Viðskipti innlent

Hera ný fram­kvæmda­stýra hjá OR

Bjarki Sigurðsson skrifar
Hera Grímsdóttir er ný framkvæmdastýra Rannsóknar og nýsköpunar hjá OR.
Hera Grímsdóttir er ný framkvæmdastýra Rannsóknar og nýsköpunar hjá OR. Aðsend/Einar Örn Jónsson

Hera Grímsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastýra Rannsókna og nýsköpunar hjá OR. Hera er með mastersgráðu í byggingarverkfræði með áherslu á framkvæmdir og ákvörðunartöku sem og með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

Frá 2018 hefur hún verið forseti iðn- og tæknifræðideildar Háskólans í Reykjavík en var áður sviðsstjóri byggingasviðs við tækni- og verkfræðideild skólans.

Hera hefur mikla reynslu af stjórnun og verkefnisstjórnun í flóknum verkefnum en hún starfaði áður hjá verkfræðistofunni EFLU, fyrst á orkusviði og síðar framkvæmdasviði. Árin 2011-2015 stýrði hún alþjóðlegum hátækni verkefnum hjá stoðtækjaframleiðandanum Össuri.

Þá hefur Hera kennt meðal annars verkefnisstjórnun og tölfræði hjá HR, og í Opna háskólanum til fjölda ára. Hera situr jafnframt í fagráði Tækniþróunarsjóðs Rannís.

„Orkuveita Reykjavíkur og orkulandið Ísland standa frammi fyrir miklum tækifærum sem og áskorunum á komandi árum til að tryggja að auðlindir Íslands séu nýttar á sjálfbæran og hagkvæman hátt. Ég hlakka mikið til að vinna með góðu starfsfólki OR að rannsóknum og nýsköpun á þessum sviðum. Ég tel að reynsla mín úr háskólaumhverfinu og vinna við nýsköpun mun nýtast vel í þessu starfi,“ segir Hera. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×