Umfjöllun og viðtöl: Grindavík – Þór Þorl. 86-90 | Grindvíkingar í sumarfrí Andri Már Eggertsson skrifar 15. apríl 2022 22:45 Þór Þorlákshöfn getur sent Grindavík í sumarfrí í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Þór Þorlákshöfn vann Grindavík í hörkuleik 86-90. Þetta var þriðji sigur Þórs í einvíginu gegn Grindavík sem tryggði Íslandsmeisturunum farseðilinn í undanúrslitin. Liðin skiptust á körfum í fyrsta leikhluta og var jafnræði með liðunum í níu mínútur. Þór Þorlákshöfn endaði á að gera síðustu fimm stigin í fyrsta leikhluta. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 17-19. Luciano Nicolas Massarelli byrjaði annan leikhluta á að setja niður þrist í horninu og gerði áttunda stig Þórs í röð. Á fyrstu tólf mínútum leiksins tapaði Þór aðeins einum bolta á meðan Grindavík tapaði sex. Fyrri hálfleikur Grindavíkur einkenndist af sóknarfráköstum. Það var mikil barátta í heimamönnum sem tóku tólf sóknarfráköst í fyrri hálfleik. Heimamenn töpuðu þó níu boltum sem var fjórum boltum meira en Þór. Naor Sharabani endaði fyrri hálfleik á að taka sóknarfrákast og setja flautukörfu. Staðan í hálfleik var 42-48. En heimamenn komust mest tíu stigum yfir. Grindavík byrjaði seinni hálfleik af miklum krafti. Grindavík náði 11-2 áhlaupi á tæplega fjórum mínútum. Grindavík var með öll tök á leiknum í þriðja leikhluta sem endaði 26-15 fyrir heimamenn. Grindavík var fimm stigum yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung. Fjórði leikhluti var æsispennandi. Þegar tæplega þrjár mínútur voru eftir var staðan jöfn 77-77. Þórsarar gerðu sjö stig í röð og virtust vera að fara nokkuð þægilega í gegnum síðustu 90 sekúndurnar en þá setti Ólafur Ólafsson þrist og kveikti í húsinu. EC Matthews fylgdi því eftir með körfu og munurinn aðeins tvö stig. Þegar innan við tíu sekúndur voru eftir setti Ólafur Ólafsson niður þrist og minnkaði forskot Þórs niður í eitt stig. Glynn Watson fór næst á vítalínuna og setti bæði vítin ofan í en það var enn tími fyrir Naor Sharabani að koma þriggja stiga skoti á körfuna sem hann gerði og var brotið á honum. Hefði Naor sett öll vítin ofan í hefði hann jafnað leikinn en Naor klikkaði á fyrsta vítinu og þar við sat. Þór Þorlákshöfn vann leikinn að lokum 86-90. Af hverju vann Þór Þorlákshöfn? Það munaði svo litlu að Grindavík hafi hið minnsta fengið framlengingu. Naor Sharabani fékk tækifæri á lokasekúndum leiksins að jafna leikinn á vítalínunni en hann klikkaði á fyrsta vítinu og þar með fór leikurinn. Hverjir stóðu upp úr? Glynn Watson var allt í öllu í sóknarleik Þórs. Glynn gerði 24 stig, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Kyle Johnson var annan leikinn í röð í byrjunarliði Þórs Þorlákshafnar. Kyle gerði 15 stig og tók 8 fráköst. Ivan Aurrecoechea var besti leikmaður Grindavíkur í kvöld. Ivan gerði 21 stig, tók 16 fráköst og þar af 8 sóknarfráköst. Hvað gekk illa? Grindvíkingar geta verið mjög svekktir með hvernig þeir fóru með vítin sín. Grindavík tók 23 víti og hitti aðeins úr 15 sem er 65 prósent nýting. Spilamennska Davíðs Arnars Ágústssonar í síðustu tveimur leikjum er áhyggjuefni. Davíð er stigalaus í síðustu tveimur leikjum. Davíð klikkaði á sjö þristum í síðasta leik. Davíð tók þrjú skot í kvöld og klikkaði úr þeim öllum. Hvað gerist næst? Tímabilinu er lokið fyrir Grindavík en Þór Þorlákshöfn mætir Val í undanúrslitum. Sverrir Þór: Hef ekki hugmynd hvort ég muni þjálfa á næsta tímabili Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, var svekktur eftir leikVísir/Vilhelm Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, var afar svekktur eftir leik og var ekki með það á hreinu hvort hann myndi halda áfram sem þjálfari Grindavíkur. „Ég er hrikalega stoltur af strákunum. Við vorum að spila á fáum mönnum þar sem Kristinn Pálsson meiddist í síðasta leik. Eins og í öllum íþróttum þegar leikurinn er næstum því þá telur það ekki. Þór Þorlákshöfn er frábært lið með frábæran þjálfara,“ sagði Sverrir Þór eftir leik. Það voru litlu hlutirnir sem skildu liðin að og þá taldi 65 prósent vítanýting Grindavíkur ansi mikið. „Það er aldrei gott að vera aðeins með 65 prósent vítanýtingu. Það er eflaust hægt að finna fullt af litlum atriðum og fara í ef og hefði.“ Sverrir Þór tók við Grindavík í febrúar og stýrði liðinu í níu leikjum en var ekki viss hvort hann myndi þjálfa Grindavík á næsta tímabili. „Það er aldrei gott að koma inn sem þjálfari í stuttan tíma. Ég var heppinn að Jóhann Þór var tilbúinn að vera í þjálfarateyminu með mér. Mér fannst við ná liðinu á fínan stað fyrir úrslitakeppnina.“ „Ég hef ekki hugmynd um það hvort ég verði áfram með Grindavík á næsta tímabili. Það er létt að taka ákvörðun um að þjálfa í svona stuttan tíma en að binda sig í nokkur ár er erfiðara þar sem þetta er ekki aðalstarfið mitt,“ sagði Sverrir Þór að lokum óviss um sína framtíð í þjálfun. Lárus: Þakka Grindavík fyrir gott einvígi Lárus Jónsson var kátur eftir leikVísir/Vilhelm Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, var ánægður með sigurinn og farseðilinn í undanúrslitin. „Við vorum með yfirhöndina í fyrri hálfleik, Grindavík var betri í þriðja leikhluta og við vorum betri í fjórða leikhluta,“ sagði Lárus Jónsson um leik kvöldsins. Þór gerði 29 stig í öðrum leikhluta en aðeins 15 stig í þriðja leikhluta sem Grindavík vann með ellefu stigum. „Mér fannst við vera að flýta okkur of mikið í þriðja leikhluta. Ég hefði viljað sjá okkur þolinmóðari þar sem Grindavík var að berjast fyrir lífi sínu.“ Lokamínúturnar voru æsispennandi og var Lárus ánægður með hvernig Þórsarar kláruðu leikinn. „Við fengum opnanir þar sem við vorum duglegir að sækja á körfuna. Grindavík er frábært lið og þakka ég þeim fyrir frábært einvígi,“ sagði Lárus Jónsson að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. “ Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla UMF Grindavík Þór Þorlákshöfn
Þór Þorlákshöfn vann Grindavík í hörkuleik 86-90. Þetta var þriðji sigur Þórs í einvíginu gegn Grindavík sem tryggði Íslandsmeisturunum farseðilinn í undanúrslitin. Liðin skiptust á körfum í fyrsta leikhluta og var jafnræði með liðunum í níu mínútur. Þór Þorlákshöfn endaði á að gera síðustu fimm stigin í fyrsta leikhluta. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 17-19. Luciano Nicolas Massarelli byrjaði annan leikhluta á að setja niður þrist í horninu og gerði áttunda stig Þórs í röð. Á fyrstu tólf mínútum leiksins tapaði Þór aðeins einum bolta á meðan Grindavík tapaði sex. Fyrri hálfleikur Grindavíkur einkenndist af sóknarfráköstum. Það var mikil barátta í heimamönnum sem tóku tólf sóknarfráköst í fyrri hálfleik. Heimamenn töpuðu þó níu boltum sem var fjórum boltum meira en Þór. Naor Sharabani endaði fyrri hálfleik á að taka sóknarfrákast og setja flautukörfu. Staðan í hálfleik var 42-48. En heimamenn komust mest tíu stigum yfir. Grindavík byrjaði seinni hálfleik af miklum krafti. Grindavík náði 11-2 áhlaupi á tæplega fjórum mínútum. Grindavík var með öll tök á leiknum í þriðja leikhluta sem endaði 26-15 fyrir heimamenn. Grindavík var fimm stigum yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung. Fjórði leikhluti var æsispennandi. Þegar tæplega þrjár mínútur voru eftir var staðan jöfn 77-77. Þórsarar gerðu sjö stig í röð og virtust vera að fara nokkuð þægilega í gegnum síðustu 90 sekúndurnar en þá setti Ólafur Ólafsson þrist og kveikti í húsinu. EC Matthews fylgdi því eftir með körfu og munurinn aðeins tvö stig. Þegar innan við tíu sekúndur voru eftir setti Ólafur Ólafsson niður þrist og minnkaði forskot Þórs niður í eitt stig. Glynn Watson fór næst á vítalínuna og setti bæði vítin ofan í en það var enn tími fyrir Naor Sharabani að koma þriggja stiga skoti á körfuna sem hann gerði og var brotið á honum. Hefði Naor sett öll vítin ofan í hefði hann jafnað leikinn en Naor klikkaði á fyrsta vítinu og þar við sat. Þór Þorlákshöfn vann leikinn að lokum 86-90. Af hverju vann Þór Þorlákshöfn? Það munaði svo litlu að Grindavík hafi hið minnsta fengið framlengingu. Naor Sharabani fékk tækifæri á lokasekúndum leiksins að jafna leikinn á vítalínunni en hann klikkaði á fyrsta vítinu og þar með fór leikurinn. Hverjir stóðu upp úr? Glynn Watson var allt í öllu í sóknarleik Þórs. Glynn gerði 24 stig, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Kyle Johnson var annan leikinn í röð í byrjunarliði Þórs Þorlákshafnar. Kyle gerði 15 stig og tók 8 fráköst. Ivan Aurrecoechea var besti leikmaður Grindavíkur í kvöld. Ivan gerði 21 stig, tók 16 fráköst og þar af 8 sóknarfráköst. Hvað gekk illa? Grindvíkingar geta verið mjög svekktir með hvernig þeir fóru með vítin sín. Grindavík tók 23 víti og hitti aðeins úr 15 sem er 65 prósent nýting. Spilamennska Davíðs Arnars Ágústssonar í síðustu tveimur leikjum er áhyggjuefni. Davíð er stigalaus í síðustu tveimur leikjum. Davíð klikkaði á sjö þristum í síðasta leik. Davíð tók þrjú skot í kvöld og klikkaði úr þeim öllum. Hvað gerist næst? Tímabilinu er lokið fyrir Grindavík en Þór Þorlákshöfn mætir Val í undanúrslitum. Sverrir Þór: Hef ekki hugmynd hvort ég muni þjálfa á næsta tímabili Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, var svekktur eftir leikVísir/Vilhelm Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, var afar svekktur eftir leik og var ekki með það á hreinu hvort hann myndi halda áfram sem þjálfari Grindavíkur. „Ég er hrikalega stoltur af strákunum. Við vorum að spila á fáum mönnum þar sem Kristinn Pálsson meiddist í síðasta leik. Eins og í öllum íþróttum þegar leikurinn er næstum því þá telur það ekki. Þór Þorlákshöfn er frábært lið með frábæran þjálfara,“ sagði Sverrir Þór eftir leik. Það voru litlu hlutirnir sem skildu liðin að og þá taldi 65 prósent vítanýting Grindavíkur ansi mikið. „Það er aldrei gott að vera aðeins með 65 prósent vítanýtingu. Það er eflaust hægt að finna fullt af litlum atriðum og fara í ef og hefði.“ Sverrir Þór tók við Grindavík í febrúar og stýrði liðinu í níu leikjum en var ekki viss hvort hann myndi þjálfa Grindavík á næsta tímabili. „Það er aldrei gott að koma inn sem þjálfari í stuttan tíma. Ég var heppinn að Jóhann Þór var tilbúinn að vera í þjálfarateyminu með mér. Mér fannst við ná liðinu á fínan stað fyrir úrslitakeppnina.“ „Ég hef ekki hugmynd um það hvort ég verði áfram með Grindavík á næsta tímabili. Það er létt að taka ákvörðun um að þjálfa í svona stuttan tíma en að binda sig í nokkur ár er erfiðara þar sem þetta er ekki aðalstarfið mitt,“ sagði Sverrir Þór að lokum óviss um sína framtíð í þjálfun. Lárus: Þakka Grindavík fyrir gott einvígi Lárus Jónsson var kátur eftir leikVísir/Vilhelm Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, var ánægður með sigurinn og farseðilinn í undanúrslitin. „Við vorum með yfirhöndina í fyrri hálfleik, Grindavík var betri í þriðja leikhluta og við vorum betri í fjórða leikhluta,“ sagði Lárus Jónsson um leik kvöldsins. Þór gerði 29 stig í öðrum leikhluta en aðeins 15 stig í þriðja leikhluta sem Grindavík vann með ellefu stigum. „Mér fannst við vera að flýta okkur of mikið í þriðja leikhluta. Ég hefði viljað sjá okkur þolinmóðari þar sem Grindavík var að berjast fyrir lífi sínu.“ Lokamínúturnar voru æsispennandi og var Lárus ánægður með hvernig Þórsarar kláruðu leikinn. „Við fengum opnanir þar sem við vorum duglegir að sækja á körfuna. Grindavík er frábært lið og þakka ég þeim fyrir frábært einvígi,“ sagði Lárus Jónsson að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. “
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum