Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll – Njarðvík 116-107 | Stólar í kjörstöðu eftir sigur í tvíframlengdum leik Ísak Óli Traustason skrifar 24. apríl 2022 22:38 Tindastóll er 2-0 yfir í einvíginu. Vísir/Hulda Margrét Tindastóll fékk Njarðvík í heimsókn í Síkið í kvöld. Um var að ræða leik númer tvö í seríunni sem Tindastóll leiðir 1-0. Úr varð mjög sveiflukenndur, spennandi og skemmtilegur leikur þar sem Tindastóll landaði sigri eftir tvær framlengingar. Lokatölur 116 – 107. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls hristi aftur upp í byrjunarliði sínu en hann setti Helga Rafn Viggósson inn á kostanð Axels Kárasonar. Helgi fagnaði þessu með því að skora fyrstu körfu leiksins. Fyrsti leikhluti var nokkuð jafn þar sem liðin skiptust á að skora og staðan eftir hann var 22 – 19 fyrir Tindastól. Tindastóll byrjaði annan leikhlutann af krafti og þegar að hann var við það klárast var staðan 40 – 31, Njarðvíkingar enduðu leikhlutann vel og settu niður þrjá þrista og staðan jöfn í hálfleik 40 – 40. Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur var með 12 stig í hálfleik. Þriðji leikhluti var síðan eign Njarðvíkinga frá A – Ö, þeir spiluðu frábæran sóknarleik þar sem Dedrick Basile átti sviðið og stjórnaði umferðinni. Njarðvík vann leikhlutann 32 – 14 og staðan 54 – 72 að loknum þriðja leikhluta. Þegar um 8 mínútur voru eftir af leiknum var staðan 63 – 80 fyrir Njarðvík, þá hófst endurkoma Tindastóls. Þegar að 20, 6 sekúndur eru eftir er Njarðvík yfir með 4 stigum, Tindasóll á boltann og Javon Bess, leikmaður þeirra skorar og fær víti að auki sem hann setur niður. Þarna er munurinn 1 stig og Ólafur Helgi Jónsson, leikmaður Njarðvíkur fer á vítalínuna og setur niður eitt víti af tveimur. Javon Bess skorar síðustu körfu leiksins og jafnar metinn og framlenging staðreynd. Dedrick Basile fékk ágætis tækifæri til þess að klára leikinn en klikkaði á erfiðu skoti. Fyrri framlenging var áfram jöfn og spennandi en á þessum tímapunkti eru þeir Fotis Lampropoulos, Nicolas Richotti (leikmenn Njarðvíkur) og Sigtryggur Arnar Björnsson, leikmaður Tindastóls farnir út af með fimm vilur. Dedrick Basile tryggir Njarðvíkingum aðra framlengingu með því að skora síðustu körfu fyrri framlengingarinnar en Tindastóll var í vænri stöðu til þess að klára leikinn en klikkuðu á vítium og opnu skoti eftir sóknarfrákast. Önnur framlengingin var eign heimamanna, þá sérstaklega Péturs Rúnars Birgissonar sem skoraði 8 stig í röð og gerði út um vonir gestanna. Lokatölur eftir æsispennandi leik, 116 – 107. Af hverju vann Tindastóll? Þeir sýndu gríðarlega stórann karakter að koma sér aftur inn í leikinn. Þeir voru klaufar að klára þetta ekki í fyrri framlengingunni og voru einfaldlega bara með meiri kraft í lokin til þess að sigla þessu heim eftir að Njarðvíkingar lentu í villu vandræðum. Framan af leik voru Njarðvíkingar að skjóta mjög vel fyrir utan þriggja stiga línuna og Tindastóll að skjóta illa. Tindastóll settu stór skot ofan í undir lokin til þess að eyða niður forustu Njarðvíkinga og var dýrt fyrir Njarðvík að missa Fotis og Richotti út af með fimm villur. Tindastóll breytti um vörn í fjórða leikhluta þar sem að þeir skipti á öllum boltahindrunum og reyndu að hlaupa á Njarðvíkinga og það virkaði vel. Tindastóll vinna Njarðvík í fráköstum 54 – 40 og taka helmingi fleiri sóknarfráköst (14 á móti 7). Hverjir stóðu upp úr? Þeir Taiwo Badmus og Javon Bess voru frábærir fyrir Tindastól. Badmus skoraði 35 stig og tók 12 fráköst. Bess skoraði 37 stig og tók 6 fráköst en þeir félagar komu Tindastól inn í leikinn í fjórða leikhlutanum ásamt Sigtryggi Arnari. Það verður að minnast á þátt Viðars Ágústssonar sem spilaði 24 mínútur en þær mínútur er Tindastóll að vinna með 24 stigum. Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls kláraði svo dæmið fyrir heimamenn í framlengingunni með því að setja niður stór skot en hann endaði með 20 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar. Hjá Njarðvík var Dedrick Deon Basile frábær, hann skilaði 29 stigum og 9 stoðsendingum og var nánast óstöðvandi í þriðja leikhluta. Fotis Lampropoulos átti sínar rispur og var að gera Tindastól erfitt fyrir með 22 stig og 8 fráköst. Hvað hefði mátt betur fara? Njarðvíkingar fóru allt of mikið í það að verja forskotið sem að þeir voru búnir að byggja upp í stað þess að halda áfram að gera hlutina vel sem þeir voru að gera vel. Það var að láta boltan ganga, leita að góðu skoti en vera samt áræðnir sóknarlega. Liðin tapa bæði 15 boltum í leiknum, það er of mikið en það voru vissulega leiknar 50 mínútur hérna í kvöld. Hvað gerist næst? Njarðvík tekur á móti Tindastól í Ljónagryfjunni á miðvikudaginn næsta kl 20:15. Haukur: Þurfum að gera betur Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur var svekktur í leikslok. „Þeir hlaupa okkur í kaf og við förum að vernda eitthvað sem við erum ekki með og við gerum bara ekki nógu vel í okkar aðgerðum og förum í panikk ástand,“ sagði Haukur. Njarðvík leiddi leikinn með 18 stigum í fjórða leikhluta en hleyptu Tindastól inn í hann í loka fjórðungnum. „Það gerist þegar að maður fer að verja eitthvað þá heldur að maður sé að tapa öllu, við erum ekki búnir að vinna neitt,“ sagði Haukur og bætti við að „við þurfum að grafa djúpt núna og vinna næsta leik heima.“ Fotis Lampropoulos og Nicolas Richotti fá fimm villur fyrir framlenginguna og var Haukur sammála því að það væri vont fyrir Njarðvíkinga. „Skrítin lína sem er í gangi en hún er þarna einhversstaðar. Við þurfum bara að passa okkur í þessum asna villum sem við erum að fá og það er dýrt að missa Nico og Fotis út með fimm villur og þá erum við bara litlir en við þurfum bara að gera betur,“ sagði Haukur. Njarðvíkingar verða að vinna næsta leik á heimavelli til þess að halda lífi í tímabili sínu „Við þurfum að hættja að verja eitthvað, við náum alltaf einhverri forustu og töpum þessu niður og þetta er bara gegn um árið, við erum að ná forskoti og svo hrinur það og við náum því aftur og þeir eru bara grjótharðir og gera vel,“ sagði Haukur. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík
Tindastóll fékk Njarðvík í heimsókn í Síkið í kvöld. Um var að ræða leik númer tvö í seríunni sem Tindastóll leiðir 1-0. Úr varð mjög sveiflukenndur, spennandi og skemmtilegur leikur þar sem Tindastóll landaði sigri eftir tvær framlengingar. Lokatölur 116 – 107. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls hristi aftur upp í byrjunarliði sínu en hann setti Helga Rafn Viggósson inn á kostanð Axels Kárasonar. Helgi fagnaði þessu með því að skora fyrstu körfu leiksins. Fyrsti leikhluti var nokkuð jafn þar sem liðin skiptust á að skora og staðan eftir hann var 22 – 19 fyrir Tindastól. Tindastóll byrjaði annan leikhlutann af krafti og þegar að hann var við það klárast var staðan 40 – 31, Njarðvíkingar enduðu leikhlutann vel og settu niður þrjá þrista og staðan jöfn í hálfleik 40 – 40. Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur var með 12 stig í hálfleik. Þriðji leikhluti var síðan eign Njarðvíkinga frá A – Ö, þeir spiluðu frábæran sóknarleik þar sem Dedrick Basile átti sviðið og stjórnaði umferðinni. Njarðvík vann leikhlutann 32 – 14 og staðan 54 – 72 að loknum þriðja leikhluta. Þegar um 8 mínútur voru eftir af leiknum var staðan 63 – 80 fyrir Njarðvík, þá hófst endurkoma Tindastóls. Þegar að 20, 6 sekúndur eru eftir er Njarðvík yfir með 4 stigum, Tindasóll á boltann og Javon Bess, leikmaður þeirra skorar og fær víti að auki sem hann setur niður. Þarna er munurinn 1 stig og Ólafur Helgi Jónsson, leikmaður Njarðvíkur fer á vítalínuna og setur niður eitt víti af tveimur. Javon Bess skorar síðustu körfu leiksins og jafnar metinn og framlenging staðreynd. Dedrick Basile fékk ágætis tækifæri til þess að klára leikinn en klikkaði á erfiðu skoti. Fyrri framlenging var áfram jöfn og spennandi en á þessum tímapunkti eru þeir Fotis Lampropoulos, Nicolas Richotti (leikmenn Njarðvíkur) og Sigtryggur Arnar Björnsson, leikmaður Tindastóls farnir út af með fimm vilur. Dedrick Basile tryggir Njarðvíkingum aðra framlengingu með því að skora síðustu körfu fyrri framlengingarinnar en Tindastóll var í vænri stöðu til þess að klára leikinn en klikkuðu á vítium og opnu skoti eftir sóknarfrákast. Önnur framlengingin var eign heimamanna, þá sérstaklega Péturs Rúnars Birgissonar sem skoraði 8 stig í röð og gerði út um vonir gestanna. Lokatölur eftir æsispennandi leik, 116 – 107. Af hverju vann Tindastóll? Þeir sýndu gríðarlega stórann karakter að koma sér aftur inn í leikinn. Þeir voru klaufar að klára þetta ekki í fyrri framlengingunni og voru einfaldlega bara með meiri kraft í lokin til þess að sigla þessu heim eftir að Njarðvíkingar lentu í villu vandræðum. Framan af leik voru Njarðvíkingar að skjóta mjög vel fyrir utan þriggja stiga línuna og Tindastóll að skjóta illa. Tindastóll settu stór skot ofan í undir lokin til þess að eyða niður forustu Njarðvíkinga og var dýrt fyrir Njarðvík að missa Fotis og Richotti út af með fimm villur. Tindastóll breytti um vörn í fjórða leikhluta þar sem að þeir skipti á öllum boltahindrunum og reyndu að hlaupa á Njarðvíkinga og það virkaði vel. Tindastóll vinna Njarðvík í fráköstum 54 – 40 og taka helmingi fleiri sóknarfráköst (14 á móti 7). Hverjir stóðu upp úr? Þeir Taiwo Badmus og Javon Bess voru frábærir fyrir Tindastól. Badmus skoraði 35 stig og tók 12 fráköst. Bess skoraði 37 stig og tók 6 fráköst en þeir félagar komu Tindastól inn í leikinn í fjórða leikhlutanum ásamt Sigtryggi Arnari. Það verður að minnast á þátt Viðars Ágústssonar sem spilaði 24 mínútur en þær mínútur er Tindastóll að vinna með 24 stigum. Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls kláraði svo dæmið fyrir heimamenn í framlengingunni með því að setja niður stór skot en hann endaði með 20 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar. Hjá Njarðvík var Dedrick Deon Basile frábær, hann skilaði 29 stigum og 9 stoðsendingum og var nánast óstöðvandi í þriðja leikhluta. Fotis Lampropoulos átti sínar rispur og var að gera Tindastól erfitt fyrir með 22 stig og 8 fráköst. Hvað hefði mátt betur fara? Njarðvíkingar fóru allt of mikið í það að verja forskotið sem að þeir voru búnir að byggja upp í stað þess að halda áfram að gera hlutina vel sem þeir voru að gera vel. Það var að láta boltan ganga, leita að góðu skoti en vera samt áræðnir sóknarlega. Liðin tapa bæði 15 boltum í leiknum, það er of mikið en það voru vissulega leiknar 50 mínútur hérna í kvöld. Hvað gerist næst? Njarðvík tekur á móti Tindastól í Ljónagryfjunni á miðvikudaginn næsta kl 20:15. Haukur: Þurfum að gera betur Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur var svekktur í leikslok. „Þeir hlaupa okkur í kaf og við förum að vernda eitthvað sem við erum ekki með og við gerum bara ekki nógu vel í okkar aðgerðum og förum í panikk ástand,“ sagði Haukur. Njarðvík leiddi leikinn með 18 stigum í fjórða leikhluta en hleyptu Tindastól inn í hann í loka fjórðungnum. „Það gerist þegar að maður fer að verja eitthvað þá heldur að maður sé að tapa öllu, við erum ekki búnir að vinna neitt,“ sagði Haukur og bætti við að „við þurfum að grafa djúpt núna og vinna næsta leik heima.“ Fotis Lampropoulos og Nicolas Richotti fá fimm villur fyrir framlenginguna og var Haukur sammála því að það væri vont fyrir Njarðvíkinga. „Skrítin lína sem er í gangi en hún er þarna einhversstaðar. Við þurfum bara að passa okkur í þessum asna villum sem við erum að fá og það er dýrt að missa Nico og Fotis út með fimm villur og þá erum við bara litlir en við þurfum bara að gera betur,“ sagði Haukur. Njarðvíkingar verða að vinna næsta leik á heimavelli til þess að halda lífi í tímabili sínu „Við þurfum að hættja að verja eitthvað, við náum alltaf einhverri forustu og töpum þessu niður og þetta er bara gegn um árið, við erum að ná forskoti og svo hrinur það og við náum því aftur og þeir eru bara grjótharðir og gera vel,“ sagði Haukur. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum