Mikil skjálftavirkni mælist á Reykjanesskaga Eiður Þór Árnason skrifar 12. apríl 2022 21:51 Enn og aftur lætur Reykjanesið vita af sér. Vísir/Vilhelm Nokkur skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga í kvöld og hafa mælst minnst þrír skjálftar um og yfir þremur að stærð. Að sögn náttúruvársérfræðings er um að ræða jarðskjálftahrinu sem hófst um klukkan 21:21 með skjálfta að stærð 3,9 um sjö kílómetrum norðaustur af Reykjanestá. Í kjölfarið komu allavega tveir aðrir skjálftar yfir þremur að stærð og töluverð smáskjálftavirkni. Síðast mældist skjálfti af svipaðri stærðargráðu á þessu svæði í nóvember 2021 þegar skjálfti af stærðinni 3,5 varð þar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. Samkvæmt vef hennar mældist skjálfti að stærð 3,0 um klukkan 21:22, 7,9 kílómetrum norðnorðaustur af Reykjanestá, og annar klukkan 21:28 að stærð 3,1 á svipuðum stað. Þess á milli hafa mælst minni skjálftar yfir tveimur að stærð. Um 200 skjálftar höfðu mælst rúmri klukkustund eftir að hrinan hófst og áfram mælist töluverð smáskjálftavirkni. Veðurstofunni hafa borist tilkynningar víða af Reykjanesskaganum og af höfuðborgarsvæðinu um að fólk hafi fundið fyrir stærstu skjálftunum. Erfitt að segja til um eldvirkni Náttúruvársérfræðingur segir of snemmt er að segja til um hvort þetta sé merki um aukna eldvirkni á svæðinu. „Þetta er innan eldstöðvakerfisins á Reykjanesi en það er of snemmt að segja til um hvað nákvæmlega er að valda þessari jarðskjálftahrinu. Eins og við vitum þá hefur verið mikil jarðskjálftavirkni víða á Reykjanesskaganum í yfir rúmt ár og þetta er hluti af þeirri atburðarás,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands segir að um sé að ræða nokkuð kröftuga skjálftahrinu og að skjálftavirknin hafi verið nær samfelld eftir að stóri skjálftinn varð um klukkan 21:20. Hópurinn segir að stærsta skjálftans hafi orðið vart í Reykjavík. „Hrinan fylgir mynstrinu í virkninni sem einkennt hefur skagann undanfarin tvö ár, þar sem virknin hefur verið að hoppa á milli svæða. Stutt er síðan snörp hrina varð við Grindavík, en þar hefur virknin heldur róast,“ segir í færslu hópsins á Facebook. Á Facebook-síðu Víkurfrétta má sjá fjölmarga íbúa lýsa því að þeir hafi fundið vel fyrir jarðskjálfta á tíunda tímanum, meðal annars í Innri Njarðvík, Grindavík, Sandgerði, Ásbrú, Keflavík og Garði. Fréttin hefur verið uppfærð. Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Sjá meira
Síðast mældist skjálfti af svipaðri stærðargráðu á þessu svæði í nóvember 2021 þegar skjálfti af stærðinni 3,5 varð þar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. Samkvæmt vef hennar mældist skjálfti að stærð 3,0 um klukkan 21:22, 7,9 kílómetrum norðnorðaustur af Reykjanestá, og annar klukkan 21:28 að stærð 3,1 á svipuðum stað. Þess á milli hafa mælst minni skjálftar yfir tveimur að stærð. Um 200 skjálftar höfðu mælst rúmri klukkustund eftir að hrinan hófst og áfram mælist töluverð smáskjálftavirkni. Veðurstofunni hafa borist tilkynningar víða af Reykjanesskaganum og af höfuðborgarsvæðinu um að fólk hafi fundið fyrir stærstu skjálftunum. Erfitt að segja til um eldvirkni Náttúruvársérfræðingur segir of snemmt er að segja til um hvort þetta sé merki um aukna eldvirkni á svæðinu. „Þetta er innan eldstöðvakerfisins á Reykjanesi en það er of snemmt að segja til um hvað nákvæmlega er að valda þessari jarðskjálftahrinu. Eins og við vitum þá hefur verið mikil jarðskjálftavirkni víða á Reykjanesskaganum í yfir rúmt ár og þetta er hluti af þeirri atburðarás,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands segir að um sé að ræða nokkuð kröftuga skjálftahrinu og að skjálftavirknin hafi verið nær samfelld eftir að stóri skjálftinn varð um klukkan 21:20. Hópurinn segir að stærsta skjálftans hafi orðið vart í Reykjavík. „Hrinan fylgir mynstrinu í virkninni sem einkennt hefur skagann undanfarin tvö ár, þar sem virknin hefur verið að hoppa á milli svæða. Stutt er síðan snörp hrina varð við Grindavík, en þar hefur virknin heldur róast,“ segir í færslu hópsins á Facebook. Á Facebook-síðu Víkurfrétta má sjá fjölmarga íbúa lýsa því að þeir hafi fundið vel fyrir jarðskjálfta á tíunda tímanum, meðal annars í Innri Njarðvík, Grindavík, Sandgerði, Ásbrú, Keflavík og Garði. Fréttin hefur verið uppfærð.
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Sjá meira