflutningsfyrirtæki, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum tuttugu gramma Kinder egg, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Ástæða innköllunnar er grunur um sýkingar af völdum salmonellu hjá fólki.

Vísir greindi frá því fyrir sex dögum að Kinder egg í afmarkaðri framleiðslulotu hefðu verið innkölluð af sömu ástæðu.

Salmonella er baktería sem getur valdið alvarlegum sýkingum í mönnum. Nánari upplýsingar um salmonellu eru á vefsíðu Matvælastofnunar.

Viðskiptavinir sem keypt hafa eggin eru beðnir um að neyta þeirra ekki og ýmist farga eða skila þeim í verslunina þar sem þau voru keypt gegn endurgreiðslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×