Innlent

Sló starfs­mann sem bað hann um að hætta að borða ferskt græn­meti

Bjarki Sigurðsson skrifar
Lögreglubíll að störfum.
Lögreglubíll að störfum. Vísir/Vilhelm

Það var nóg um að vera hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Nokkrir voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og var einn þeirra gómaður tvisvar eftir að hafa náð í aukalykla af bifreið sinni. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Þá sló karlmaður starfsmann verslunar í miðbæ Reykjavíkur þegar starfsmaðurinn bað hann um að hætta að borða ferskt grænmeti í kæli verslunarinnar. Þegar lögregla mætti á svæðið var allt orðið rólegt og var málið leyst friðsamlega.

Einnig kemur fram að karlmaður hafi ráðist á annan mann við Mjóddina. Ekki er vitað hvað honum gekk til en árásarþoli og annar aðili á vettvangi náðu að yfirbuga manninn og halda honum þar til lögregla kom á vettvang. Maðurinn er nú í haldi lögreglu á meðan málið er rannsakað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×