Liðin eru að berjast á sitthvorum enda töflunnar og kom getumunurinn berlega í ljós þegar leið á leikinn en það var króatíski miðjumaðurinn Marcelo Brozovic sem opnaði markareikninginn fyrir Inter eftir hálftíma leik.
Lautaro Martinez tvöfaldaði forystuna á 73.mínútu en heimamenn voru þó ekki á þeim buxunum að gefast upp því Giulio Maggiore minnkaði muninn á 88.mínútu.
Í uppbótartíma sá Alexis Sanchez þó til þess að Inter færi með sigur af hólmi þegar hann gerði þriðja mark Inter og innsiglaði 1-3 sigur gestanna.
Inter hefur nú eins stigs forystu á nágranna sína í AC Milan sem geta þó endurheimt toppsætið með sigri á Genoa í kvöld.