Draumlaus maður uppsker aðeins hversdagsleikann: Um menningarmöguleika í sveitarfélaginu Árborg Jón Özur Snorrason og Pétur Már Guðmundsson skrifa 21. apríl 2022 14:01 Menning er jafn mikilvæg og matur stendur í óskrifaðri bók. En til þess að svo verði þarf að metta grunnþarfirnar fyrst. Sjá til þess að allir hafi í sig og á og jafna möguleika. Gæta jafnréttis og réttlætis á öllum sviðum samfélagsins. Þess vegna er öflugt velferðakerfi forsenda öflugs menningarlífs enda hefur menning verið skilgreind sem lífsmynstur heilla samfélaga. Fárfesting í menningarstarfsemi er einhver sú gjöfulasta og arðvænlegasta fjárfesting sem sveitarfélög geta lagt í. Það hafa til að mynda rannsóknir Ágústar Einarssonar prófessors sýnt. Fjölbreytt menningarstarfsemi eykur lífsgæði fólks og vekur ánægju og gleði, fyllir upp í eyður hversdagsins, dýpkar hugsanir og slær á fordóma. Menningarstarf er þó að miklu leyti sjálfsprottið og unnið að frumkvæði einstaklinga en slík starfsemi þarfnast velvilja og fjárhagslegs stuðnings opinbera aðila svo hún haldi velli og eflist. Í sveitarfélaginu Árborg er margt vel gert í menningarmálum. Má í því sambandi nefna bæjarhátíðirnar Vor í Árborg og Kótilettuna og ekki síður starfsemi bókasafnsins sem er menningarstofnun. Enda er gróska á á svæðinu og sprotar víða. Einstaklingar og félög um allar koppagrundir að skapa spennandi verkefni, starfrækja gallerí, halda sýningar, standa fyrir uppákomum, reka markaði, og stuðla að öflugu leikhúslífi og tónlistarstarfi svo nokkuð sé nefnt. Bakkastofa og Bókabæir, Brimrót og Haustgildi, Konubókastofa og kórastarf í margvíslegri mynd og meira að segja skilar starfsemi Gullkistunnar á Laugarvatni sér inn í sveitarfélagið. Samvinna í þessum efnum er lykilorðið og fyrir henni stöndum við í Vinstri grænum. Það má aldrei líta á menningarmál sem vandamál frekar sem tækifæri til að auðga mannlífið. Sveitarfélög þurfa þess vegna að setja sér markmið og leiðir í menningarmálum. Í því sambandi er hægt að líta til annarra sem hafa náð að merkja sig öflugri menningarstarfsemi eins og Ísafjörð, Seyðisfjörð, Stöðvarfjörð og Akureyri með öflugu starfi Gilfélagsins. Menningarstarfsemi má heldur aldrei verða of staðbundin. Hún þarf að vera alþjóðleg í hugsun því þá eflist sérstaða hins staðbundna. Skáldsagan af Bjarti í Sumarhúsum er mjög staðbundin saga, bundin íhaldsömu og grimmu bændasamfélagi - en af því að hún er sögð á alþjóðlegan hátt - skilja hana allir hvort sem þeir búa í New York eða á Grenivík. Annað alþjóðlegt ljós á menningarstarfsemi eru styrkveitingar sem mögulegar eru úr erlendum sjóðum. Í gegnum norrænt samstarf er menning studd og styrkt vitandi að fjárfesting í þeirri starfsemi skilar sér margfalt til baka, fjárhagslega en líka í ímynd, orðspori og lífsgæðum. Þetta er eitt af því sem við í Vinstri grænum viljum efla í sveitarfélaginu Árborg komumst við til áhrifa. Við myndum byrja á því að skilgreina menningarstarfsemina sem fyrir er, styrkleika hennar og veikleika, sjá í hverju fjölbreytileiki hennar og möguleikar eru fólgnir - og síðan laða að okkur menningartengd verkefni. Árborg þarf því að setja sér markmið og leiðir í menningarmálum, í senn raunhæf og líka óraunhæf (því ekkert fær staðist stóra drauma). Þeir rætast ekki nema menn eigi sér drauma. Draumlaus maður uppsker aðeins hversdagsleikann. Hér mætti nefna sýningarsal fyrir myndlist, tónleikasal, stærra leiksvið fyrir eitt fremsta áhugleikfélag landsins, myndlistarskóla, listasmiðjur (og ritsmiðjur) fyrir aldraða, fullorðna, grunn- og leikskólanemendur, lista- og bókmenntahátíð, menningarfélag sem hægt væri að stofna og síðast en ekki síst Barnabókastofu - en sveitarfélaginu hefur boðist að reka að hluta slíka starfsemi - í gegnum Bókabæina austanfjalls - með gjöf á stærsta barnabókasafni landsins - en því erindi hefur aldrei verið svarað. Blásum í lúðra, sláum og strjúkum strengina og klöppum í takt eins og gert er í einum besta tónlistarskóla landsins sem staðsettur er í sveitarfélaginu Árborg. GÖNGUM LENGRA. Höfundar skipa 3. og 6. sæti á lista Vinstri grænna í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Skoðun: Kosningar 2022 Menning Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Menning er jafn mikilvæg og matur stendur í óskrifaðri bók. En til þess að svo verði þarf að metta grunnþarfirnar fyrst. Sjá til þess að allir hafi í sig og á og jafna möguleika. Gæta jafnréttis og réttlætis á öllum sviðum samfélagsins. Þess vegna er öflugt velferðakerfi forsenda öflugs menningarlífs enda hefur menning verið skilgreind sem lífsmynstur heilla samfélaga. Fárfesting í menningarstarfsemi er einhver sú gjöfulasta og arðvænlegasta fjárfesting sem sveitarfélög geta lagt í. Það hafa til að mynda rannsóknir Ágústar Einarssonar prófessors sýnt. Fjölbreytt menningarstarfsemi eykur lífsgæði fólks og vekur ánægju og gleði, fyllir upp í eyður hversdagsins, dýpkar hugsanir og slær á fordóma. Menningarstarf er þó að miklu leyti sjálfsprottið og unnið að frumkvæði einstaklinga en slík starfsemi þarfnast velvilja og fjárhagslegs stuðnings opinbera aðila svo hún haldi velli og eflist. Í sveitarfélaginu Árborg er margt vel gert í menningarmálum. Má í því sambandi nefna bæjarhátíðirnar Vor í Árborg og Kótilettuna og ekki síður starfsemi bókasafnsins sem er menningarstofnun. Enda er gróska á á svæðinu og sprotar víða. Einstaklingar og félög um allar koppagrundir að skapa spennandi verkefni, starfrækja gallerí, halda sýningar, standa fyrir uppákomum, reka markaði, og stuðla að öflugu leikhúslífi og tónlistarstarfi svo nokkuð sé nefnt. Bakkastofa og Bókabæir, Brimrót og Haustgildi, Konubókastofa og kórastarf í margvíslegri mynd og meira að segja skilar starfsemi Gullkistunnar á Laugarvatni sér inn í sveitarfélagið. Samvinna í þessum efnum er lykilorðið og fyrir henni stöndum við í Vinstri grænum. Það má aldrei líta á menningarmál sem vandamál frekar sem tækifæri til að auðga mannlífið. Sveitarfélög þurfa þess vegna að setja sér markmið og leiðir í menningarmálum. Í því sambandi er hægt að líta til annarra sem hafa náð að merkja sig öflugri menningarstarfsemi eins og Ísafjörð, Seyðisfjörð, Stöðvarfjörð og Akureyri með öflugu starfi Gilfélagsins. Menningarstarfsemi má heldur aldrei verða of staðbundin. Hún þarf að vera alþjóðleg í hugsun því þá eflist sérstaða hins staðbundna. Skáldsagan af Bjarti í Sumarhúsum er mjög staðbundin saga, bundin íhaldsömu og grimmu bændasamfélagi - en af því að hún er sögð á alþjóðlegan hátt - skilja hana allir hvort sem þeir búa í New York eða á Grenivík. Annað alþjóðlegt ljós á menningarstarfsemi eru styrkveitingar sem mögulegar eru úr erlendum sjóðum. Í gegnum norrænt samstarf er menning studd og styrkt vitandi að fjárfesting í þeirri starfsemi skilar sér margfalt til baka, fjárhagslega en líka í ímynd, orðspori og lífsgæðum. Þetta er eitt af því sem við í Vinstri grænum viljum efla í sveitarfélaginu Árborg komumst við til áhrifa. Við myndum byrja á því að skilgreina menningarstarfsemina sem fyrir er, styrkleika hennar og veikleika, sjá í hverju fjölbreytileiki hennar og möguleikar eru fólgnir - og síðan laða að okkur menningartengd verkefni. Árborg þarf því að setja sér markmið og leiðir í menningarmálum, í senn raunhæf og líka óraunhæf (því ekkert fær staðist stóra drauma). Þeir rætast ekki nema menn eigi sér drauma. Draumlaus maður uppsker aðeins hversdagsleikann. Hér mætti nefna sýningarsal fyrir myndlist, tónleikasal, stærra leiksvið fyrir eitt fremsta áhugleikfélag landsins, myndlistarskóla, listasmiðjur (og ritsmiðjur) fyrir aldraða, fullorðna, grunn- og leikskólanemendur, lista- og bókmenntahátíð, menningarfélag sem hægt væri að stofna og síðast en ekki síst Barnabókastofu - en sveitarfélaginu hefur boðist að reka að hluta slíka starfsemi - í gegnum Bókabæina austanfjalls - með gjöf á stærsta barnabókasafni landsins - en því erindi hefur aldrei verið svarað. Blásum í lúðra, sláum og strjúkum strengina og klöppum í takt eins og gert er í einum besta tónlistarskóla landsins sem staðsettur er í sveitarfélaginu Árborg. GÖNGUM LENGRA. Höfundar skipa 3. og 6. sæti á lista Vinstri grænna í Árborg.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun