Vaktin: Hafa sent allt að tuttugu þúsund málaliða til Úkraínu Atli Ísleifsson, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 19. apríl 2022 17:35 Úkraínskur hermaður virðir fyrir sér brak brynvarins farartækis í Úkraínu. Getty/Metin Aktas Rússneski herinn hóf í gær stórsókn í austurhluta Úkraínu þar sem ráðist var bæði á hernaðarleg og borgaraleg skotmörk. Volódymír Selenskí Úkraínuforseti segir að orrustan um Donbas sé nú hafin. Hann segir Rússar hafa skipulagt sóknina í lengri tíma enda taki stór hluti rússneska hersins þar þátt. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Selenskí sagði í ávarpi í gær að sama hve margir rússneskir hermenn verði sendir til austurvígstöðvanna þá muni Úkraínumenn berjast. „Við munum verja okkur. Alla daga,“ sagði Selenskí. Rússar eru sagðir hafa flutt allt að tuttugu þúsund málaliða frá Sýrlandi, Líbíu og víðar til átakasvæða í Úkraínu. Breska hugveitan RUSI segir að skortur á nákvæmum sprengjum og þjálfun flugmanna komi verulega niður á yfirburðum Rússa í loftunum yfir Donbas. Ihor Terekhov, borgarstjóri Karkív, segir Rússa hafa staðið fyrir „stöðugum árásum“ á borgina og sakar þá um að ráðast á borgaraleg skotmörk. Talsmenn úkraínskra yfirvalda segja sautján manns hafa látið lífið í skotárásum Rússa á úkraínskar borgir. Sjö manns létust í árásum Rússa á borgina Lviv í austurhluta Úkraínu í gær. Borgin hefur að stærstum hluta sloppið við eldflaugaárásir Rússa frá upphafi innrásar. Sameinuðu þjóðirnar áætla að rúmlega 4,9 milljónir Úkraínumanna hafi nú flúið land frá upphafi innrásarinnar. Úkraínustjórn skilaði í gær inn svörum við sérstökum spurningarlista Evrópusambandsins. Skilin eru liður í þeirri áætlun Úkraínustjórnar að landið fái stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandsins. Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands segir að næsta skref í hernaðaraðgerðum Rússa í Úkraínu sé hafið. Lögð verði áhersla á frelsun Donbas héraðana í þessum liði aðgerða. Þá segjast rússnesk yfirvöld hafa hæft 1.260 skotmörk í aðgerðum í gærkvöld og í nótt, þar á meðal að hafa grandað úkraínskri MiG-29 herþotu í Donbas. Hér má sjá vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Selenskí sagði í ávarpi í gær að sama hve margir rússneskir hermenn verði sendir til austurvígstöðvanna þá muni Úkraínumenn berjast. „Við munum verja okkur. Alla daga,“ sagði Selenskí. Rússar eru sagðir hafa flutt allt að tuttugu þúsund málaliða frá Sýrlandi, Líbíu og víðar til átakasvæða í Úkraínu. Breska hugveitan RUSI segir að skortur á nákvæmum sprengjum og þjálfun flugmanna komi verulega niður á yfirburðum Rússa í loftunum yfir Donbas. Ihor Terekhov, borgarstjóri Karkív, segir Rússa hafa staðið fyrir „stöðugum árásum“ á borgina og sakar þá um að ráðast á borgaraleg skotmörk. Talsmenn úkraínskra yfirvalda segja sautján manns hafa látið lífið í skotárásum Rússa á úkraínskar borgir. Sjö manns létust í árásum Rússa á borgina Lviv í austurhluta Úkraínu í gær. Borgin hefur að stærstum hluta sloppið við eldflaugaárásir Rússa frá upphafi innrásar. Sameinuðu þjóðirnar áætla að rúmlega 4,9 milljónir Úkraínumanna hafi nú flúið land frá upphafi innrásarinnar. Úkraínustjórn skilaði í gær inn svörum við sérstökum spurningarlista Evrópusambandsins. Skilin eru liður í þeirri áætlun Úkraínustjórnar að landið fái stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandsins. Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands segir að næsta skref í hernaðaraðgerðum Rússa í Úkraínu sé hafið. Lögð verði áhersla á frelsun Donbas héraðana í þessum liði aðgerða. Þá segjast rússnesk yfirvöld hafa hæft 1.260 skotmörk í aðgerðum í gærkvöld og í nótt, þar á meðal að hafa grandað úkraínskri MiG-29 herþotu í Donbas. Hér má sjá vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Sjá meira