Gabríel Douane Boama slapp úr haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun vikunnar. Í morgun hafði lögregla hendur í hári hans í sumarbústað utan borgarmarkanna. Auk Gabríels voru þar fimm félagar hans, fjórir karlmenn og ein kona, öll um tvítugt.
Allir sem voru í bústaðnum voru handteknir og færðir til yfirheyrslu á lögreglustöð. Fimmmenningunum hefur nú verið sleppt úr haldi lögreglu en þeir sæta eftir sem áður rannsókn lögreglu.
Rannsókn á meintum þætti þeirra beinist að því hvort brotamanni hafi verið veitt aðstoð við að losna undan handtöku, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.
Gabríel sjálfur hefur verið færður til afplánunar á Hólmsheiði.