Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Keflavík 99-85 | Keflvíkingar niðurlægðir á Króknum Ísak Óli Traustason skrifar 17. apríl 2022 22:30 Stólarnir komnir í undanúrslit. Tindastóll fékk Keflavík í heimsókn í Síkið í kvöld. Um var að ræða oddaleik í seríunni og því allt undir. Sigur eða sumarfrí. Hingað til hefur heimaliðið sigrað leikina í þessari seríu og á því varð ekki breyting í kvöld. Lokatölur 99 – 85. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls hristi upp í byrjunarliði sínu og setti þá Axel Kárason og Taiwo Badmus í liðið á kostnað Sigurðs Gunnars Þorsteinssonar og Zoran Vrkic. Það var hins vegar Valur Orri Valsson, leikmaður Keflavík sem var vel tengdur í upphafi leiks og skoraði fyrstu 10 stig Keflvíkinga og kom þeim í 0-6. Tindastóll svaraði sterkri byrjun Keflvíkinga með góðu áhlaupi og með þriggja stiga körfum frá Javon Bess og Pétri Rúnari Birgissyni, leikmönnum Tindastóls undir lok leikhlutans var munurinn skyndilega orðinn fimmtán stig. Staðan 32–17. Þann mun náðu Keflvíkingar aldrei að saxa á það sem eftir varð af leiknum. Annar leikhluti endaði 24–24 og staðan í hálfleik var 56 – 41. Taiwo Badmus, leikmaður Tindastóls fagnaði byrjunarliðssæti með fjórtán stigum í hálfleik. Dominykas Milka var með fjórtán stig fyrir Keflvaík í fyrri hálfleik og ekkert frákast. Þriðji leikhluti var síðan eign Taiwo Badmus. Hann var gjörsamlega frábær og virtist skora að vild. Hann skoraði sextán stig í leikhlutanum og jók mun Tindastóls í nítján stig. Staðan 78 – 59. Fjórði leikhlutinn var svo formsatriði fyrir heimamenn en Keflvíkingar löguðst þó ekki niður og unnu leikhlutann 26 – 21. Öruggur sigur heimamanna þó staðreynd, 99 – 85. Af hverju vann Tindastóll? Þeir mættu klárir til leiks hvað varðar ákefð, baráttu og vilja. Þeir létu Keflvíkinga finna fyrir sér og brutu mikið. Keflavík komst aldrei í neinn takt sóknarlega við það en í hálfleik voru Tindastóll búnir að taka 37 skot utan af velli á móti 25 hjá Keflavík. Keflavík fengu samt sem áður mun fleiri víti en þau voru ekki að detta fyrir þá og þeir klikka á 10 vítum í leiknum. Taiwo Badmus var óstöðvandi og þá sérstaklega þegar að hann endaði í einn á einn stöðu á Milka. Það varð yfirleitt karfa úr því. Tindastóll var með gott jafnvægi í sínum leik og skjóta 40 % fyrir utan þriggja stiga línuna og skora 38 stig í teignum. Tindastóll voru betri á flestum sviðum körfuboltans í þessum leik og hlupu yfir ráðalausa Keflvíkinga. Hverjir stóðu upp úr? Besti maður vallarins var Taiwo Badmus, hann skoraði þegar að hann vildi og endar með 38 stig í 18 skotum utan af velli. Badmus var einnig með 5 fráköst og 4 stoðsendingar. Það voru margir að skila framlagi hjá Tindastól og voru átta leikmenn liðsins búnir að setja stig á töfluna eftir fyrsta leikhluta. Pétur Rúnar Birgisson átti flottan leik og endar með 8 stig, 7 fráköst og 8 stoðsendingar og Javon Bess laumaði sér í 19 stig. Það stefndi í stórleik hjá Vali Orra Valssyni, leikmanni Keflvík en hann endaði með 18 stig og Keflavík vinnur þær 33 mínútur með hann inn á vellinum með 1 stigi. Hvað hefði mátt betur fara? Keflavík náði ekki að jafna Tindastól í ákefð og baráttu. Þeir létu þá ýta sér úr öllum þeirra aðgerðum og komust ekki neitt í takt við leikinn sóknarlega fyrr en það var of seint. Þeir tapa boltum klaufalega og skjóta ekki vel í þessum leik fyrir utan þriggja stiga línuna (28%). Mustapha Heron og Darius Tarvydas voru búnir að skiptast á að eiga góða leiki voru ekki nógu afgerandi í þessum leik. Tarvydas endar þó með 15 stig og 11 fráksöst en Heron lýkur leik með 11 stig. Hörður Axel Vilhjálmsson tapaði 5 boltum í leiknum fyrir Keflavík en Tindastóll spilaði virkilega harða vörn á hann. Hvað gerist næst? Keflavík fer í sumarfrí en Tindastóll spilar við Njarðvík í undanúrslitum. Þar á Njarðvík réttinn á heimavellinum og fyrsti leikurinn þar að leiðandi í Njarðvík. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Tindastóll Keflavík ÍF Tengdar fréttir Hjalti: Töpuðum allt of mörgum boltum í allan vetur Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur var vonsvikinn eftir tap sinna manna gegn Tindastól í 8-liða úrslitum Subway deildarinnar. 17. apríl 2022 22:20
Tindastóll fékk Keflavík í heimsókn í Síkið í kvöld. Um var að ræða oddaleik í seríunni og því allt undir. Sigur eða sumarfrí. Hingað til hefur heimaliðið sigrað leikina í þessari seríu og á því varð ekki breyting í kvöld. Lokatölur 99 – 85. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls hristi upp í byrjunarliði sínu og setti þá Axel Kárason og Taiwo Badmus í liðið á kostnað Sigurðs Gunnars Þorsteinssonar og Zoran Vrkic. Það var hins vegar Valur Orri Valsson, leikmaður Keflavík sem var vel tengdur í upphafi leiks og skoraði fyrstu 10 stig Keflvíkinga og kom þeim í 0-6. Tindastóll svaraði sterkri byrjun Keflvíkinga með góðu áhlaupi og með þriggja stiga körfum frá Javon Bess og Pétri Rúnari Birgissyni, leikmönnum Tindastóls undir lok leikhlutans var munurinn skyndilega orðinn fimmtán stig. Staðan 32–17. Þann mun náðu Keflvíkingar aldrei að saxa á það sem eftir varð af leiknum. Annar leikhluti endaði 24–24 og staðan í hálfleik var 56 – 41. Taiwo Badmus, leikmaður Tindastóls fagnaði byrjunarliðssæti með fjórtán stigum í hálfleik. Dominykas Milka var með fjórtán stig fyrir Keflvaík í fyrri hálfleik og ekkert frákast. Þriðji leikhluti var síðan eign Taiwo Badmus. Hann var gjörsamlega frábær og virtist skora að vild. Hann skoraði sextán stig í leikhlutanum og jók mun Tindastóls í nítján stig. Staðan 78 – 59. Fjórði leikhlutinn var svo formsatriði fyrir heimamenn en Keflvíkingar löguðst þó ekki niður og unnu leikhlutann 26 – 21. Öruggur sigur heimamanna þó staðreynd, 99 – 85. Af hverju vann Tindastóll? Þeir mættu klárir til leiks hvað varðar ákefð, baráttu og vilja. Þeir létu Keflvíkinga finna fyrir sér og brutu mikið. Keflavík komst aldrei í neinn takt sóknarlega við það en í hálfleik voru Tindastóll búnir að taka 37 skot utan af velli á móti 25 hjá Keflavík. Keflavík fengu samt sem áður mun fleiri víti en þau voru ekki að detta fyrir þá og þeir klikka á 10 vítum í leiknum. Taiwo Badmus var óstöðvandi og þá sérstaklega þegar að hann endaði í einn á einn stöðu á Milka. Það varð yfirleitt karfa úr því. Tindastóll var með gott jafnvægi í sínum leik og skjóta 40 % fyrir utan þriggja stiga línuna og skora 38 stig í teignum. Tindastóll voru betri á flestum sviðum körfuboltans í þessum leik og hlupu yfir ráðalausa Keflvíkinga. Hverjir stóðu upp úr? Besti maður vallarins var Taiwo Badmus, hann skoraði þegar að hann vildi og endar með 38 stig í 18 skotum utan af velli. Badmus var einnig með 5 fráköst og 4 stoðsendingar. Það voru margir að skila framlagi hjá Tindastól og voru átta leikmenn liðsins búnir að setja stig á töfluna eftir fyrsta leikhluta. Pétur Rúnar Birgisson átti flottan leik og endar með 8 stig, 7 fráköst og 8 stoðsendingar og Javon Bess laumaði sér í 19 stig. Það stefndi í stórleik hjá Vali Orra Valssyni, leikmanni Keflvík en hann endaði með 18 stig og Keflavík vinnur þær 33 mínútur með hann inn á vellinum með 1 stigi. Hvað hefði mátt betur fara? Keflavík náði ekki að jafna Tindastól í ákefð og baráttu. Þeir létu þá ýta sér úr öllum þeirra aðgerðum og komust ekki neitt í takt við leikinn sóknarlega fyrr en það var of seint. Þeir tapa boltum klaufalega og skjóta ekki vel í þessum leik fyrir utan þriggja stiga línuna (28%). Mustapha Heron og Darius Tarvydas voru búnir að skiptast á að eiga góða leiki voru ekki nógu afgerandi í þessum leik. Tarvydas endar þó með 15 stig og 11 fráksöst en Heron lýkur leik með 11 stig. Hörður Axel Vilhjálmsson tapaði 5 boltum í leiknum fyrir Keflavík en Tindastóll spilaði virkilega harða vörn á hann. Hvað gerist næst? Keflavík fer í sumarfrí en Tindastóll spilar við Njarðvík í undanúrslitum. Þar á Njarðvík réttinn á heimavellinum og fyrsti leikurinn þar að leiðandi í Njarðvík.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Tindastóll Keflavík ÍF Tengdar fréttir Hjalti: Töpuðum allt of mörgum boltum í allan vetur Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur var vonsvikinn eftir tap sinna manna gegn Tindastól í 8-liða úrslitum Subway deildarinnar. 17. apríl 2022 22:20
Hjalti: Töpuðum allt of mörgum boltum í allan vetur Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur var vonsvikinn eftir tap sinna manna gegn Tindastól í 8-liða úrslitum Subway deildarinnar. 17. apríl 2022 22:20
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum