Hefjum kröftuga uppbyggingu í Fjarðabyggð Theodór Elvar Haraldsson skrifar 18. apríl 2022 10:31 Fjarðabyggð og íbúar þess þekkja vel til áskorana sem fylgja uppbyggingu og stórum fjárfestingum. Fjárfestar með atvinnuskapandi hugmyndir horfa til þess hve vel sveitarfélagið er í stakk búið til að mæta slíku. Sem sveitarfélag höfum við sýnt að við getum tekið á móti stórum verkefnum. Sveitarfélagið státar sig af kröftugu atvinnulífi sem blómstrar og verður sífellt fjölbreyttara. Stöðugt atvinnulíf Fjölbreytt atvinnulíf og sterkir lykilaðilar í stórum atvinnugreinum eru mikilvægir í að leita leiða til að hámarka virðiskeðju samfélags og skapa vettvang skapandi samtals. Víða hefur klasasamstarf atvinnulífs, íbúa og sveitarfélags leitt til uppbyggingar. Íbúar og atvinnulíf hafa séð tækifæri í þjónustu eða áframframleiðslu byggða á grunni sem fyrir er. Nýsköpunartækifæri leiða til enn fjölbreyttara atvinnulífs. Síðast en ekki síst skapast tækifæri til samtals á sem gerir okkur kleift að mæta áskorunum sem ein heild. Mikill húsnæðisvandi Húsnæðisskortur er helsti flöskuháls áframhaldandi atvinnuuppbyggingar í Fjarðabyggð. Illa gengur að fá vinnuafl og er húsnæðisskortur ein helsta orsök. Mikilvægt er að koma á samráðsvettvangi byggingaraðila, atvinnulífsins og sveitarfélagsins með það fyrir augum að hraða uppbyggingu. Sveitarfélagið þarf að vera leiðandi aðili í slíku samtali. Það getur jafnframt stuðlað að kröftugri uppbyggingu með stuðningsaðgerðum t.d. formi leiguskuldbindinga. Fjarðabyggð þarf að huga að nægt lóðaframboð sé í öllum byggðakjörnum og tryggja að komið verði til móts við þarfir byggingaraðila hverju sinni. Þá eru tækifæri fólgin í því að hefja samstarf um uppbyggingu íbúða fyrir 60 ára og eldri með þjónustuaðstöðu. Það eykur framboð fasteigna sem sitja fastar í eigu þess hóps sem vill minnka við sig en fær ekki húsnæði við hæfi. Samhliða allri uppbyggingu er nauðsynlegt að Fjarðabyggð styðji hana með samstilltu kynningar- og markaðsátaki til að styrkja ímynd sveitarfélagsins, kynna þau fjölbreyttu tækifæri sem það býður, lífsgæðin og allt það sem við höfum fram að færa. Hefjum sókn til framfara og styrkjum Fjarðabyggð. Það gerum við best með Sjálfstæðisflokknum í Fjarðabyggð. Höfundur er skipstjóri og skipar 17. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Fjarðabyggð Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Fjarðabyggð og íbúar þess þekkja vel til áskorana sem fylgja uppbyggingu og stórum fjárfestingum. Fjárfestar með atvinnuskapandi hugmyndir horfa til þess hve vel sveitarfélagið er í stakk búið til að mæta slíku. Sem sveitarfélag höfum við sýnt að við getum tekið á móti stórum verkefnum. Sveitarfélagið státar sig af kröftugu atvinnulífi sem blómstrar og verður sífellt fjölbreyttara. Stöðugt atvinnulíf Fjölbreytt atvinnulíf og sterkir lykilaðilar í stórum atvinnugreinum eru mikilvægir í að leita leiða til að hámarka virðiskeðju samfélags og skapa vettvang skapandi samtals. Víða hefur klasasamstarf atvinnulífs, íbúa og sveitarfélags leitt til uppbyggingar. Íbúar og atvinnulíf hafa séð tækifæri í þjónustu eða áframframleiðslu byggða á grunni sem fyrir er. Nýsköpunartækifæri leiða til enn fjölbreyttara atvinnulífs. Síðast en ekki síst skapast tækifæri til samtals á sem gerir okkur kleift að mæta áskorunum sem ein heild. Mikill húsnæðisvandi Húsnæðisskortur er helsti flöskuháls áframhaldandi atvinnuuppbyggingar í Fjarðabyggð. Illa gengur að fá vinnuafl og er húsnæðisskortur ein helsta orsök. Mikilvægt er að koma á samráðsvettvangi byggingaraðila, atvinnulífsins og sveitarfélagsins með það fyrir augum að hraða uppbyggingu. Sveitarfélagið þarf að vera leiðandi aðili í slíku samtali. Það getur jafnframt stuðlað að kröftugri uppbyggingu með stuðningsaðgerðum t.d. formi leiguskuldbindinga. Fjarðabyggð þarf að huga að nægt lóðaframboð sé í öllum byggðakjörnum og tryggja að komið verði til móts við þarfir byggingaraðila hverju sinni. Þá eru tækifæri fólgin í því að hefja samstarf um uppbyggingu íbúða fyrir 60 ára og eldri með þjónustuaðstöðu. Það eykur framboð fasteigna sem sitja fastar í eigu þess hóps sem vill minnka við sig en fær ekki húsnæði við hæfi. Samhliða allri uppbyggingu er nauðsynlegt að Fjarðabyggð styðji hana með samstilltu kynningar- og markaðsátaki til að styrkja ímynd sveitarfélagsins, kynna þau fjölbreyttu tækifæri sem það býður, lífsgæðin og allt það sem við höfum fram að færa. Hefjum sókn til framfara og styrkjum Fjarðabyggð. Það gerum við best með Sjálfstæðisflokknum í Fjarðabyggð. Höfundur er skipstjóri og skipar 17. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar