Rússneska flaggskipið Moskva sokkið Eiður Þór Árnason skrifar 14. apríl 2022 22:40 Rússnesk yfirvöld staðfestu fyrst í gærkvöldi að Moskva hafi orðið fyrir miklum skemmdum í kjölfar eldsvoða. CC BY 4.0/Mil.ru Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur staðfest að beitiskipið Moskva, flaggskip Svartahafsflotans, hafi sokkið í Svartahafi við suðurhluta Úkraínu. Rússar og Úkraínumenn deila um aðdragandann en Rússar segja að eldur hafi kviknað um borð og tekist að flytja áhöfnina á brott án manntjóns. Úkraínski herinn fullyrðir aftur á móti að skipið hafi orðið fyrir tveimur Neptune-flugskeytum í gærkvöldi með fyrrnefndum afleiðingum. Talið er að Moskva hafi orðið fyrir miklum skemmdum og verið í togi á leið til Sevastopol á Krímskaga þegar það sökk. Í yfirlýsingu frá rússneska varnarmálaráðuneytinu segir að skipið hafi orðið óstöðugt í stormi og sokkið vegna skemmda á skipsskrokknum eftir að eldur barst í skotfærageymslu þess með tilheyrandi sprengingu. Móralskur sigur fyrir Úkraínu Rússneski sjóherinn á einungis tvö önnur sambærileg orustuskip í flota sínum. Moskva var smíðuð í Úkraínu og tekin í notkun á níunda áratugnum. Hún hefur verið öflugasta skip Rússa í Svartahafinu; 186 metra löng, 12.500 tonn og áhöfn hennar telur 510 manns. Fréttaskýrendur segja tjónið mikið högg fyrir Rússa - og mikilvægan móralskan sigur fyrir Úkraínumenn. Þetta muni jafnframt líklega verða þess valdandi að önnur skip rússneska flotans þurfi að koma sér fyrir fjær landi af öryggisástæðum. Illia Ponomarenko, blaðamaður hjá The Kyiv Independent, segir að þetta sé fyrsta flaggskipið sem Rússar missi frá því að þeir háðu stríð við Japana á árunum 1904 til 1905. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Rússar og Úkraínumenn deila um aðdragandann en Rússar segja að eldur hafi kviknað um borð og tekist að flytja áhöfnina á brott án manntjóns. Úkraínski herinn fullyrðir aftur á móti að skipið hafi orðið fyrir tveimur Neptune-flugskeytum í gærkvöldi með fyrrnefndum afleiðingum. Talið er að Moskva hafi orðið fyrir miklum skemmdum og verið í togi á leið til Sevastopol á Krímskaga þegar það sökk. Í yfirlýsingu frá rússneska varnarmálaráðuneytinu segir að skipið hafi orðið óstöðugt í stormi og sokkið vegna skemmda á skipsskrokknum eftir að eldur barst í skotfærageymslu þess með tilheyrandi sprengingu. Móralskur sigur fyrir Úkraínu Rússneski sjóherinn á einungis tvö önnur sambærileg orustuskip í flota sínum. Moskva var smíðuð í Úkraínu og tekin í notkun á níunda áratugnum. Hún hefur verið öflugasta skip Rússa í Svartahafinu; 186 metra löng, 12.500 tonn og áhöfn hennar telur 510 manns. Fréttaskýrendur segja tjónið mikið högg fyrir Rússa - og mikilvægan móralskan sigur fyrir Úkraínumenn. Þetta muni jafnframt líklega verða þess valdandi að önnur skip rússneska flotans þurfi að koma sér fyrir fjær landi af öryggisástæðum. Illia Ponomarenko, blaðamaður hjá The Kyiv Independent, segir að þetta sé fyrsta flaggskipið sem Rússar missi frá því að þeir háðu stríð við Japana á árunum 1904 til 1905.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira