Viðskipti innlent

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að hækka

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Síðastliðið ár hefur vísitalan hækkað um 22,2 prósent. 
Síðastliðið ár hefur vísitalan hækkað um 22,2 prósent.  Vísir/Vilhelm

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 869,9 stig í mars og hækkar um 3,1 prósent milli mánaða. Þetta er mesta hækkunin á einum mánuði frá því í mars 2021, þegar vísitalan hækkaði um 3,3 prósent milli mánaða.

Þetta kemur fram í tölum á vef Þjóðskrár en síðastliðna þrjá mánuði hækkaði vísitalan um 7,4 prósent, 11,6 prósent síðastliðna sex mánuði, og 22,2 prósent síðastliðið ár. 

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. Birtingu vísitölunnar er ætlað að varpa ljósi á þróun fasteignaverðs samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir á hverjum tíma.

Mynd/Þjóðskrá

Tengdar fréttir

Sérbýli hækkar um 27% milli ára: Stórauka þarf uppbyggingu

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um ríflega fimmtung milli ára samkvæmt upplýsingum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Meðalverð á fermetra í fjölbýli er rúmlega hundrað og tuttugu þúsund hærra nú en fyrir ári. Forsætisráðherra segir aðgerða þörf hjá ríki og sveitarfélögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×