Segir Rússa geta ráðist inn í fleiri Evrópulönd Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. apríl 2022 12:08 Zelensky við daglegt ávarp sitt til úkraínsku þjóðarinnar og heimsbyggðarinnar í gær. ap Bretar ætla að opna aftur sendiráð sitt í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, og munu aðstoða Pólverja við að gefa Úkraínumönnum skriðdreka. Forseti Úkraínu varar Vesturlönd við því að Rússar ætli sér að ráðast inn í fleiri lönd í álfunni. Rússum hefur orðið lítið ágengt í hernaði sínum á Donbas-svæðinu í austurhluta Úkraínu síðasta sólarhringinn. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, sagði í daglegu ávarpi sínu í gær að Rússar hygðust ná undir sig öllum suðurhluta landsins. Innrás Rússa í Úkraínu væri aðeins byrjunin og sagði Zelensky þá ætla sér að ráðast inn í önnur Evrópulönd í framhaldinu. Fréttastofa fylgist með nýjustu vendingum í Úkraínu í beinni í vaktinni hér að neðan: Zelensky hefur ítrekað beðið vestrænar þjóðir um beina aðstoð með liðstyrk í stríðinu gegn Rússum. Þetta hafa NATO-ríkin ekki viljað gera af ótta við að út brjótist allsherjarstyrjöld í Evrópu en Bretar tilkynntu það í gær að þeir ætluðu sér að stíga skrefinu lengra en þeir hafa gert hingað til og senda skriðdreka til Póllands. Pólverjar geta þannig gefið nágrönnum sínum í austri sína skriðdreka án þess að veikja sínar hersveitir. „Við erum þakklát öllum samherjum okkar sem viðrast loks hafa heyrt í okkur og veita okkur þá aðstoð sem við þurfum. Við vitum fyrir víst að þessi vopn verða notuð til að bjarga þúsundum mannslífa,“ sagði Zelensky meðal annars í gær. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, fór yfir stöðuna á átökunum í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær: Einblína á viðkvæma hópa Meira en fimm milljónir eru nú á flótta um Evrópu vegna stríðsins. Aldrei hafa fleiri flóttamenn komið hingað til lands í einu og síðustu vikurnar en þeir sem koma frá Úkraínu eru orðnir rúmlega 830 talsins. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær að einblína sérstaklega á viðkvæma hópa á næstunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm „Þar er verið að horfa til þess að taka á móti allt að 100 manns frá Moldóvu. Moldóva er auðvitað búin að taka á móti mjög mörgu fólki frá Úkraínu núna og hefur sent heimsbyggðinni ákall um að styðja við þau í því,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Einnig var samþykkt að taka á móti fimm til tíu fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra sem hafa flúið Úkraínu og eru nú í stödd í Póllandi. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Evrópusambandið NATO Hernaður Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Rússum hefur orðið lítið ágengt í hernaði sínum á Donbas-svæðinu í austurhluta Úkraínu síðasta sólarhringinn. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, sagði í daglegu ávarpi sínu í gær að Rússar hygðust ná undir sig öllum suðurhluta landsins. Innrás Rússa í Úkraínu væri aðeins byrjunin og sagði Zelensky þá ætla sér að ráðast inn í önnur Evrópulönd í framhaldinu. Fréttastofa fylgist með nýjustu vendingum í Úkraínu í beinni í vaktinni hér að neðan: Zelensky hefur ítrekað beðið vestrænar þjóðir um beina aðstoð með liðstyrk í stríðinu gegn Rússum. Þetta hafa NATO-ríkin ekki viljað gera af ótta við að út brjótist allsherjarstyrjöld í Evrópu en Bretar tilkynntu það í gær að þeir ætluðu sér að stíga skrefinu lengra en þeir hafa gert hingað til og senda skriðdreka til Póllands. Pólverjar geta þannig gefið nágrönnum sínum í austri sína skriðdreka án þess að veikja sínar hersveitir. „Við erum þakklát öllum samherjum okkar sem viðrast loks hafa heyrt í okkur og veita okkur þá aðstoð sem við þurfum. Við vitum fyrir víst að þessi vopn verða notuð til að bjarga þúsundum mannslífa,“ sagði Zelensky meðal annars í gær. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, fór yfir stöðuna á átökunum í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær: Einblína á viðkvæma hópa Meira en fimm milljónir eru nú á flótta um Evrópu vegna stríðsins. Aldrei hafa fleiri flóttamenn komið hingað til lands í einu og síðustu vikurnar en þeir sem koma frá Úkraínu eru orðnir rúmlega 830 talsins. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær að einblína sérstaklega á viðkvæma hópa á næstunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm „Þar er verið að horfa til þess að taka á móti allt að 100 manns frá Moldóvu. Moldóva er auðvitað búin að taka á móti mjög mörgu fólki frá Úkraínu núna og hefur sent heimsbyggðinni ákall um að styðja við þau í því,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Einnig var samþykkt að taka á móti fimm til tíu fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra sem hafa flúið Úkraínu og eru nú í stödd í Póllandi.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Evrópusambandið NATO Hernaður Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira