Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Björn Berg Gunnarsson skrifar 3. júní 2025 07:42 Björn Berg Gunnarsson svarar spurningum frá lesendum Vísis í sumar. Sendu spurningu á hann neðst í greininni. Vísir/Vilhelm Spurning barst frá lesanda, þrjátíu og tveggja ára konu: „Sæll. Ég hef heyrt þig tala um að það sé gott að eiga neyðarsjóð, þá þurfi maður ekki að taka yfirdrátt ef eitthvað kemur upp á. Nú hef ég lent í því nokkrum sinnum að eyða þessum neyðarsjóði í hálfgerða vitleysu. Hvar á ég að geyma þennan sparnað svo ég freistist ekki til að nota hann?“ Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi ætlar að svara spurningum frá lesendum Vísis í sumar. Þar gefst lesendum kostur á að spyrja hann spurninga sem tengjast fjármálum, fjárfestingum og öðru. Sæl og takk fyrir góða spurningu, þetta er aldeilis ekki í fyrsta skipti sem ég heyri af svipuðum áhyggjum. Neyðarsjóðurinn þarf að vera heilagur. Við notum hann alls ekki nema í ítrustu neyð, en þá tökum við lán í honum í stað þess að nýta dýr neyslulán á borð við yfirdrátt, dreifingu á kreditkorti og aðrar greiðsludreifingar. Ef hann hefur verið notaður í almenna neyslu er nauðsynlegt að gera breytingar og gott að þú spyrjir, enda er hann ekki að nýtast sem skyldi. Við slíkar aðstæður gætu sumir freistast til að binda neyðarsjóðinn, til dæmis á reikningum sem ekki er hægt að losa nema með talsverðum fyrirvara eða í verðbréfum. Þá er vissulega meiri fyrirhöfn að nálgast sparnaðinn en við drögum þó úr gagnsemi. Forsenda þess að hann nýtist sem neyðarsjóður að hann sé aðgengilegur ef eitthvað bjátar á. Áskorunin sem þú stendur frammi fyrir er því að þú þarft að geta nálgast peningana hvenær sem er, en vilt þó ekki freistast til að eyða honum í „hálfgerða vitleysu“, eins og þú kemst að orði. Ef okkur tekst ekki að standast freistinguna þurfum við að koma fénu í ákveðna armslengd frá okkur. Þangað sem neyslugleðin í okkur nær ekki. Hér eru tvær hugmyndir sem þú gætir hugleitt: Leggðu sparnaðinn inn á reikning annars staðar en í þínum viðskiptabanka. Nefndu reikninginn „neyðarsjóð“. Hentu svo appi viðkomandi stofnunar út úr símanum þínum og ekki fá greiðslukort frá þeim. Biddu einhvern sem þú treystir um að geyma neyðarsjóðinn hjá sér, jafnvel í reiðufé. (Ungur maður sagði mér eitt sinn að hann hafi geymt neyðarsjóðinn sinn hjá frænda sem hann væri hræddur við. Þar með væri tryggt að peningarnir yrðu ekki sóttir nema góð ástæða væri til). Þú tekur ekki fram hversu hár neyðarsjóðurinn er, en það er líka smekksatriði og persónubundið. Ef þú ert með einhverjar neysluskuldir í dag (öll önnur lán en húsnæðis- og námslán) skaltu byrja með lítinn neyðarsjóð (100.000-500.000 kr.) og ráðast að krafti í að greiða upp skuldirnar. Þá lokar þú heimildinni og metur jafnvel hvort þú viljir hætta að nota kreditkort. Ef þú freistast til að eyða neyðarsjóðnum þínum í óþarfa er ekki útilokað að þú freistist sömuleiðis í að dreifa greiðslum og taka yfirdrátt. Þegar þú ert komin upp fyrir núllið bætir þú við neyðarsjóðinn þangað til hann nær fjárhæð sem ætti að duga fyrir flestu því sem upp getur komið, t.d. ef þú missir vinnuna eða við annað áfall. Ég vona að þetta gagnist þér vel. Fjármálin með Birni Berg Fjármál heimilisins Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
„Sæll. Ég hef heyrt þig tala um að það sé gott að eiga neyðarsjóð, þá þurfi maður ekki að taka yfirdrátt ef eitthvað kemur upp á. Nú hef ég lent í því nokkrum sinnum að eyða þessum neyðarsjóði í hálfgerða vitleysu. Hvar á ég að geyma þennan sparnað svo ég freistist ekki til að nota hann?“ Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi ætlar að svara spurningum frá lesendum Vísis í sumar. Þar gefst lesendum kostur á að spyrja hann spurninga sem tengjast fjármálum, fjárfestingum og öðru. Sæl og takk fyrir góða spurningu, þetta er aldeilis ekki í fyrsta skipti sem ég heyri af svipuðum áhyggjum. Neyðarsjóðurinn þarf að vera heilagur. Við notum hann alls ekki nema í ítrustu neyð, en þá tökum við lán í honum í stað þess að nýta dýr neyslulán á borð við yfirdrátt, dreifingu á kreditkorti og aðrar greiðsludreifingar. Ef hann hefur verið notaður í almenna neyslu er nauðsynlegt að gera breytingar og gott að þú spyrjir, enda er hann ekki að nýtast sem skyldi. Við slíkar aðstæður gætu sumir freistast til að binda neyðarsjóðinn, til dæmis á reikningum sem ekki er hægt að losa nema með talsverðum fyrirvara eða í verðbréfum. Þá er vissulega meiri fyrirhöfn að nálgast sparnaðinn en við drögum þó úr gagnsemi. Forsenda þess að hann nýtist sem neyðarsjóður að hann sé aðgengilegur ef eitthvað bjátar á. Áskorunin sem þú stendur frammi fyrir er því að þú þarft að geta nálgast peningana hvenær sem er, en vilt þó ekki freistast til að eyða honum í „hálfgerða vitleysu“, eins og þú kemst að orði. Ef okkur tekst ekki að standast freistinguna þurfum við að koma fénu í ákveðna armslengd frá okkur. Þangað sem neyslugleðin í okkur nær ekki. Hér eru tvær hugmyndir sem þú gætir hugleitt: Leggðu sparnaðinn inn á reikning annars staðar en í þínum viðskiptabanka. Nefndu reikninginn „neyðarsjóð“. Hentu svo appi viðkomandi stofnunar út úr símanum þínum og ekki fá greiðslukort frá þeim. Biddu einhvern sem þú treystir um að geyma neyðarsjóðinn hjá sér, jafnvel í reiðufé. (Ungur maður sagði mér eitt sinn að hann hafi geymt neyðarsjóðinn sinn hjá frænda sem hann væri hræddur við. Þar með væri tryggt að peningarnir yrðu ekki sóttir nema góð ástæða væri til). Þú tekur ekki fram hversu hár neyðarsjóðurinn er, en það er líka smekksatriði og persónubundið. Ef þú ert með einhverjar neysluskuldir í dag (öll önnur lán en húsnæðis- og námslán) skaltu byrja með lítinn neyðarsjóð (100.000-500.000 kr.) og ráðast að krafti í að greiða upp skuldirnar. Þá lokar þú heimildinni og metur jafnvel hvort þú viljir hætta að nota kreditkort. Ef þú freistast til að eyða neyðarsjóðnum þínum í óþarfa er ekki útilokað að þú freistist sömuleiðis í að dreifa greiðslum og taka yfirdrátt. Þegar þú ert komin upp fyrir núllið bætir þú við neyðarsjóðinn þangað til hann nær fjárhæð sem ætti að duga fyrir flestu því sem upp getur komið, t.d. ef þú missir vinnuna eða við annað áfall. Ég vona að þetta gagnist þér vel.
Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi ætlar að svara spurningum frá lesendum Vísis í sumar. Þar gefst lesendum kostur á að spyrja hann spurninga sem tengjast fjármálum, fjárfestingum og öðru.
Fjármálin með Birni Berg Fjármál heimilisins Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira