Gagnrýna ákvörðun formanna stjórnarflokkanna: „Í hæsta máta óeðlileg afgreiðsla“ Fanndís Birna Logadóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 19. apríl 2022 20:01 Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Sigmar Guðmundsson, varaformaður þingflokks Viðreisnar, voru sammála um það að það væri óeðlilegt að formenn stjórnarflokkanna hafi geta ákveðið sín á milli að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Stöð 2 Þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýnir einhliða ákvörðun um að leggja niður heila ríkisstofnun og telur ljóst að lagaleg ábyrgð hvíli á fjármálaráðherra. Varaformaður þingflokks Viðreisnar segir ótækt að ríkisstjórnin reki einfaldlega undirmenn þegar hitna fer í kolunum. Ríkisstjórnin tilkynnti fyrr í dag að hún myndi leggja það til á Alþingi að leggja niður Bankasýslu ríkisins í kjölfar sölunnar á Íslandsbanka. Ákvörðunin vakti upp hörð viðbrögð hjá stjórnarandstöðunni, sem hafa ítrekað gagnrýnt framkvæmd sölunnar. Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir skref ríkisstjórnarinnar í dag ekki nóg. „Þetta er í hæsta máta óeðlileg afgreiðsla á þessu máli, að koma út úr páskafríi þar sem á nokkrum dögum virðist hafa verið tekin einhliða ákvörðun meðal formanna þriggja stjórnarflokka að leggja niður heila ríkisstofnun án þess að boða til ríksistjórnarfundar, án þess að ráðherranefnd um efnahagsmál sem að ræddu þessa sölu sérstaklega komi þar að,“ segir Kristrún. Hún segir ákvörðunina þó að einhverju leyti lýsandi fyrir söluferlið og afgreiðslu málsins í heild sinni. „Hlutirnir eru gerðir í flýti, án tilhlýðandi umhugsunar, og að einhverju leyti er núna verið að ákvarða að ábyrgðin liggi hjá framkvæmdaraðila þessarar sölu, þrátt fyrir að það liggi alveg fyrir að lagaleg ábyrgð hvílir á fjármálaráðherra,“ segir Kristrún enn fremur. Kallar eftir frekari ábyrgð Sigmar Guðmundsson, varaformaður þingflokks Viðreisnar, tekur undir ummæli Kristrúnar en hann segir það hafa verið með ólíkindum að fylgjast með málinu í dag. „Ríkisstjórnin er búin að gefa það út að þetta útboð gekk svo illa að það þarf að slátra heilli ríkisstofnun vegna þess. Ábyrgðin endar ekki þar, þessi ábyrgðarflótti hann getur ekki verið með þeim hætti að ríkisstjórnin reki bara einhverja undirmenn þegar það fer að hitna undir,“ segir Sigmar. Hann kallar eftir frekari ábyrgð og bendir á ummæli efnahagsráðherra, sem hefur sjálfur kallað eftir meiri pólitískri ábyrgð. „Síðan er áhugavert að forsætisráðherra segir að rannsóknarnefndin eigi að skera úr um pólitíska ábyrgð en þegar kemur að ábyrgð Bankasýslunnar þá er nóg að menn hittist bara á einhverjum þriggja manna fundi og reki mann og annan,“ segir hann. Alþingi kemur ekki saman fyrr en næsta mánudag en stjórnarandstaðan hefur kallað eftir því að þau komi saman fyrr. Salan á Íslandsbanka Viðreisn Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bankasýslan segir framkvæmd sölunnar í fullu samræmi við ákvörðun ráðherra og ríkisstjórnar Stjórn og starfsfólk Bankasýslu ríkisins segist hafa unnið að framkvæmd útborðs á hlutabréfum Íslandsbanka í samræmi við forsendur sem þeim voru gefnar með fagmennsku og heiðarleika í fyrirrúmi. Forsvarsmenn stofnunarinnar segja að litið hafi verið svo á að framkvæmdin væri í fullu samræmi við vilja stjórnvalda. 19. apríl 2022 16:34 Krefjast að þing komi strax saman vegna nýrra vendinga Allir stjórnarandstöðuflokkar á Alþingi hafa krafist þess að þing komi saman vegna nýrra vendinga í tengslum við söluna Íslandsbanka. Að óbreyttu verður næsti þingfundur ekki haldinn fyrr en mánudaginn 25. apríl. 19. apríl 2022 16:01 Telur ekki nauðsynlegt að fjármálaráðherra víki Að mati Katrínar Jakobsdóttur fjármálaráðherra er ekki þörf á að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra víki vegna Íslandsbankamálsins. 19. apríl 2022 14:24 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Ríkisstjórnin tilkynnti fyrr í dag að hún myndi leggja það til á Alþingi að leggja niður Bankasýslu ríkisins í kjölfar sölunnar á Íslandsbanka. Ákvörðunin vakti upp hörð viðbrögð hjá stjórnarandstöðunni, sem hafa ítrekað gagnrýnt framkvæmd sölunnar. Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir skref ríkisstjórnarinnar í dag ekki nóg. „Þetta er í hæsta máta óeðlileg afgreiðsla á þessu máli, að koma út úr páskafríi þar sem á nokkrum dögum virðist hafa verið tekin einhliða ákvörðun meðal formanna þriggja stjórnarflokka að leggja niður heila ríkisstofnun án þess að boða til ríksistjórnarfundar, án þess að ráðherranefnd um efnahagsmál sem að ræddu þessa sölu sérstaklega komi þar að,“ segir Kristrún. Hún segir ákvörðunina þó að einhverju leyti lýsandi fyrir söluferlið og afgreiðslu málsins í heild sinni. „Hlutirnir eru gerðir í flýti, án tilhlýðandi umhugsunar, og að einhverju leyti er núna verið að ákvarða að ábyrgðin liggi hjá framkvæmdaraðila þessarar sölu, þrátt fyrir að það liggi alveg fyrir að lagaleg ábyrgð hvílir á fjármálaráðherra,“ segir Kristrún enn fremur. Kallar eftir frekari ábyrgð Sigmar Guðmundsson, varaformaður þingflokks Viðreisnar, tekur undir ummæli Kristrúnar en hann segir það hafa verið með ólíkindum að fylgjast með málinu í dag. „Ríkisstjórnin er búin að gefa það út að þetta útboð gekk svo illa að það þarf að slátra heilli ríkisstofnun vegna þess. Ábyrgðin endar ekki þar, þessi ábyrgðarflótti hann getur ekki verið með þeim hætti að ríkisstjórnin reki bara einhverja undirmenn þegar það fer að hitna undir,“ segir Sigmar. Hann kallar eftir frekari ábyrgð og bendir á ummæli efnahagsráðherra, sem hefur sjálfur kallað eftir meiri pólitískri ábyrgð. „Síðan er áhugavert að forsætisráðherra segir að rannsóknarnefndin eigi að skera úr um pólitíska ábyrgð en þegar kemur að ábyrgð Bankasýslunnar þá er nóg að menn hittist bara á einhverjum þriggja manna fundi og reki mann og annan,“ segir hann. Alþingi kemur ekki saman fyrr en næsta mánudag en stjórnarandstaðan hefur kallað eftir því að þau komi saman fyrr.
Salan á Íslandsbanka Viðreisn Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bankasýslan segir framkvæmd sölunnar í fullu samræmi við ákvörðun ráðherra og ríkisstjórnar Stjórn og starfsfólk Bankasýslu ríkisins segist hafa unnið að framkvæmd útborðs á hlutabréfum Íslandsbanka í samræmi við forsendur sem þeim voru gefnar með fagmennsku og heiðarleika í fyrirrúmi. Forsvarsmenn stofnunarinnar segja að litið hafi verið svo á að framkvæmdin væri í fullu samræmi við vilja stjórnvalda. 19. apríl 2022 16:34 Krefjast að þing komi strax saman vegna nýrra vendinga Allir stjórnarandstöðuflokkar á Alþingi hafa krafist þess að þing komi saman vegna nýrra vendinga í tengslum við söluna Íslandsbanka. Að óbreyttu verður næsti þingfundur ekki haldinn fyrr en mánudaginn 25. apríl. 19. apríl 2022 16:01 Telur ekki nauðsynlegt að fjármálaráðherra víki Að mati Katrínar Jakobsdóttur fjármálaráðherra er ekki þörf á að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra víki vegna Íslandsbankamálsins. 19. apríl 2022 14:24 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Bankasýslan segir framkvæmd sölunnar í fullu samræmi við ákvörðun ráðherra og ríkisstjórnar Stjórn og starfsfólk Bankasýslu ríkisins segist hafa unnið að framkvæmd útborðs á hlutabréfum Íslandsbanka í samræmi við forsendur sem þeim voru gefnar með fagmennsku og heiðarleika í fyrirrúmi. Forsvarsmenn stofnunarinnar segja að litið hafi verið svo á að framkvæmdin væri í fullu samræmi við vilja stjórnvalda. 19. apríl 2022 16:34
Krefjast að þing komi strax saman vegna nýrra vendinga Allir stjórnarandstöðuflokkar á Alþingi hafa krafist þess að þing komi saman vegna nýrra vendinga í tengslum við söluna Íslandsbanka. Að óbreyttu verður næsti þingfundur ekki haldinn fyrr en mánudaginn 25. apríl. 19. apríl 2022 16:01
Telur ekki nauðsynlegt að fjármálaráðherra víki Að mati Katrínar Jakobsdóttur fjármálaráðherra er ekki þörf á að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra víki vegna Íslandsbankamálsins. 19. apríl 2022 14:24