Skoða lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum í útboðinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. apríl 2022 12:05 Lárus L. Blöndal er stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins. Vísir/Einar Bankasýsla ríksins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum sem sáu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stjórn stofnunarinnar segir að umsamdar söluþóknanir verði ekki greiddar í tilvikum þar sem ágallar hafi verið við söluna. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Bankasýslunnar sem merkt er sem „Athugasemd frá stjórn Bankasýslu ríkisins vegna nýafstaðins útboðs á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka.“ Er þar vísað í gagnrýni á framkvæmt útboðsins sem var svokallað lokað útboð, eingöngu ætlað hæfum fagfjárfestum. Á meðal þess sem gagnrýnt hefur verið er hverjir fengu að kaupa en það var í höndum sjálfra söluráðgjafanna sem fengnir voru til verksins að meta hverjir skyldu teljast hæfir fjárfestar og þannig gjaldgengir til að taka þátt í útboðinu. Formenn stjórnarflokkanna þriggja kynntu í dag áform um að leggja Bankasýsluna niður. Í yfirlýsingu stjórnar Bankasýslunnar segir að upp hafi komið vafi um hvort kröfum um hæfi fjárfesta hafi verið fylgt eftir af þeim fjármálafyrirtækjum sem sáu um sölu á hlut ríkisins í áðurnefndu útboði. Einnig séu til athugunar mögulegir hagsmunaárekstrar einstakra söluaðila við kaup starfsmanna eða tengdra aðila á hlutum í bankanum. „Fjármálaeftirlitið skoðar meðal annars hæfi þeirra fagfjárfesta sem fengu að kaupa en það var hlutverk söluaðila að meta það enn ekki Bankasýslu ríkisins,“ segir í yfirlýsingu stjórnar Bankasýslunnar. Mun hafa áhrif hafi söluaðilar ekki staðið undir trausti Fimm innlendir söluráðgjafar voru meðal þeirra sem sáu um að selja fjórðungshlut ríkisins í Íslandsbanka í síðasta mánuði. Samtals var kostnaður við útboðið um 700 milljónir króna sem er um 1,4% af sölandvirði bankans. Í yfirlýsingu stjórnar Bankasýslunnar segir að komi í ljós að söluaðilar hafi ekki staðið undir því trausti sem Bankasýslan gerði til þeirra mun það hafa áhrif á söluþóknanir til þeirra. „Stjórn Bankasýslu ríkisins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum og mun að óbreyttu ekki greiða umsamda söluþóknum í tilvikum þar sem ágallar voru við sölu á 22,5% hlut ríkisins til hæfra fagfjárfesta.“ Undir yfirlýsinguna skrifa stjórnarmenn Bankasýslunnar, Lárus L. Blöndal, stjórnarformaður, Margrét Kristmannsdóttir og Vilhjálmur Bjarnason. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Starfsmenn og eigendur ráðgjafa sem keyptu í útboðinu ekki selt bréfin Starfsmenn Íslandsbanka og stærsti eigandi Íslenskra verðbréfa, sem tóku þátt hlutafjárútboði Íslandsbanka í lok síðasta mánaðar á sama tíma og fjármálafyrirtækin voru bæði á í hópi ráðgjafa Bankasýslunnar við sölu á hlutum ríkissjóðs, hafa ekki selt neitt af þeim bréfum sem þeir keyptu í útboðinu. 15. apríl 2022 14:19 Mikill hagsmunaárekstur og vonbrigði ef ráðgjafar keyptu í útboðinu Forstjóri Bankasýslunnar segir hlutabréfakaup starfsmanna ráðgjafafyrirtækja í Íslandsbanka fela í sér hagsmunaárekstur og vonbrigði. Slíkt framferði liðist aldrei erlendis og skaði orðspor fyrirtækjanna. 13. apríl 2022 18:30 Vilja leggja niður Bankasýsluna og ekki ráðist í frekari sölu á Íslandsbanka að sinni Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. 19. apríl 2022 10:38 Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Bankasýslunnar sem merkt er sem „Athugasemd frá stjórn Bankasýslu ríkisins vegna nýafstaðins útboðs á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka.“ Er þar vísað í gagnrýni á framkvæmt útboðsins sem var svokallað lokað útboð, eingöngu ætlað hæfum fagfjárfestum. Á meðal þess sem gagnrýnt hefur verið er hverjir fengu að kaupa en það var í höndum sjálfra söluráðgjafanna sem fengnir voru til verksins að meta hverjir skyldu teljast hæfir fjárfestar og þannig gjaldgengir til að taka þátt í útboðinu. Formenn stjórnarflokkanna þriggja kynntu í dag áform um að leggja Bankasýsluna niður. Í yfirlýsingu stjórnar Bankasýslunnar segir að upp hafi komið vafi um hvort kröfum um hæfi fjárfesta hafi verið fylgt eftir af þeim fjármálafyrirtækjum sem sáu um sölu á hlut ríkisins í áðurnefndu útboði. Einnig séu til athugunar mögulegir hagsmunaárekstrar einstakra söluaðila við kaup starfsmanna eða tengdra aðila á hlutum í bankanum. „Fjármálaeftirlitið skoðar meðal annars hæfi þeirra fagfjárfesta sem fengu að kaupa en það var hlutverk söluaðila að meta það enn ekki Bankasýslu ríkisins,“ segir í yfirlýsingu stjórnar Bankasýslunnar. Mun hafa áhrif hafi söluaðilar ekki staðið undir trausti Fimm innlendir söluráðgjafar voru meðal þeirra sem sáu um að selja fjórðungshlut ríkisins í Íslandsbanka í síðasta mánuði. Samtals var kostnaður við útboðið um 700 milljónir króna sem er um 1,4% af sölandvirði bankans. Í yfirlýsingu stjórnar Bankasýslunnar segir að komi í ljós að söluaðilar hafi ekki staðið undir því trausti sem Bankasýslan gerði til þeirra mun það hafa áhrif á söluþóknanir til þeirra. „Stjórn Bankasýslu ríkisins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum og mun að óbreyttu ekki greiða umsamda söluþóknum í tilvikum þar sem ágallar voru við sölu á 22,5% hlut ríkisins til hæfra fagfjárfesta.“ Undir yfirlýsinguna skrifa stjórnarmenn Bankasýslunnar, Lárus L. Blöndal, stjórnarformaður, Margrét Kristmannsdóttir og Vilhjálmur Bjarnason.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Starfsmenn og eigendur ráðgjafa sem keyptu í útboðinu ekki selt bréfin Starfsmenn Íslandsbanka og stærsti eigandi Íslenskra verðbréfa, sem tóku þátt hlutafjárútboði Íslandsbanka í lok síðasta mánaðar á sama tíma og fjármálafyrirtækin voru bæði á í hópi ráðgjafa Bankasýslunnar við sölu á hlutum ríkissjóðs, hafa ekki selt neitt af þeim bréfum sem þeir keyptu í útboðinu. 15. apríl 2022 14:19 Mikill hagsmunaárekstur og vonbrigði ef ráðgjafar keyptu í útboðinu Forstjóri Bankasýslunnar segir hlutabréfakaup starfsmanna ráðgjafafyrirtækja í Íslandsbanka fela í sér hagsmunaárekstur og vonbrigði. Slíkt framferði liðist aldrei erlendis og skaði orðspor fyrirtækjanna. 13. apríl 2022 18:30 Vilja leggja niður Bankasýsluna og ekki ráðist í frekari sölu á Íslandsbanka að sinni Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. 19. apríl 2022 10:38 Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Starfsmenn og eigendur ráðgjafa sem keyptu í útboðinu ekki selt bréfin Starfsmenn Íslandsbanka og stærsti eigandi Íslenskra verðbréfa, sem tóku þátt hlutafjárútboði Íslandsbanka í lok síðasta mánaðar á sama tíma og fjármálafyrirtækin voru bæði á í hópi ráðgjafa Bankasýslunnar við sölu á hlutum ríkissjóðs, hafa ekki selt neitt af þeim bréfum sem þeir keyptu í útboðinu. 15. apríl 2022 14:19
Mikill hagsmunaárekstur og vonbrigði ef ráðgjafar keyptu í útboðinu Forstjóri Bankasýslunnar segir hlutabréfakaup starfsmanna ráðgjafafyrirtækja í Íslandsbanka fela í sér hagsmunaárekstur og vonbrigði. Slíkt framferði liðist aldrei erlendis og skaði orðspor fyrirtækjanna. 13. apríl 2022 18:30
Vilja leggja niður Bankasýsluna og ekki ráðist í frekari sölu á Íslandsbanka að sinni Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. 19. apríl 2022 10:38