Vaktin: Sprengingar heyrðust í Kænugarði Eiður Þór Árnason, Vésteinn Örn Pétursson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 14. apríl 2022 16:20 Starfsmaður kirkjugarðs stendur við grafir óbreyttra borgara sem voru myrtir í Bucha, nærri Kænugarði. AP/Rodrigo Abd Rússnesk stjórnvöld segja að Úkraínuher hafi sent þyrlur inn í lofthelgi Rússa. Þar hafi flugmenn skotið sprengjum á byggingar í þorpinu Klimovo í Brjanskfylki. Rússar hafa áður haldið sams konar ásökunum á lofti, en Úkraínumenn neituðu þeim. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Stríðandi fylkingar Rússa og Úkraínumanna hafa náð samkomulagi um að opna níu mannúðarleiðir út úr mismunandi borgum í Úkraínu sem Rússar sitja um. Þar á meðal er leið út úr Mariupol, sem er rústir einar eftir linnulausar árásir Rússa. Rússar hafa viðurkennt að Moskva, eitt flaggskipa rússneska flotans, sé sokkið. Bandaríkin hafa lofað að senda fleiri hergögn til Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að með sendingunni muni Úkraínumenn öðlast „nýja eiginleika“ í baráttunni við innrásarher Rússa. Rússar segja fjölda úkraínskra hermanna í Mariupol hafa gefist upp í gær. Úkraínskir herforingjar segja borgina þó ekki hafa fallið. Rússar hafa sakað úkraínska herinn um að fara á þyrlum yfir norðurlandamæri Úkraínu og ráðast á þorpið Klimovo í Brjanskfylki með sprengjum. Hér má finna vakt gærdagsins. Hér gefur að líta kort sem sýnir helstu borgir Úkraínu sem hafa komið við sögu í innrásinni.vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Stríðandi fylkingar Rússa og Úkraínumanna hafa náð samkomulagi um að opna níu mannúðarleiðir út úr mismunandi borgum í Úkraínu sem Rússar sitja um. Þar á meðal er leið út úr Mariupol, sem er rústir einar eftir linnulausar árásir Rússa. Rússar hafa viðurkennt að Moskva, eitt flaggskipa rússneska flotans, sé sokkið. Bandaríkin hafa lofað að senda fleiri hergögn til Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að með sendingunni muni Úkraínumenn öðlast „nýja eiginleika“ í baráttunni við innrásarher Rússa. Rússar segja fjölda úkraínskra hermanna í Mariupol hafa gefist upp í gær. Úkraínskir herforingjar segja borgina þó ekki hafa fallið. Rússar hafa sakað úkraínska herinn um að fara á þyrlum yfir norðurlandamæri Úkraínu og ráðast á þorpið Klimovo í Brjanskfylki með sprengjum. Hér má finna vakt gærdagsins. Hér gefur að líta kort sem sýnir helstu borgir Úkraínu sem hafa komið við sögu í innrásinni.vísir
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira