Fótbolti

Kvika leggur til að tekið verði á máli Eggerts Gunn­þórs með „við­eig­andi hætti“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Eggert Gunnþór í leik með FH.
Eggert Gunnþór í leik með FH. Vísir/Bára Dröfn

Kvika, aðalstyrktaraðili fótboltaliðs FH, hefur óskað eftir upplýsingum frá stjórn félagsins um mál Eggerts Gunnþórs Jónssonar, leikmanns liðsins, sem er sakaður um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn fyrir rúmum áratug síðan.

Frá þessu er greint á vef Fréttablaðsins. Þar segir að Kvika hafi sett sig í samband við FH en vörumerki félagsins – Auður dóttir Kviku banka – er helsti styrktaraðili Hafnarfjarðarliðsins.

Fréttablaðið sendi fyrirspurn á Kviku sem Hilmar Kristinsson, verkefnastjóra rekstrar og þróunar hjá bankanum, svaraði. Þar kemur fram að Kvika hafi óskað eftir upplýsingum um stöðu mála og mögulega framvindu þess. Hilmar sagði einnig að fyrirtækið vildi að tekið yrði á málinu með „viðeigandi hætti.“

Ekki hefur þó komið til tals að rifta samningnum við knattspyrnudeild FH.

Mál Eggerts Gunnþórs, og Arons Einars Gunnarssonar, hefur verið í sviðsljósinu síðan Martin Hermannsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, velti því upp á Twitter-síðu sinni hvort það væri eðlilegt að leikmenn sem væru undir lögreglurannsókn vegna grófs kynferðisofbeldis væru að byrja leiki í Bestu deildinni.

Sjá einnig: Svona hljóðar ásökunin sem Aron Einar sver af sér

Eggert Gunnþór byrjaði opnunarleik deildarinnar þar sem FH tapaði 2-1 gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings. Eftir leik vildi Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, ekki tjá sig um stöðu mála og þegar Vísir reyndi að hafa samband við félagið þá var fátt um svör.

FH mætir Fram á mánudag, 25. apríl, og verður áhugavert að sjá hvort Eggert Gunnþór haldi sæti sínu í liðinu eður ei.


Tengdar fréttir

Hafa rætt við fjölda fólks við rannsókn málsins

Ný gögn hafa komið fram í máli Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar. Frá þessu er greint í ítarlegri grein The Athletic um kynferðis- og ofbeldisbrot landsliðsmanna Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×