Nýtt fólk, sama tuggan, sömu skuggastjórnendurnir Tómas Ellert Tómasson skrifar 21. apríl 2022 10:31 Það hefur verið áhugavert að fylgjast með kosningabaráttunni í Svf. Árborg það sem af er. Í upphafi hennar kom fram á sjónarsviðið hjá D-lista Sjálfstæðisflokksins nýtt fólk sem margir töldu efnilegt og góða skiptimynt fyrir þá er fyrir sátu á fleti. Einlægar og fagmannlega ritaðar greinar birtust í blöðum og á vefmiðlum í aðdraganda prófkjörs. Með fylgdu Casablanca myndbönd þar sem við fengum að heyra og sjá þeirra framtíðarsýn fyrir sveitarfélagið. Allt saman leit þetta vel út og framtíðin björt fyrir næstu bæjarstjórn í Svf. Árborg að margra mati. Einhverjir báru meira að segja vonir til þess að þarna væri komið fram á sjónarsviðið fólk sem að væri málefnalegt. Hvað svo? Nú þegar að rúmar þrjár vikur eru í kosningar að þá skipta nýframbjóðendurnir allt í einu um kúrs. Bera fer á því að sömu tuggurnar sem heyrðust áður úr ranni D-lista fólks í bæjarstjórn og enginn nennti að hlusta á, fara að heyrast aftur. Meira að segja orðrétt. Að auki er nú er varað við yfirvofandi heitavatnsskorti, ýjað að því að Selfosshöllin hafi verið óþörf og að allt sé að fara fjandans til í sveitarfélaginu. Ég bara trúi því ekki að oddviti D-lista Sjálfstæðisflokksins, sá sami og er deildarstjóri og yfirmaður íþróttamála í Svf. Árborg sé þeirrar skoðunar sem að hann er skrifaður fyrir á Vísi og sunnlenska í dag. Það er frekar augljóst í mínum huga að nú hafa skuggastjórnendurnir tekið í taumana, stillt sínu efnilega fólki upp við vegg og gert þeim að hætta að vera svona lífsglöð. Svo langt hefur það gengið, að skuggastjórnendurnir skrifa nú orðið greinar í nafni nýframbjóðendanna. Verið þið sjálf „Lífið er ein umferð“ sagði mætur maður eitt sinn. Það er rétt og maður á að hafa gaman að því. Að því sögðu að þá hef ég eitt ráð að gefa til þeirra efnilegu frambjóðenda sem nú geysast fram á ritvöllinn og sjónarsviðið í Svf. Árborg. Leitið upprunans í ykkar stjórnmálaflokkum kæru nýframbjóðendur, ekki eltast við að klæðast fegurstu fötum keisarans hverju sinni og umfram allt kveðjið skuggastjórnendurna ykkar. Verið þið sjálf, það fer langbest á því og er heillavænlegast til árangurs. Höfundur er formaður bæjarráðs, oddviti M-lista Miðflokksins og Sjálfstæðra í Svf. Árborg Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Árborg Miðflokkurinn Tómas Ellert Tómasson Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Það hefur verið áhugavert að fylgjast með kosningabaráttunni í Svf. Árborg það sem af er. Í upphafi hennar kom fram á sjónarsviðið hjá D-lista Sjálfstæðisflokksins nýtt fólk sem margir töldu efnilegt og góða skiptimynt fyrir þá er fyrir sátu á fleti. Einlægar og fagmannlega ritaðar greinar birtust í blöðum og á vefmiðlum í aðdraganda prófkjörs. Með fylgdu Casablanca myndbönd þar sem við fengum að heyra og sjá þeirra framtíðarsýn fyrir sveitarfélagið. Allt saman leit þetta vel út og framtíðin björt fyrir næstu bæjarstjórn í Svf. Árborg að margra mati. Einhverjir báru meira að segja vonir til þess að þarna væri komið fram á sjónarsviðið fólk sem að væri málefnalegt. Hvað svo? Nú þegar að rúmar þrjár vikur eru í kosningar að þá skipta nýframbjóðendurnir allt í einu um kúrs. Bera fer á því að sömu tuggurnar sem heyrðust áður úr ranni D-lista fólks í bæjarstjórn og enginn nennti að hlusta á, fara að heyrast aftur. Meira að segja orðrétt. Að auki er nú er varað við yfirvofandi heitavatnsskorti, ýjað að því að Selfosshöllin hafi verið óþörf og að allt sé að fara fjandans til í sveitarfélaginu. Ég bara trúi því ekki að oddviti D-lista Sjálfstæðisflokksins, sá sami og er deildarstjóri og yfirmaður íþróttamála í Svf. Árborg sé þeirrar skoðunar sem að hann er skrifaður fyrir á Vísi og sunnlenska í dag. Það er frekar augljóst í mínum huga að nú hafa skuggastjórnendurnir tekið í taumana, stillt sínu efnilega fólki upp við vegg og gert þeim að hætta að vera svona lífsglöð. Svo langt hefur það gengið, að skuggastjórnendurnir skrifa nú orðið greinar í nafni nýframbjóðendanna. Verið þið sjálf „Lífið er ein umferð“ sagði mætur maður eitt sinn. Það er rétt og maður á að hafa gaman að því. Að því sögðu að þá hef ég eitt ráð að gefa til þeirra efnilegu frambjóðenda sem nú geysast fram á ritvöllinn og sjónarsviðið í Svf. Árborg. Leitið upprunans í ykkar stjórnmálaflokkum kæru nýframbjóðendur, ekki eltast við að klæðast fegurstu fötum keisarans hverju sinni og umfram allt kveðjið skuggastjórnendurna ykkar. Verið þið sjálf, það fer langbest á því og er heillavænlegast til árangurs. Höfundur er formaður bæjarráðs, oddviti M-lista Miðflokksins og Sjálfstæðra í Svf. Árborg
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun