Dapurlegt að sjá umhverfið skemmt í algjöru skeytingarleysi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. apríl 2022 23:55 Djúp hjólför voru víða á fjallinu í morgun. Aðsend/Bárður Jón Grímsson Dapurleg sjón blasti við feðgum sem héldu leið sína upp Ingólfsfjall í morgun en töluverð náttúruspjöll höfðu þá verið unnin á fjallinu. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu og Umhverfisstofnunar en skemmdirnar virðast vera mjög umfangsmiklar. Fjallagarpurinn Bárður Jón Grímsson gekk upp fjallið í morgun ásamt syni sínum en þegar upp var komið sáu þeir umtalsverðar skemmdir. RÚV greindi fyrst frá málinu en Bárður segist telja það líklegt að skemmdirnar hafi verið unnar í gær. „Við vorum þarna mjög snemma í morgun og þetta var alveg örugglega bara seinni partinn í gær sem það hefur einhver ekið um þarna á fjórhjóli,“ segir Bárður í samtali við Vísi. „Það er mjög dapurlegt að sjá umhverfi sitt vera skemmt svona í algjöru skeytingarleysi, finnst mér.“ Bárður segir jörðina mjög viðkvæma en hann átti sjálfur erfitt með að fara um svæðið án þess að sökkva niður að ökklum. Aðsend/Bárður Jón Grímsson Hann bendir á að jörðin sé sérstaklega viðkvæm um þessar mundir, þar sem frostið er að fara úr jörðu, og mikilvægt að fara varlega. Sjálfur lýsir hann því að þeir feðgar hafi þurft að hoppa milli steina og því hafi hann ekki getað séð hversu umfangsmiklar skemmdirnar voru. „Við fórum þarna sem vörðurnar eru, þar sem maður getur horft yfir Selfoss, og þar hefur hann fest hjólið en hann hefur ekki séð ástæðu til að snúa við úr þessum aðstæðum, heldur hélt hann bara áfram,“ segir Bárður. „Maður sá skemmdir alls staðar eftir hann og svo veit maður ekki hvað þetta er langt. Við bara höfðum ekki möguleika á að skoða þetta, hvað hann hafi ekið langt eða hvar hann hafi ekið upp fjallið,“ segir hann enn fremur. Óljóst er hversu miklar skemmdirnar eru. Aðsend/Bárður Jón Grímsson Aðspurður um hvort hann hefur áður séð nokkuð þessu líkt segir hann svo ekki vera. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt, svona hátt uppi á fjalli sem maður hefur séð svona meðferð á náttúrunni. Ég hef bara aldrei séð þetta,“ segir Bárður. Hann hefur tilkynnt málið til lögreglu og Umhverfisstofnunar en telur að það muni reynast erfitt að laga jörðina og bindur vonir við að lögregla finni þann sem var að verki. „Við viljum öll að það sé ekki gengið svona um náttúruna okkar, það er bara alveg svakalegt að sjá þetta,“ segir hann. Þá segir hann mikilvægt að vekja athygli á málinu og ítreka við fólk sem notar slík tæki til að fara varlega. „Það þarf kannski ekki nema einn til þess að skemma fyrir öllum hinum sem eru að nota þessi tæki rétt, það þarf ekki marga til að skemma,“ segir Bárður. Ölfus Umhverfismál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Fjallagarpurinn Bárður Jón Grímsson gekk upp fjallið í morgun ásamt syni sínum en þegar upp var komið sáu þeir umtalsverðar skemmdir. RÚV greindi fyrst frá málinu en Bárður segist telja það líklegt að skemmdirnar hafi verið unnar í gær. „Við vorum þarna mjög snemma í morgun og þetta var alveg örugglega bara seinni partinn í gær sem það hefur einhver ekið um þarna á fjórhjóli,“ segir Bárður í samtali við Vísi. „Það er mjög dapurlegt að sjá umhverfi sitt vera skemmt svona í algjöru skeytingarleysi, finnst mér.“ Bárður segir jörðina mjög viðkvæma en hann átti sjálfur erfitt með að fara um svæðið án þess að sökkva niður að ökklum. Aðsend/Bárður Jón Grímsson Hann bendir á að jörðin sé sérstaklega viðkvæm um þessar mundir, þar sem frostið er að fara úr jörðu, og mikilvægt að fara varlega. Sjálfur lýsir hann því að þeir feðgar hafi þurft að hoppa milli steina og því hafi hann ekki getað séð hversu umfangsmiklar skemmdirnar voru. „Við fórum þarna sem vörðurnar eru, þar sem maður getur horft yfir Selfoss, og þar hefur hann fest hjólið en hann hefur ekki séð ástæðu til að snúa við úr þessum aðstæðum, heldur hélt hann bara áfram,“ segir Bárður. „Maður sá skemmdir alls staðar eftir hann og svo veit maður ekki hvað þetta er langt. Við bara höfðum ekki möguleika á að skoða þetta, hvað hann hafi ekið langt eða hvar hann hafi ekið upp fjallið,“ segir hann enn fremur. Óljóst er hversu miklar skemmdirnar eru. Aðsend/Bárður Jón Grímsson Aðspurður um hvort hann hefur áður séð nokkuð þessu líkt segir hann svo ekki vera. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt, svona hátt uppi á fjalli sem maður hefur séð svona meðferð á náttúrunni. Ég hef bara aldrei séð þetta,“ segir Bárður. Hann hefur tilkynnt málið til lögreglu og Umhverfisstofnunar en telur að það muni reynast erfitt að laga jörðina og bindur vonir við að lögregla finni þann sem var að verki. „Við viljum öll að það sé ekki gengið svona um náttúruna okkar, það er bara alveg svakalegt að sjá þetta,“ segir hann. Þá segir hann mikilvægt að vekja athygli á málinu og ítreka við fólk sem notar slík tæki til að fara varlega. „Það þarf kannski ekki nema einn til þess að skemma fyrir öllum hinum sem eru að nota þessi tæki rétt, það þarf ekki marga til að skemma,“ segir Bárður.
Ölfus Umhverfismál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira