Kvika leggur til að tekið verði á máli Eggerts Gunnþórs með „viðeigandi hætti“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. apríl 2022 14:31 Eggert Gunnþór í leik með FH. Vísir/Bára Dröfn Kvika, aðalstyrktaraðili fótboltaliðs FH, hefur óskað eftir upplýsingum frá stjórn félagsins um mál Eggerts Gunnþórs Jónssonar, leikmanns liðsins, sem er sakaður um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn fyrir rúmum áratug síðan. Frá þessu er greint á vef Fréttablaðsins. Þar segir að Kvika hafi sett sig í samband við FH en vörumerki félagsins – Auður dóttir Kviku banka – er helsti styrktaraðili Hafnarfjarðarliðsins. Fréttablaðið sendi fyrirspurn á Kviku sem Hilmar Kristinsson, verkefnastjóra rekstrar og þróunar hjá bankanum, svaraði. Þar kemur fram að Kvika hafi óskað eftir upplýsingum um stöðu mála og mögulega framvindu þess. Hilmar sagði einnig að fyrirtækið vildi að tekið yrði á málinu með „viðeigandi hætti.“ Ekki hefur þó komið til tals að rifta samningnum við knattspyrnudeild FH. Mál Eggerts Gunnþórs, og Arons Einars Gunnarssonar, hefur verið í sviðsljósinu síðan Martin Hermannsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, velti því upp á Twitter-síðu sinni hvort það væri eðlilegt að leikmenn sem væru undir lögreglurannsókn vegna grófs kynferðisofbeldis væru að byrja leiki í Bestu deildinni. Er eðlilegt að menn sem eru undir lögreglurannsókn vegna grófs kynferðisofbeldis séu í byrjunarliði í @bestadeildin ?— Martin Hermannsson (@hermannsson15) April 18, 2022 Sjá einnig: Svona hljóðar ásökunin sem Aron Einar sver af sér Eggert Gunnþór byrjaði opnunarleik deildarinnar þar sem FH tapaði 2-1 gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings. Eftir leik vildi Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, ekki tjá sig um stöðu mála og þegar Vísir reyndi að hafa samband við félagið þá var fátt um svör. FH mætir Fram á mánudag, 25. apríl, og verður áhugavert að sjá hvort Eggert Gunnþór haldi sæti sínu í liðinu eður ei. Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Kynferðisofbeldi FH Besta deild karla Hafnarfjörður Íslenskir bankar Tengdar fréttir „Þeir héldu bara áfram með lífið eins og ekkert hefði gerst, dauðfegnir að þurfa ekki að taka neina ábyrgð“ Fyrrverandi vinkona Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar sér eftir því að hafa tekið afstöðu með þeim og hafa logið fyrir þá. 8. desember 2021 11:00 Eggert Gunnþór hafnar alfarið ásökunum um kynferðisbrot Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH og fyrrverandi landsliðsmaður, hafnar því alfarið að hafa brotið kynferðislega á konu eftir landsleik Íslendinga í Danmörku árið 2010. 22. október 2021 16:26 Guðni reyndi að koma á sáttafundi Arons og meints þolanda Guðni Bergsson, þáverandi formaður KSÍ, reyndi að leiða landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson og meintan þolanda hópnauðgunar í Danmörku árið 2010, saman til sáttafundar í sumar. 8. desember 2021 12:36 Hafa rætt við fjölda fólks við rannsókn málsins Ný gögn hafa komið fram í máli Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar. Frá þessu er greint í ítarlegri grein The Athletic um kynferðis- og ofbeldisbrot landsliðsmanna Íslands. 27. október 2021 11:44 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Manchester United búið að kauða Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Fréttablaðsins. Þar segir að Kvika hafi sett sig í samband við FH en vörumerki félagsins – Auður dóttir Kviku banka – er helsti styrktaraðili Hafnarfjarðarliðsins. Fréttablaðið sendi fyrirspurn á Kviku sem Hilmar Kristinsson, verkefnastjóra rekstrar og þróunar hjá bankanum, svaraði. Þar kemur fram að Kvika hafi óskað eftir upplýsingum um stöðu mála og mögulega framvindu þess. Hilmar sagði einnig að fyrirtækið vildi að tekið yrði á málinu með „viðeigandi hætti.“ Ekki hefur þó komið til tals að rifta samningnum við knattspyrnudeild FH. Mál Eggerts Gunnþórs, og Arons Einars Gunnarssonar, hefur verið í sviðsljósinu síðan Martin Hermannsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, velti því upp á Twitter-síðu sinni hvort það væri eðlilegt að leikmenn sem væru undir lögreglurannsókn vegna grófs kynferðisofbeldis væru að byrja leiki í Bestu deildinni. Er eðlilegt að menn sem eru undir lögreglurannsókn vegna grófs kynferðisofbeldis séu í byrjunarliði í @bestadeildin ?— Martin Hermannsson (@hermannsson15) April 18, 2022 Sjá einnig: Svona hljóðar ásökunin sem Aron Einar sver af sér Eggert Gunnþór byrjaði opnunarleik deildarinnar þar sem FH tapaði 2-1 gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings. Eftir leik vildi Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, ekki tjá sig um stöðu mála og þegar Vísir reyndi að hafa samband við félagið þá var fátt um svör. FH mætir Fram á mánudag, 25. apríl, og verður áhugavert að sjá hvort Eggert Gunnþór haldi sæti sínu í liðinu eður ei.
Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Kynferðisofbeldi FH Besta deild karla Hafnarfjörður Íslenskir bankar Tengdar fréttir „Þeir héldu bara áfram með lífið eins og ekkert hefði gerst, dauðfegnir að þurfa ekki að taka neina ábyrgð“ Fyrrverandi vinkona Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar sér eftir því að hafa tekið afstöðu með þeim og hafa logið fyrir þá. 8. desember 2021 11:00 Eggert Gunnþór hafnar alfarið ásökunum um kynferðisbrot Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH og fyrrverandi landsliðsmaður, hafnar því alfarið að hafa brotið kynferðislega á konu eftir landsleik Íslendinga í Danmörku árið 2010. 22. október 2021 16:26 Guðni reyndi að koma á sáttafundi Arons og meints þolanda Guðni Bergsson, þáverandi formaður KSÍ, reyndi að leiða landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson og meintan þolanda hópnauðgunar í Danmörku árið 2010, saman til sáttafundar í sumar. 8. desember 2021 12:36 Hafa rætt við fjölda fólks við rannsókn málsins Ný gögn hafa komið fram í máli Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar. Frá þessu er greint í ítarlegri grein The Athletic um kynferðis- og ofbeldisbrot landsliðsmanna Íslands. 27. október 2021 11:44 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Manchester United búið að kauða Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Sjá meira
„Þeir héldu bara áfram með lífið eins og ekkert hefði gerst, dauðfegnir að þurfa ekki að taka neina ábyrgð“ Fyrrverandi vinkona Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar sér eftir því að hafa tekið afstöðu með þeim og hafa logið fyrir þá. 8. desember 2021 11:00
Eggert Gunnþór hafnar alfarið ásökunum um kynferðisbrot Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH og fyrrverandi landsliðsmaður, hafnar því alfarið að hafa brotið kynferðislega á konu eftir landsleik Íslendinga í Danmörku árið 2010. 22. október 2021 16:26
Guðni reyndi að koma á sáttafundi Arons og meints þolanda Guðni Bergsson, þáverandi formaður KSÍ, reyndi að leiða landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson og meintan þolanda hópnauðgunar í Danmörku árið 2010, saman til sáttafundar í sumar. 8. desember 2021 12:36
Hafa rætt við fjölda fólks við rannsókn málsins Ný gögn hafa komið fram í máli Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar. Frá þessu er greint í ítarlegri grein The Athletic um kynferðis- og ofbeldisbrot landsliðsmanna Íslands. 27. október 2021 11:44