Vaktin: Selenskí segir tafir á afhendingu vopna kosta líf Úkraínumanna Tryggvi Páll Tryggvason, Samúel Karl Ólason og Smári Jökull Jónsson skrifa 17. apríl 2022 15:15 Ira Slepchenko stendur við líkkistur í bænum Mykulychi í Úkraínu. Í einni kisturinn liggur lík einginmanns hennar. Vísir/AP Svo virðist sem að Úkraínumenn hafi ekki orðið við kröfum Rússa um að síðustu varnarliðsmenn borgarinnar Maríupol myndu yfirgefa borgina. Rússar höfðu veitt varnarliðinu frest í nótt til að yfirgefa síðasta vígið, stálverksmiðju við höfnina í borginni. Fresturinn rann út í morgun án viðbragða frá Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Úkraína hefur skilað inn pappírum sem skref í því ferli að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Úkraínumenn hafa snúið vörn í sókn í Karkív og náð tveimur þorpum aftur á sitt vald. Evrópusambandið hefur ákveðið að veita 50 milljónum Evra aukalega í mannúðaraðstoð vegna stríðsins í Úkraínu. Úkraínskir hermenn í Maríupól ætla að berjast til hins síðasta. Þeir eru umkringdir af rússneskum hermönnum, sem hafa krafist þess að Úkraínumenn gefist upp. Karl Nehammer, kanslari Austurríkis, segir Vladimír Pútin telja sig vera að vinna stríðið í Úkraínu. Nehammer er eini leiðtogi Evrópu sem hefur hitt Pútín frá því innrásin í Úkraínu hófst. Rússar gáfu úkraínsku varnarliði í Maríupol afarkosti um að yfirgefa borgina í nótt. Rússar hétu því að hermönnum í varnarliðinu yrði ekki gert mein gegn því að þeir legðu niður vopn og að komið yrði fram við þá samkvæmt ákvæðum Genfar-sáttmálans um stríðsfanga. Frestur Úkraínumanna til að verða við þessum kröfum Rússa rann út án viðbragða af hálfu varnarliðsins. Síðasta herlið Úkraínumanna í Maríupol hefst við í stálverksmiðju í borginni. Forseti Úkraínu segir að ef hermennirnir verði drepnir þýði það endalok friðarviðræðna. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu. Rússar eru nú sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Úkraína hefur skilað inn pappírum sem skref í því ferli að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Úkraínumenn hafa snúið vörn í sókn í Karkív og náð tveimur þorpum aftur á sitt vald. Evrópusambandið hefur ákveðið að veita 50 milljónum Evra aukalega í mannúðaraðstoð vegna stríðsins í Úkraínu. Úkraínskir hermenn í Maríupól ætla að berjast til hins síðasta. Þeir eru umkringdir af rússneskum hermönnum, sem hafa krafist þess að Úkraínumenn gefist upp. Karl Nehammer, kanslari Austurríkis, segir Vladimír Pútin telja sig vera að vinna stríðið í Úkraínu. Nehammer er eini leiðtogi Evrópu sem hefur hitt Pútín frá því innrásin í Úkraínu hófst. Rússar gáfu úkraínsku varnarliði í Maríupol afarkosti um að yfirgefa borgina í nótt. Rússar hétu því að hermönnum í varnarliðinu yrði ekki gert mein gegn því að þeir legðu niður vopn og að komið yrði fram við þá samkvæmt ákvæðum Genfar-sáttmálans um stríðsfanga. Frestur Úkraínumanna til að verða við þessum kröfum Rússa rann út án viðbragða af hálfu varnarliðsins. Síðasta herlið Úkraínumanna í Maríupol hefst við í stálverksmiðju í borginni. Forseti Úkraínu segir að ef hermennirnir verði drepnir þýði það endalok friðarviðræðna. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu. Rússar eru nú sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira